Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Valur Páll Eiríksson skrifar 1. nóvember 2024 09:00 Theodór Elmar Bjarnason hefur lent í ýmsu á 20 ára ferli sínum sem telur sex lönd. Vísir/Vilhelm Hótanir liðsfélaga, partýstand og mannskæður jarðskjálfti er á meðal þess sem er eftirminnilegt frá 20 ára fótboltaferli Theodórs Elmar Bjarnasonar sem taldi sex lönd. Theodór Elmar á skrautlegan feril að baki og var víðförull. Atvinnumannaferillinn byrjaði þegar hann var aðeins 17 ára og hélt til Glasgow í Skotlandi til að spila með stórliði Celtic þar sem hann hitti miklar hetjur og litríka karaktera á við Roy Keane, Thomas Gravesen og Neil Lennon, sem varð síðar stjóri liðsins. „Ég man eitt skiptið þá klobbaði ég Neil Lennon á æfingu og hann hvíslaði að mér: Ef þú gerir þetta aftur brýt ég á þér fæturna,“ segir Theodór Elmar. Það voru engir smá karakterar sem Theodór Elmar æfði með hjá Celtic á sínum tíma. Roy Keane og Neil Lennon þar á meðal.Getty Mikið partýstand fyrstu árin Meiðsli settu strik í reikninginn í Skotlandi og þá gekk á ýmsu utan vallar. Sama var uppi á teningunum hjá Lyn í Osló. „Það var mjög mikið partýstand á manni á þessum tíma þegar maður var ungur. Það var bara jafn gaman í Osló og Glasgow fyrir mér. Það er kannski hluti af því að maður meikaði það ekki hjá Celtic, að það var of mikið líf og fjör utan vallar,“ segir Elmar. Það var mikið fjör á djamminu fyrstu árin, í Glasgow og Osló.Getty Launalaus í heimsfaraldri Hvað eftirminnilegast er þá strembinn tími í Tyrklandi. Theodór Elmar fékk þá ekki laun frá félagi sínu í miðjum heimsfaraldri þegar mannskæður jarðskjálfti skók borgina Izmir, hvar hann bjó með fjölskyldunni. „Það var áskorun að vera bæði í Tyrklandi og Grikklandi þegar Covid kom. Sonur minn mátti ekki fara í einhverjar sex vikur og við föst inni hjá okkur. Svo var ég ekki að fá laun á sama tíma. Það var alveg áskorun,“ „En saman komumst við í gegnum þetta. Svo horfir maður til baka hvað þetta var súrrealískt og eiginlega bara fyndið að hafa upplifað þetta,“ segir Elmar. Til að bæta gráu ofan á svart varð einn stærsti jarðskjálti síðari tíma í borginni Izmir þegar Elmar og fjölskylda bjó þar. Jarðskjálftinn varð fyrir sléttum fjórum árum, 30. október 2020, og dró 119 manns til bana. „Við lentum á sama tíma í einhverjum stærsta jarðskjálfta í Izmir, upp á 7,1. Það dó fullt af fólki í kringum mann. Þá var maður bara þakklátur að hafa haft efni á byggingu sem stóð þetta af sér. Það var ekkert grín að vera uppi á 23. hæð dúandi um í þvílíkum jarðskjálfta. Maður man alveg eftir því. Annars, fyrir utan það, hefur þetta eiginlega verið eins og draumur, allur ferillinn,“ segir Elmar. Fótbolti Íslenski boltinn KR Besta deild karla Mest lesið Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Sjá meira
Theodór Elmar á skrautlegan feril að baki og var víðförull. Atvinnumannaferillinn byrjaði þegar hann var aðeins 17 ára og hélt til Glasgow í Skotlandi til að spila með stórliði Celtic þar sem hann hitti miklar hetjur og litríka karaktera á við Roy Keane, Thomas Gravesen og Neil Lennon, sem varð síðar stjóri liðsins. „Ég man eitt skiptið þá klobbaði ég Neil Lennon á æfingu og hann hvíslaði að mér: Ef þú gerir þetta aftur brýt ég á þér fæturna,“ segir Theodór Elmar. Það voru engir smá karakterar sem Theodór Elmar æfði með hjá Celtic á sínum tíma. Roy Keane og Neil Lennon þar á meðal.Getty Mikið partýstand fyrstu árin Meiðsli settu strik í reikninginn í Skotlandi og þá gekk á ýmsu utan vallar. Sama var uppi á teningunum hjá Lyn í Osló. „Það var mjög mikið partýstand á manni á þessum tíma þegar maður var ungur. Það var bara jafn gaman í Osló og Glasgow fyrir mér. Það er kannski hluti af því að maður meikaði það ekki hjá Celtic, að það var of mikið líf og fjör utan vallar,“ segir Elmar. Það var mikið fjör á djamminu fyrstu árin, í Glasgow og Osló.Getty Launalaus í heimsfaraldri Hvað eftirminnilegast er þá strembinn tími í Tyrklandi. Theodór Elmar fékk þá ekki laun frá félagi sínu í miðjum heimsfaraldri þegar mannskæður jarðskjálfti skók borgina Izmir, hvar hann bjó með fjölskyldunni. „Það var áskorun að vera bæði í Tyrklandi og Grikklandi þegar Covid kom. Sonur minn mátti ekki fara í einhverjar sex vikur og við föst inni hjá okkur. Svo var ég ekki að fá laun á sama tíma. Það var alveg áskorun,“ „En saman komumst við í gegnum þetta. Svo horfir maður til baka hvað þetta var súrrealískt og eiginlega bara fyndið að hafa upplifað þetta,“ segir Elmar. Til að bæta gráu ofan á svart varð einn stærsti jarðskjálti síðari tíma í borginni Izmir þegar Elmar og fjölskylda bjó þar. Jarðskjálftinn varð fyrir sléttum fjórum árum, 30. október 2020, og dró 119 manns til bana. „Við lentum á sama tíma í einhverjum stærsta jarðskjálfta í Izmir, upp á 7,1. Það dó fullt af fólki í kringum mann. Þá var maður bara þakklátur að hafa haft efni á byggingu sem stóð þetta af sér. Það var ekkert grín að vera uppi á 23. hæð dúandi um í þvílíkum jarðskjálfta. Maður man alveg eftir því. Annars, fyrir utan það, hefur þetta eiginlega verið eins og draumur, allur ferillinn,“ segir Elmar.
Fótbolti Íslenski boltinn KR Besta deild karla Mest lesið Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn