Sakborningur á áttræðisaldri segist hafa fengið greiðslur frá syni sínum Jón Þór Stefánsson skrifar 29. október 2024 16:35 Sakborningar Sólheimajökulsmálsins eru á annan tug og því hefur verið þéttsetinn dómsalur í Héraðdómi Reykjavíkur vegna málsins. Vísir/Vilhelm Karlmaður á áttræðisaldri sem er einn sakborninga Sólheimajökulsmálsins svokallaða gaf skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann er ákærður fyrir að hafa haft í vörslu sinni 170 grömm af amfetamíni og 667 grömm af kókaíni. Efnin fundust á heimili mannsins í Reykjavík en þau eru sögð hafa verið ætluð til söludreifingar hér á landi. Málið hefur verið kennt við Sólheimajökul sem var nafn á hópspjalli sakborninga á samskiptaforritinu Signal. Sakborningarnir voru upphaflega átján talsins en þrír ákærðu hafa játað sök. Mál þeirra verða tekin fyrir sérstaklega. Þeim er gefið að sök að hafa staðið í skipulagðri brotastarfsemi, með innflutningi, vörslu og sölu á fíkniefnum. Maðurinn er faðir annars sakbornings málsins, hvers þáttur er talinn vera stærri, en sá er grunaður um að taka þátt í skipulagðri brotastarfsemi. Fyrir dómi í dag neitaði maðurinn sök, en neitaði jafnframt að svara flestum spurningum ákæruvaldsins. „Ég ætla ekki að tjá mig neitt um þetta,“ sagði hann, en svör hans við flestum spurningum Karls Inga Vilbergssonar saksóknara voru á þá leið. Maðurinn var spurður út í hvort hann hefði fengið einhverjar greiðslur í tengslum við málið. „Voða litlar,“ sagði hann. „Hversu litlar?“ spurði Karl Ingi. „Svona upp og ofan.“ Hann sagðist hafa fengið þessar greiðslur frá syni sínum. Hann neitaði hins vegar að tjá sig um hvenær eða hversu oft hann hefði fengið þessar greiðslur. Maðurinn var einnig spurður út í skilaboð á samskiptamiðlum, en í lögreglugögnum sagði að hann hefði á einhverjum tímapunkti verið ósáttur með að fá ekki hundrað þúsund krónur. Hann neitað alfarið að tjá sig um það. Elstu tveir sakborningar málsins, maðurinn sem er 71 árs og eldri kona sem er 63 ára gömul, hafa nú bæði gefið skýrslu, en þau eru bæði ákærð fyrir vörslu fíkniefna. Nánar má lesa um framburð konunnar, sem og dóttur hennar, hér. Sólheimajökulsmálið Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Fleiri fréttir Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Sjá meira
Efnin fundust á heimili mannsins í Reykjavík en þau eru sögð hafa verið ætluð til söludreifingar hér á landi. Málið hefur verið kennt við Sólheimajökul sem var nafn á hópspjalli sakborninga á samskiptaforritinu Signal. Sakborningarnir voru upphaflega átján talsins en þrír ákærðu hafa játað sök. Mál þeirra verða tekin fyrir sérstaklega. Þeim er gefið að sök að hafa staðið í skipulagðri brotastarfsemi, með innflutningi, vörslu og sölu á fíkniefnum. Maðurinn er faðir annars sakbornings málsins, hvers þáttur er talinn vera stærri, en sá er grunaður um að taka þátt í skipulagðri brotastarfsemi. Fyrir dómi í dag neitaði maðurinn sök, en neitaði jafnframt að svara flestum spurningum ákæruvaldsins. „Ég ætla ekki að tjá mig neitt um þetta,“ sagði hann, en svör hans við flestum spurningum Karls Inga Vilbergssonar saksóknara voru á þá leið. Maðurinn var spurður út í hvort hann hefði fengið einhverjar greiðslur í tengslum við málið. „Voða litlar,“ sagði hann. „Hversu litlar?“ spurði Karl Ingi. „Svona upp og ofan.“ Hann sagðist hafa fengið þessar greiðslur frá syni sínum. Hann neitaði hins vegar að tjá sig um hvenær eða hversu oft hann hefði fengið þessar greiðslur. Maðurinn var einnig spurður út í skilaboð á samskiptamiðlum, en í lögreglugögnum sagði að hann hefði á einhverjum tímapunkti verið ósáttur með að fá ekki hundrað þúsund krónur. Hann neitað alfarið að tjá sig um það. Elstu tveir sakborningar málsins, maðurinn sem er 71 árs og eldri kona sem er 63 ára gömul, hafa nú bæði gefið skýrslu, en þau eru bæði ákærð fyrir vörslu fíkniefna. Nánar má lesa um framburð konunnar, sem og dóttur hennar, hér.
Sólheimajökulsmálið Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Fleiri fréttir Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Sjá meira