Ekki nauðvörn og fimm ára dómur fyrir manndrápstilraun stendur Atli Ísleifsson skrifar 31. október 2024 11:18 Hæstiréttur hafnaði áfrýjunarbeiðni Skúla Helgasonar sem dæmdur var í fimm ára fangelsi í maí. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur hafnað áfrýjunarbeiðni Skúla Helgasonar sem dæmdur var í fimm ára fangelsi í Landsrétti fyrir tilraun til manndráps með því að stinga mann ítekað með vasahníf. Maðurinn vildi meina að um neyðarvörn hafi verið að ræða og að Landsréttur hefði ekki tekið tillit til þess. Landsréttur þyngdi dóm yfir manninum í fimm ár í maí síðastliðinn, en í héraði hafði Skúli, sem er á fertugsaldri, verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi. Í málinu beitti Skúli fyrir sér neyðarvörn, sem Landsréttur féllst ekki á og taldi að Skúla hefði mátt vera ljóst að langlíklegast væri að bani hlytist af árásinni. Í dómum kom fram að Skúli hafi ítrekað stungið annan mann með vasahníf þannig að hann hafi hlotið stunguáverka, þar af einn sem náði inn í kviðarhol og í gegnum milta svo fjarlægja þurfti miltað, og annan sem olli loftbrjósti. Árás í gamlárspartýi Umrædd árás var gerð að morgni nýársdags 2020. Kom fram í dómi að Skúli hafi þar haldið samkvæmi á gamlárskvöld og einnig hjá nágranna hans, en gestir hafi þar farið á milli samkvæmanna. Skúli sagðist hafa neytt áfengis og verið undir töluverðum áhrifum en þó munað eftir rifrildi milli tveggja, sem einnig voru ákærðir í héraði. Hann hafi verið sleginn í gólfið í partíi nágrannans. Seinna hafi einn meðákærði og drengur sem Skúli þekkti ekki ruðst inn til hans með flöskur í hönd. Drengurinn hafi brotið flösku á andlitinu á honum og látið höggin dynja á honum. Hann hafi talið sig hafa dottið út í skamma stund og mundi ekki vel eftir kvöldinu. „[Skúli] mundi þó að hafa verið með lítinn vasahníf í buxnavasanum og hann hafi stungið drenginn, sem hann þekkti ekki, einu sinni,“ sagði í dómi. Ekki sammála Skúla Skúli byggði áfrýjun sína á að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur þar sem málsmeðferð fyrir dómi hefði verið stórlega ábótavant. Þá lyti áfrýjun að atriði sem hefði verulega almenna þýðingu og varði rétt manna til að verja sig fyrir ólögmætum árásum annarra. Hann sagði sömuleiðis rannsókn lögreglu hafa verið ábótavant. „Gefa verði neyðarvarnarsjónarmiðum meiri gaum og gera ítarlega grein fyrir þeim í heildarmati í niðurstöðu dóms,“ segir í ákvörðun Hæstaréttar þar sem farið var yfir áfrýjunbeiðni Skúla. Hæstiréttur ákvað hins vegar að að virtum gögnum málsins yrði ekki séð að málið lyti að atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu eða mjög mikilvægt sé af öðrum ástæðum að fá úrlausn. Þá byggi niðurstaða Landsréttar um sakfellingu á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar en það mat verði ekki endurskoðað fyrir Hæstarétti. Beiðninni sé því hafnað. Dómsmál Tengdar fréttir Reyndi að drepa mann eftir að upp úr sauð á gamlárskvöld Skúli Helgason, karlmaður á fertugsaldri, hefur verið dæmdur til fimm ára fangelsisvistar fyrir tilraun til manndráps, með því að stinga mann ítrekað. Í héraði hlaut hann aðeins þriggja og hálfs árs refsingu. 10. maí 2024 16:51 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Fleiri fréttir Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Sjá meira
Landsréttur þyngdi dóm yfir manninum í fimm ár í maí síðastliðinn, en í héraði hafði Skúli, sem er á fertugsaldri, verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi. Í málinu beitti Skúli fyrir sér neyðarvörn, sem Landsréttur féllst ekki á og taldi að Skúla hefði mátt vera ljóst að langlíklegast væri að bani hlytist af árásinni. Í dómum kom fram að Skúli hafi ítrekað stungið annan mann með vasahníf þannig að hann hafi hlotið stunguáverka, þar af einn sem náði inn í kviðarhol og í gegnum milta svo fjarlægja þurfti miltað, og annan sem olli loftbrjósti. Árás í gamlárspartýi Umrædd árás var gerð að morgni nýársdags 2020. Kom fram í dómi að Skúli hafi þar haldið samkvæmi á gamlárskvöld og einnig hjá nágranna hans, en gestir hafi þar farið á milli samkvæmanna. Skúli sagðist hafa neytt áfengis og verið undir töluverðum áhrifum en þó munað eftir rifrildi milli tveggja, sem einnig voru ákærðir í héraði. Hann hafi verið sleginn í gólfið í partíi nágrannans. Seinna hafi einn meðákærði og drengur sem Skúli þekkti ekki ruðst inn til hans með flöskur í hönd. Drengurinn hafi brotið flösku á andlitinu á honum og látið höggin dynja á honum. Hann hafi talið sig hafa dottið út í skamma stund og mundi ekki vel eftir kvöldinu. „[Skúli] mundi þó að hafa verið með lítinn vasahníf í buxnavasanum og hann hafi stungið drenginn, sem hann þekkti ekki, einu sinni,“ sagði í dómi. Ekki sammála Skúla Skúli byggði áfrýjun sína á að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur þar sem málsmeðferð fyrir dómi hefði verið stórlega ábótavant. Þá lyti áfrýjun að atriði sem hefði verulega almenna þýðingu og varði rétt manna til að verja sig fyrir ólögmætum árásum annarra. Hann sagði sömuleiðis rannsókn lögreglu hafa verið ábótavant. „Gefa verði neyðarvarnarsjónarmiðum meiri gaum og gera ítarlega grein fyrir þeim í heildarmati í niðurstöðu dóms,“ segir í ákvörðun Hæstaréttar þar sem farið var yfir áfrýjunbeiðni Skúla. Hæstiréttur ákvað hins vegar að að virtum gögnum málsins yrði ekki séð að málið lyti að atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu eða mjög mikilvægt sé af öðrum ástæðum að fá úrlausn. Þá byggi niðurstaða Landsréttar um sakfellingu á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar en það mat verði ekki endurskoðað fyrir Hæstarétti. Beiðninni sé því hafnað.
Dómsmál Tengdar fréttir Reyndi að drepa mann eftir að upp úr sauð á gamlárskvöld Skúli Helgason, karlmaður á fertugsaldri, hefur verið dæmdur til fimm ára fangelsisvistar fyrir tilraun til manndráps, með því að stinga mann ítrekað. Í héraði hlaut hann aðeins þriggja og hálfs árs refsingu. 10. maí 2024 16:51 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Fleiri fréttir Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Sjá meira
Reyndi að drepa mann eftir að upp úr sauð á gamlárskvöld Skúli Helgason, karlmaður á fertugsaldri, hefur verið dæmdur til fimm ára fangelsisvistar fyrir tilraun til manndráps, með því að stinga mann ítrekað. Í héraði hlaut hann aðeins þriggja og hálfs árs refsingu. 10. maí 2024 16:51
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“