Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar 1. nóvember 2024 10:46 Í aðdraganda kosninga á pistill Ágústar Kr. Steinarssonar á Vísi frá því 25. október 2024 (Hvað með afköst ríkisins? - Vísir) vel við sem og hans vangaveltur varðandi forgangsmál frambjóðenda á næsta kjörtímabili. Það er óumdeilt að stefna stjórnvalda skiptir máli þegar horft er til landsbyggðarinnar, ekki síst á sviði heilbrigðisþjónustu. Þegar horft er til starfsemi Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) þá þarf ekki bara rétt skip heldur einnig rétt skilyrði fyrir áhöfnina sem vinnur innan þess. SAk glímir við svipaðan vanda og lýst er í pistlinum – umhverfið setur skorður og stöðugar kröfur um afköst aukast. Sjúkrahúsið á Akureyri sinnir umfangsmiklum og mikilvægum verkefnum, á of litlu fjármagni og með álagi sem er stundum þyngra en heilbrigt getur talist. Rekstrarumhverfið á ekki að vera hindrun í vegi starfsfólksins, frekar viljum við sjá að innviðir styðji við starfsánægju og árangur. Það er gríðarlega mikilvægt að þingmenn taki ábyrgð og sjái mikilvægi þess og tryggi áframhaldandi uppbyggingu þjónustu á Sjúkrahúsinu á Akureyri og þar með tryggi að rekstrarumhverfi sé til staðar til að bregðast við þörfum SAk og samfélagsins. Á síðustu misserum hefur reynst erfitt að manna stöður sérfræðinga, sem veldur auknu álagi á þá sem eru fyrir. Við höfum áhyggjur af því hvert stefnir. Það þarf að búa til starfsumhverfi sem gerir kleift að uppfylla kröfur landsbyggðarinnar um heilbrigðisþjónustu á svæðinu – öllum til heilla. Það ætti að vera forgangsatriði frambjóðenda að skapa raunverulegan stuðning og framkvæmanlegt starfsumhverfi fyrir þá sem starfa innan heilbrigðisstofnana. Þetta er spurning um hvernig við höfum raunveruleg áhrif til að bæta velferð og heilbrigði fyrir landsmenn alla. Er þetta í forgangi hjá stjórnmálaflokki þínum til alþingiskosninga? Höfundur er forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðisstofnun Norðurlands Heilbrigðismál Byggðamál Sjúkrahúsið á Akureyri Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í aðdraganda kosninga á pistill Ágústar Kr. Steinarssonar á Vísi frá því 25. október 2024 (Hvað með afköst ríkisins? - Vísir) vel við sem og hans vangaveltur varðandi forgangsmál frambjóðenda á næsta kjörtímabili. Það er óumdeilt að stefna stjórnvalda skiptir máli þegar horft er til landsbyggðarinnar, ekki síst á sviði heilbrigðisþjónustu. Þegar horft er til starfsemi Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) þá þarf ekki bara rétt skip heldur einnig rétt skilyrði fyrir áhöfnina sem vinnur innan þess. SAk glímir við svipaðan vanda og lýst er í pistlinum – umhverfið setur skorður og stöðugar kröfur um afköst aukast. Sjúkrahúsið á Akureyri sinnir umfangsmiklum og mikilvægum verkefnum, á of litlu fjármagni og með álagi sem er stundum þyngra en heilbrigt getur talist. Rekstrarumhverfið á ekki að vera hindrun í vegi starfsfólksins, frekar viljum við sjá að innviðir styðji við starfsánægju og árangur. Það er gríðarlega mikilvægt að þingmenn taki ábyrgð og sjái mikilvægi þess og tryggi áframhaldandi uppbyggingu þjónustu á Sjúkrahúsinu á Akureyri og þar með tryggi að rekstrarumhverfi sé til staðar til að bregðast við þörfum SAk og samfélagsins. Á síðustu misserum hefur reynst erfitt að manna stöður sérfræðinga, sem veldur auknu álagi á þá sem eru fyrir. Við höfum áhyggjur af því hvert stefnir. Það þarf að búa til starfsumhverfi sem gerir kleift að uppfylla kröfur landsbyggðarinnar um heilbrigðisþjónustu á svæðinu – öllum til heilla. Það ætti að vera forgangsatriði frambjóðenda að skapa raunverulegan stuðning og framkvæmanlegt starfsumhverfi fyrir þá sem starfa innan heilbrigðisstofnana. Þetta er spurning um hvernig við höfum raunveruleg áhrif til að bæta velferð og heilbrigði fyrir landsmenn alla. Er þetta í forgangi hjá stjórnmálaflokki þínum til alþingiskosninga? Höfundur er forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri.
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar