Ekki nauðvörn og fimm ára dómur fyrir manndrápstilraun stendur Atli Ísleifsson skrifar 31. október 2024 11:18 Hæstiréttur hafnaði áfrýjunarbeiðni Skúla Helgasonar sem dæmdur var í fimm ára fangelsi í maí. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur hafnað áfrýjunarbeiðni Skúla Helgasonar sem dæmdur var í fimm ára fangelsi í Landsrétti fyrir tilraun til manndráps með því að stinga mann ítekað með vasahníf. Maðurinn vildi meina að um neyðarvörn hafi verið að ræða og að Landsréttur hefði ekki tekið tillit til þess. Landsréttur þyngdi dóm yfir manninum í fimm ár í maí síðastliðinn, en í héraði hafði Skúli, sem er á fertugsaldri, verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi. Í málinu beitti Skúli fyrir sér neyðarvörn, sem Landsréttur féllst ekki á og taldi að Skúla hefði mátt vera ljóst að langlíklegast væri að bani hlytist af árásinni. Í dómum kom fram að Skúli hafi ítrekað stungið annan mann með vasahníf þannig að hann hafi hlotið stunguáverka, þar af einn sem náði inn í kviðarhol og í gegnum milta svo fjarlægja þurfti miltað, og annan sem olli loftbrjósti. Árás í gamlárspartýi Umrædd árás var gerð að morgni nýársdags 2020. Kom fram í dómi að Skúli hafi þar haldið samkvæmi á gamlárskvöld og einnig hjá nágranna hans, en gestir hafi þar farið á milli samkvæmanna. Skúli sagðist hafa neytt áfengis og verið undir töluverðum áhrifum en þó munað eftir rifrildi milli tveggja, sem einnig voru ákærðir í héraði. Hann hafi verið sleginn í gólfið í partíi nágrannans. Seinna hafi einn meðákærði og drengur sem Skúli þekkti ekki ruðst inn til hans með flöskur í hönd. Drengurinn hafi brotið flösku á andlitinu á honum og látið höggin dynja á honum. Hann hafi talið sig hafa dottið út í skamma stund og mundi ekki vel eftir kvöldinu. „[Skúli] mundi þó að hafa verið með lítinn vasahníf í buxnavasanum og hann hafi stungið drenginn, sem hann þekkti ekki, einu sinni,“ sagði í dómi. Ekki sammála Skúla Skúli byggði áfrýjun sína á að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur þar sem málsmeðferð fyrir dómi hefði verið stórlega ábótavant. Þá lyti áfrýjun að atriði sem hefði verulega almenna þýðingu og varði rétt manna til að verja sig fyrir ólögmætum árásum annarra. Hann sagði sömuleiðis rannsókn lögreglu hafa verið ábótavant. „Gefa verði neyðarvarnarsjónarmiðum meiri gaum og gera ítarlega grein fyrir þeim í heildarmati í niðurstöðu dóms,“ segir í ákvörðun Hæstaréttar þar sem farið var yfir áfrýjunbeiðni Skúla. Hæstiréttur ákvað hins vegar að að virtum gögnum málsins yrði ekki séð að málið lyti að atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu eða mjög mikilvægt sé af öðrum ástæðum að fá úrlausn. Þá byggi niðurstaða Landsréttar um sakfellingu á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar en það mat verði ekki endurskoðað fyrir Hæstarétti. Beiðninni sé því hafnað. Dómsmál Tengdar fréttir Reyndi að drepa mann eftir að upp úr sauð á gamlárskvöld Skúli Helgason, karlmaður á fertugsaldri, hefur verið dæmdur til fimm ára fangelsisvistar fyrir tilraun til manndráps, með því að stinga mann ítrekað. Í héraði hlaut hann aðeins þriggja og hálfs árs refsingu. 10. maí 2024 16:51 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Innlent Fleiri fréttir Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Sjá meira
Landsréttur þyngdi dóm yfir manninum í fimm ár í maí síðastliðinn, en í héraði hafði Skúli, sem er á fertugsaldri, verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi. Í málinu beitti Skúli fyrir sér neyðarvörn, sem Landsréttur féllst ekki á og taldi að Skúla hefði mátt vera ljóst að langlíklegast væri að bani hlytist af árásinni. Í dómum kom fram að Skúli hafi ítrekað stungið annan mann með vasahníf þannig að hann hafi hlotið stunguáverka, þar af einn sem náði inn í kviðarhol og í gegnum milta svo fjarlægja þurfti miltað, og annan sem olli loftbrjósti. Árás í gamlárspartýi Umrædd árás var gerð að morgni nýársdags 2020. Kom fram í dómi að Skúli hafi þar haldið samkvæmi á gamlárskvöld og einnig hjá nágranna hans, en gestir hafi þar farið á milli samkvæmanna. Skúli sagðist hafa neytt áfengis og verið undir töluverðum áhrifum en þó munað eftir rifrildi milli tveggja, sem einnig voru ákærðir í héraði. Hann hafi verið sleginn í gólfið í partíi nágrannans. Seinna hafi einn meðákærði og drengur sem Skúli þekkti ekki ruðst inn til hans með flöskur í hönd. Drengurinn hafi brotið flösku á andlitinu á honum og látið höggin dynja á honum. Hann hafi talið sig hafa dottið út í skamma stund og mundi ekki vel eftir kvöldinu. „[Skúli] mundi þó að hafa verið með lítinn vasahníf í buxnavasanum og hann hafi stungið drenginn, sem hann þekkti ekki, einu sinni,“ sagði í dómi. Ekki sammála Skúla Skúli byggði áfrýjun sína á að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur þar sem málsmeðferð fyrir dómi hefði verið stórlega ábótavant. Þá lyti áfrýjun að atriði sem hefði verulega almenna þýðingu og varði rétt manna til að verja sig fyrir ólögmætum árásum annarra. Hann sagði sömuleiðis rannsókn lögreglu hafa verið ábótavant. „Gefa verði neyðarvarnarsjónarmiðum meiri gaum og gera ítarlega grein fyrir þeim í heildarmati í niðurstöðu dóms,“ segir í ákvörðun Hæstaréttar þar sem farið var yfir áfrýjunbeiðni Skúla. Hæstiréttur ákvað hins vegar að að virtum gögnum málsins yrði ekki séð að málið lyti að atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu eða mjög mikilvægt sé af öðrum ástæðum að fá úrlausn. Þá byggi niðurstaða Landsréttar um sakfellingu á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar en það mat verði ekki endurskoðað fyrir Hæstarétti. Beiðninni sé því hafnað.
Dómsmál Tengdar fréttir Reyndi að drepa mann eftir að upp úr sauð á gamlárskvöld Skúli Helgason, karlmaður á fertugsaldri, hefur verið dæmdur til fimm ára fangelsisvistar fyrir tilraun til manndráps, með því að stinga mann ítrekað. Í héraði hlaut hann aðeins þriggja og hálfs árs refsingu. 10. maí 2024 16:51 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Innlent Fleiri fréttir Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Sjá meira
Reyndi að drepa mann eftir að upp úr sauð á gamlárskvöld Skúli Helgason, karlmaður á fertugsaldri, hefur verið dæmdur til fimm ára fangelsisvistar fyrir tilraun til manndráps, með því að stinga mann ítrekað. Í héraði hlaut hann aðeins þriggja og hálfs árs refsingu. 10. maí 2024 16:51