Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir skrifar 2. nóvember 2024 17:01 Ég hef unnið við kennslu að mestu leyti frá því að ég útskrifaðist sem grunnskólakennari árið 1997. Árið 2008 gerði ég hlé á kennsluferlinum, hóf störf sem skjalastjóri og kláraði meistaranám í bókasafns- og upplýsingafræði. Starf skjalastjórans krafðist mikillar fagþekkingar, það gat verið krefjandi, skemmtilegt og var að mörgu leyti þægilegt. Haustið 2013 voru aðstæður mínar þannig að ég var einstæð móðir sem keyrði 100 km í og úr vinnu alla virka daga. Mér fannst ég vera of mikið fjarverandi frá heimilinu. Ég tók þá ákvörðun að ráða mig sem kennara í heimabyggð og græða þannig tvo klukkutíma daglega sem ég gat varið með dóttur minni. Þessi lífsgæði keypti ég dýrum dómum og lækkaði um 100.000 kr. í launum á mánuði. Miðað við launin mín á þessum tíma var þetta um 20% launalækkun og myndi sambærileg lækkun nema um 180.000 kr. í dag. Sem betur fer hafði ég komið mér upp dálitlum sparnaði áður en ég byrjaði aftur að kenna því fyrsta skólaárið þurfti ég að ganga verulega á hann. Síðan þá hef ég alltaf unnið eitt til tvö störf meðfram kennslunni til að framfleyta mér og mínum. Eitthvað sem kennarar kannast mjög vel við. Að vera kennari er alveg ótrúlega skemmtilegt starf, á sama tíma og það getur líka verið alveg ótrúlega krefjandi og slítandi til lengdar. Þið, sem hafið einhvern tímann haldið barnaafmæli, kannist kannski við þreytuna sem fylgir því að hugsa um stóran hóp af fjörugum börnum! Lengst af starfaði ég sem umsjónarkennari og gaf því starfi alla mína krafta og vann það eins vel og ég gat. Tvisvar hafði ég vit fyrir sjálfri mér og hætti umsjónarkennslu áður en ég keyrði mig alveg út. Í fyrra skiptið þegar ég gerðist skjalastjóri en í seinna skiptið ákvað ég að prófa að vinna sem skólasafnskennari. Þetta haustið er ég að hefja fimmta skólaárið sem skólasafnskennari í fullu starfi. Að vera kennari í dag er ekki sama starfið og það var fyrir um 60 árum, þegar foreldrar mínir og jafnaldrar þeirra gengu í skóla og það er ekki heldur sama starfið og það var fyrir um 35 árum þegar ég og jafnaldrar mínir vorum í grunnskóla. Það er ekki einu sinni sama starfið og það var þegar ég sjálf byrjaði að kenna eða þegar börnin mín hófu sína grunnskólagöngu. Kennsluhættir og námskrá hafa sem betur fer breyst, skóladagurinn hefur lengst, skólaárið hefur sömuleiðis lengst í báða enda og um leið og samfélagið okkar hefur breyst hefur nemendahópurinn okkar að sjálfsögðu gert það líka. Í gegnum öll þessi ár hef ég heyrt ýmislegt um starfið mitt. Á meðan sumum finnast kennarar alltaf vera í fríum og vera almennt latir og reyna að komast hjá því að vinna vinnuna sína eru aðrir sem segja einfaldlega: “Ég gæti aldrei unnið sem kennari.” Og það er satt, það geta ekki allir unnið sem kennarar því fyrir utan fagþekkinguna þarf ákveðinn eldmóð til að vinna okkar flókna starf við oft eldfimar og erfiðar aðstæður. Kennarar þurfa að hafa metnað fyrir hönd nemenda sinna og tilfinningin að ná að hjálpa þeim að vinna stóra sigra er ólýsanleg. En kennarar þurfa líka að sætta sig við að gera mistök í dagsins önn og þurfa því miður oft að upplifa það að hafa ekki gert nóg fyrir nemendur sína. Eitt sem ég hef aldrei heyrt fólk segja er: „Ég öfunda þig af laununum.“ En í öll þessi ár sem ég hef unnið við kennslu hef ég aldrei orðið vitni að annarri eins ófrægingarherferð og hefur dunið á kennurum undanfarna mánuði í ýmsum fjölmiðlum. Alveg frá því að samningarnir okkar losnuðu í vor hafa verið stanslaus, neikvæð og villandi greinaskrif, pistlar, blogg og viðtöl, allt frá stjórnmálafólki til Samtaka atvinnulífsins, frá Viðskiptaráði til borgarstjóra. Ég vona að fólk falli ekki fyrir þessari herferð og að hún hafi ekki tilætluð áhrif; að kýla kennara niður þannig að þeir treysti sér ekki til að sækja þær kjaraleiðréttingar sem þeim voru lofaðar fyrir 8 árum. Því það á ekki að vera sjálfsagt að kennari sætti sig við að lækka um 20% í launum til að geta unnið við kennslu. Höfundur er grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Skóla- og menntamál Kjaramál Grunnskólar Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Ég hef unnið við kennslu að mestu leyti frá því að ég útskrifaðist sem grunnskólakennari árið 1997. Árið 2008 gerði ég hlé á kennsluferlinum, hóf störf sem skjalastjóri og kláraði meistaranám í bókasafns- og upplýsingafræði. Starf skjalastjórans krafðist mikillar fagþekkingar, það gat verið krefjandi, skemmtilegt og var að mörgu leyti þægilegt. Haustið 2013 voru aðstæður mínar þannig að ég var einstæð móðir sem keyrði 100 km í og úr vinnu alla virka daga. Mér fannst ég vera of mikið fjarverandi frá heimilinu. Ég tók þá ákvörðun að ráða mig sem kennara í heimabyggð og græða þannig tvo klukkutíma daglega sem ég gat varið með dóttur minni. Þessi lífsgæði keypti ég dýrum dómum og lækkaði um 100.000 kr. í launum á mánuði. Miðað við launin mín á þessum tíma var þetta um 20% launalækkun og myndi sambærileg lækkun nema um 180.000 kr. í dag. Sem betur fer hafði ég komið mér upp dálitlum sparnaði áður en ég byrjaði aftur að kenna því fyrsta skólaárið þurfti ég að ganga verulega á hann. Síðan þá hef ég alltaf unnið eitt til tvö störf meðfram kennslunni til að framfleyta mér og mínum. Eitthvað sem kennarar kannast mjög vel við. Að vera kennari er alveg ótrúlega skemmtilegt starf, á sama tíma og það getur líka verið alveg ótrúlega krefjandi og slítandi til lengdar. Þið, sem hafið einhvern tímann haldið barnaafmæli, kannist kannski við þreytuna sem fylgir því að hugsa um stóran hóp af fjörugum börnum! Lengst af starfaði ég sem umsjónarkennari og gaf því starfi alla mína krafta og vann það eins vel og ég gat. Tvisvar hafði ég vit fyrir sjálfri mér og hætti umsjónarkennslu áður en ég keyrði mig alveg út. Í fyrra skiptið þegar ég gerðist skjalastjóri en í seinna skiptið ákvað ég að prófa að vinna sem skólasafnskennari. Þetta haustið er ég að hefja fimmta skólaárið sem skólasafnskennari í fullu starfi. Að vera kennari í dag er ekki sama starfið og það var fyrir um 60 árum, þegar foreldrar mínir og jafnaldrar þeirra gengu í skóla og það er ekki heldur sama starfið og það var fyrir um 35 árum þegar ég og jafnaldrar mínir vorum í grunnskóla. Það er ekki einu sinni sama starfið og það var þegar ég sjálf byrjaði að kenna eða þegar börnin mín hófu sína grunnskólagöngu. Kennsluhættir og námskrá hafa sem betur fer breyst, skóladagurinn hefur lengst, skólaárið hefur sömuleiðis lengst í báða enda og um leið og samfélagið okkar hefur breyst hefur nemendahópurinn okkar að sjálfsögðu gert það líka. Í gegnum öll þessi ár hef ég heyrt ýmislegt um starfið mitt. Á meðan sumum finnast kennarar alltaf vera í fríum og vera almennt latir og reyna að komast hjá því að vinna vinnuna sína eru aðrir sem segja einfaldlega: “Ég gæti aldrei unnið sem kennari.” Og það er satt, það geta ekki allir unnið sem kennarar því fyrir utan fagþekkinguna þarf ákveðinn eldmóð til að vinna okkar flókna starf við oft eldfimar og erfiðar aðstæður. Kennarar þurfa að hafa metnað fyrir hönd nemenda sinna og tilfinningin að ná að hjálpa þeim að vinna stóra sigra er ólýsanleg. En kennarar þurfa líka að sætta sig við að gera mistök í dagsins önn og þurfa því miður oft að upplifa það að hafa ekki gert nóg fyrir nemendur sína. Eitt sem ég hef aldrei heyrt fólk segja er: „Ég öfunda þig af laununum.“ En í öll þessi ár sem ég hef unnið við kennslu hef ég aldrei orðið vitni að annarri eins ófrægingarherferð og hefur dunið á kennurum undanfarna mánuði í ýmsum fjölmiðlum. Alveg frá því að samningarnir okkar losnuðu í vor hafa verið stanslaus, neikvæð og villandi greinaskrif, pistlar, blogg og viðtöl, allt frá stjórnmálafólki til Samtaka atvinnulífsins, frá Viðskiptaráði til borgarstjóra. Ég vona að fólk falli ekki fyrir þessari herferð og að hún hafi ekki tilætluð áhrif; að kýla kennara niður þannig að þeir treysti sér ekki til að sækja þær kjaraleiðréttingar sem þeim voru lofaðar fyrir 8 árum. Því það á ekki að vera sjálfsagt að kennari sætti sig við að lækka um 20% í launum til að geta unnið við kennslu. Höfundur er grunnskólakennari.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar