Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo skrifar 30. október 2024 07:30 „Þið eigið svo marga orlofsdaga“ fæ ég oft að heyra – sérstaklega þegar kjarabarátta kennara er í umræðunni. Já, 30 dagar eru aðeins meira en hjá mörgum og lögbundna lágmarkið en ég þekki fullt af fólki á almennum markaði sem hefur samið um jafn marga daga. Og það eru ekki einungis kennarar sem hafa 30 orlofsdaga í kjarasamningi, það er algengt á opinberum markaði. „En á sumrin?“ Já, ég á 30 orlofsdaga. Allt árið, líka á sumrin. En ég fæ ekki að ráða hvenær ég tek þá. Ég verð að taka þá alla á sumrin. „En hvað með vetrarfrí og jólafrí og páskafrí?“ Já, þá erum við yfirleitt í fríi frá kennslu enda held ég að fáir myndu vilja að við kenndum á Þorláksmessu, á aðfangadag (fyrir kl. 13) eða á milli jóla og nýárs. Og vetrarfríin sem tíðkast var bætt við skóladagatalið því svo margir foreldrar tóku börnin sín úr skóla á skólatíma fyrir utanlandsferðir og slíkt en reynt var að koma í veg fyrir röskun á námi og skólastarfi eins og unnt er með þessu móti. Þessi „frí“ eru auk þess ekki orlofsdagar heldur koma til af uppsöfnuðu vinnuframlagi umfram venjulega vinnuviku á skólaárinu. Venjuleg vinnuvika nemur 40 klukkustundum en kennarar vinna tæplega 43 klukkustundir á viku. Þessir aukatímar leysa ekki út yfirvinnugreiðslur heldur verðum við á móti að taka þessi frí á fyrirfram ákveðnum tíma. Almennt þegar starfsmaður veikist í orlofi á hann rétt á að taka út orlofið seinna, í samráði við vinnuveitanda. Fyrir kennara er þetta tvenns konar. Annars vegar eru „fríin“ á skólaárinu ekki orlof þannig að kennarinn nýtur þá ekki neinna slíkra réttinda, það væri bara synd að verða veikur. Hins vegar eru það orlofsdagar á sumrin. Kennari sem veikist þá þarf að taka út uppsöfnuðu orlofsdagana á endurmenntunartímabilinu sem fer fram í byrjun ágúst. Það er síðan ekki fyrr en allir endurmenntunartímar klárast sem hann á rétt til að taka út orlofið á öðrum tíma í samráði við vinnuveitanda. Og hér er ekki farið út í það hvernig kennarar raunverulega nýta „fríin“ sem er yfirleitt í undirbúning kennslu, yfirferð verkefna og námsmat, eða jafnvel í endurmenntun! Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Sjá meira
„Þið eigið svo marga orlofsdaga“ fæ ég oft að heyra – sérstaklega þegar kjarabarátta kennara er í umræðunni. Já, 30 dagar eru aðeins meira en hjá mörgum og lögbundna lágmarkið en ég þekki fullt af fólki á almennum markaði sem hefur samið um jafn marga daga. Og það eru ekki einungis kennarar sem hafa 30 orlofsdaga í kjarasamningi, það er algengt á opinberum markaði. „En á sumrin?“ Já, ég á 30 orlofsdaga. Allt árið, líka á sumrin. En ég fæ ekki að ráða hvenær ég tek þá. Ég verð að taka þá alla á sumrin. „En hvað með vetrarfrí og jólafrí og páskafrí?“ Já, þá erum við yfirleitt í fríi frá kennslu enda held ég að fáir myndu vilja að við kenndum á Þorláksmessu, á aðfangadag (fyrir kl. 13) eða á milli jóla og nýárs. Og vetrarfríin sem tíðkast var bætt við skóladagatalið því svo margir foreldrar tóku börnin sín úr skóla á skólatíma fyrir utanlandsferðir og slíkt en reynt var að koma í veg fyrir röskun á námi og skólastarfi eins og unnt er með þessu móti. Þessi „frí“ eru auk þess ekki orlofsdagar heldur koma til af uppsöfnuðu vinnuframlagi umfram venjulega vinnuviku á skólaárinu. Venjuleg vinnuvika nemur 40 klukkustundum en kennarar vinna tæplega 43 klukkustundir á viku. Þessir aukatímar leysa ekki út yfirvinnugreiðslur heldur verðum við á móti að taka þessi frí á fyrirfram ákveðnum tíma. Almennt þegar starfsmaður veikist í orlofi á hann rétt á að taka út orlofið seinna, í samráði við vinnuveitanda. Fyrir kennara er þetta tvenns konar. Annars vegar eru „fríin“ á skólaárinu ekki orlof þannig að kennarinn nýtur þá ekki neinna slíkra réttinda, það væri bara synd að verða veikur. Hins vegar eru það orlofsdagar á sumrin. Kennari sem veikist þá þarf að taka út uppsöfnuðu orlofsdagana á endurmenntunartímabilinu sem fer fram í byrjun ágúst. Það er síðan ekki fyrr en allir endurmenntunartímar klárast sem hann á rétt til að taka út orlofið á öðrum tíma í samráði við vinnuveitanda. Og hér er ekki farið út í það hvernig kennarar raunverulega nýta „fríin“ sem er yfirleitt í undirbúning kennslu, yfirferð verkefna og námsmat, eða jafnvel í endurmenntun! Höfundur er kennari.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun