Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar 1. nóvember 2024 10:46 Í aðdraganda kosninga á pistill Ágústar Kr. Steinarssonar á Vísi frá því 25. október 2024 (Hvað með afköst ríkisins? - Vísir) vel við sem og hans vangaveltur varðandi forgangsmál frambjóðenda á næsta kjörtímabili. Það er óumdeilt að stefna stjórnvalda skiptir máli þegar horft er til landsbyggðarinnar, ekki síst á sviði heilbrigðisþjónustu. Þegar horft er til starfsemi Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) þá þarf ekki bara rétt skip heldur einnig rétt skilyrði fyrir áhöfnina sem vinnur innan þess. SAk glímir við svipaðan vanda og lýst er í pistlinum – umhverfið setur skorður og stöðugar kröfur um afköst aukast. Sjúkrahúsið á Akureyri sinnir umfangsmiklum og mikilvægum verkefnum, á of litlu fjármagni og með álagi sem er stundum þyngra en heilbrigt getur talist. Rekstrarumhverfið á ekki að vera hindrun í vegi starfsfólksins, frekar viljum við sjá að innviðir styðji við starfsánægju og árangur. Það er gríðarlega mikilvægt að þingmenn taki ábyrgð og sjái mikilvægi þess og tryggi áframhaldandi uppbyggingu þjónustu á Sjúkrahúsinu á Akureyri og þar með tryggi að rekstrarumhverfi sé til staðar til að bregðast við þörfum SAk og samfélagsins. Á síðustu misserum hefur reynst erfitt að manna stöður sérfræðinga, sem veldur auknu álagi á þá sem eru fyrir. Við höfum áhyggjur af því hvert stefnir. Það þarf að búa til starfsumhverfi sem gerir kleift að uppfylla kröfur landsbyggðarinnar um heilbrigðisþjónustu á svæðinu – öllum til heilla. Það ætti að vera forgangsatriði frambjóðenda að skapa raunverulegan stuðning og framkvæmanlegt starfsumhverfi fyrir þá sem starfa innan heilbrigðisstofnana. Þetta er spurning um hvernig við höfum raunveruleg áhrif til að bæta velferð og heilbrigði fyrir landsmenn alla. Er þetta í forgangi hjá stjórnmálaflokki þínum til alþingiskosninga? Höfundur er forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðisstofnun Norðurlands Heilbrigðismál Byggðamál Sjúkrahúsið á Akureyri Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í aðdraganda kosninga á pistill Ágústar Kr. Steinarssonar á Vísi frá því 25. október 2024 (Hvað með afköst ríkisins? - Vísir) vel við sem og hans vangaveltur varðandi forgangsmál frambjóðenda á næsta kjörtímabili. Það er óumdeilt að stefna stjórnvalda skiptir máli þegar horft er til landsbyggðarinnar, ekki síst á sviði heilbrigðisþjónustu. Þegar horft er til starfsemi Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) þá þarf ekki bara rétt skip heldur einnig rétt skilyrði fyrir áhöfnina sem vinnur innan þess. SAk glímir við svipaðan vanda og lýst er í pistlinum – umhverfið setur skorður og stöðugar kröfur um afköst aukast. Sjúkrahúsið á Akureyri sinnir umfangsmiklum og mikilvægum verkefnum, á of litlu fjármagni og með álagi sem er stundum þyngra en heilbrigt getur talist. Rekstrarumhverfið á ekki að vera hindrun í vegi starfsfólksins, frekar viljum við sjá að innviðir styðji við starfsánægju og árangur. Það er gríðarlega mikilvægt að þingmenn taki ábyrgð og sjái mikilvægi þess og tryggi áframhaldandi uppbyggingu þjónustu á Sjúkrahúsinu á Akureyri og þar með tryggi að rekstrarumhverfi sé til staðar til að bregðast við þörfum SAk og samfélagsins. Á síðustu misserum hefur reynst erfitt að manna stöður sérfræðinga, sem veldur auknu álagi á þá sem eru fyrir. Við höfum áhyggjur af því hvert stefnir. Það þarf að búa til starfsumhverfi sem gerir kleift að uppfylla kröfur landsbyggðarinnar um heilbrigðisþjónustu á svæðinu – öllum til heilla. Það ætti að vera forgangsatriði frambjóðenda að skapa raunverulegan stuðning og framkvæmanlegt starfsumhverfi fyrir þá sem starfa innan heilbrigðisstofnana. Þetta er spurning um hvernig við höfum raunveruleg áhrif til að bæta velferð og heilbrigði fyrir landsmenn alla. Er þetta í forgangi hjá stjórnmálaflokki þínum til alþingiskosninga? Höfundur er forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri.
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar