Lögfestum leikskólastigið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 29. október 2024 06:32 Það er löngu tímabært að tryggja öllum börnum leikskóladvöl með því að lögfesta leikskólastigið. Sú breyting er lykilatriði í því að brúa bilið sem enn er á milli fæðingarorlofs og leikskóla og veldur fjölmörgum fjölskyldum miklum vandræðum. Í velferðarsamfélagi sem byggir á jöfnuði og jafnrétti er ótækt að fjölskyldur búi við kvíða og afkomuótta í kjölfar barneigna. Það er því réttlát krafa að brúa bilið – með hagsmuni barna og kvenfrelsi að leiðarljósi. Afstaða VG er skýr og birtist meðal annars í stuðningsaðgerðum stjórnvalda við gerð kjarasamninga í vetur sem leið. Þar var sammælst um að ríki, sveitarfélög og aðilar vinnumarkaðarins myndu taka höndum saman og vinna með markvissum hætti að því að brúa umönnunarbilið með því að tryggja öllum börnum leikskólapláss frá lokum fæðingarorlofs. Leiðréttum misjafnt aðgengi að leikskólum Menntakerfið er mikilvægasta jöfnunartæki samfélagsins og leikskólinn er skilgreindur sem fyrsta skólastigið. Öll börn eiga að hafa aðgang að leikskóla eftir að fæðingarorlofi lýkur. Gögn sýna hins vegar að börn innflytjenda fara síður í leikskóla og Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) mælti sérstaklega gegn heimgreiðslum í nýrri skýrslu fyrir félags- og vinnumarkaðsráðuneytið þar sem þær gangi gegn hagsmunum innflytjendakvenna. Skýr birtingarmynd launamisréttis Góðar starfsaðstæður leikskólakennara og starfsfólks leikskóla er grundvallaratriði og ófrávíkjanleg krafa. Mikill meirihluti starfsfólks leikskóla eru konur á allt of lágum launum sem er sennilega ein skýrasta birtingarmynd launamisréttis og vanmats á virði kvennastarfa. Þetta verður að leiðrétta. Umönnunarbilið kemur líka verr niður á mæðrum en feðrum þegar litið er til tekna, tækifæra á vinnumarkaði og lífeyrisréttinda. Á meðan tekjur feðra lækka um 3-5% við fæðingu barns og eru orðnar þær sömu og áður að ári liðnu, þá lækka tekjur mæðra um 30-50% og á þriðja ári barnsins eru þær enn umtalsvert lægri en áður. Þetta er óþolandi óréttlæti sem verður að leiðrétta. Gjaldfrjálst, lögfest leikskólastig Leiðin er ekki Kópavogsmódelið, ekki að fjölga lokunardögum eða skráningardögum, hækka gjaldskrár eða taka upp heimgreiðslur. Mikilvægasta skrefið sem við getum stigið er að lögfesta leikskólastigið strax að loknu fæðingarorlofi og gera það gjaldfrjálst. Þetta má gera í áföngum. Endurmat á virði kvennastarfa Nauðsynlegt er að endurmeta virði kvennastarfa og þar með talið kennara og starfsfólks á leikskólum og tryggja þeim og börnunum framúrskarandi aðstæður. Öflugir og vel búnir leikskólar eru grunnforsenda jöfnuðar og kvenfrelsis. Það er sennilega fátt sem sameinar betur að tryggja jafnrétti kynjanna og grundvallarréttindi allra barna til menntunar. Dregið úr stéttskiptingu Með lögfestingu leikskólastigsins væri gerð grundvallarbreyting á íslensku menntakerfi. Draga myndi úr stéttskiptingu með því að öll börn sæki leikskóla og auka til muna möguleika og tækifæri kvenna á vinnumarkaði. Lögfesting leikskólastigsins er hluti af réttlátum samfélagsbreytingum sem þurfa að verða í íslensku samfélagi. Höfundur er varaformaður Vinstri grænna og alþingismaður Suðvesturkjördæmis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Vinstri græn Leikskólar Skóla- og menntamál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Það er löngu tímabært að tryggja öllum börnum leikskóladvöl með því að lögfesta leikskólastigið. Sú breyting er lykilatriði í því að brúa bilið sem enn er á milli fæðingarorlofs og leikskóla og veldur fjölmörgum fjölskyldum miklum vandræðum. Í velferðarsamfélagi sem byggir á jöfnuði og jafnrétti er ótækt að fjölskyldur búi við kvíða og afkomuótta í kjölfar barneigna. Það er því réttlát krafa að brúa bilið – með hagsmuni barna og kvenfrelsi að leiðarljósi. Afstaða VG er skýr og birtist meðal annars í stuðningsaðgerðum stjórnvalda við gerð kjarasamninga í vetur sem leið. Þar var sammælst um að ríki, sveitarfélög og aðilar vinnumarkaðarins myndu taka höndum saman og vinna með markvissum hætti að því að brúa umönnunarbilið með því að tryggja öllum börnum leikskólapláss frá lokum fæðingarorlofs. Leiðréttum misjafnt aðgengi að leikskólum Menntakerfið er mikilvægasta jöfnunartæki samfélagsins og leikskólinn er skilgreindur sem fyrsta skólastigið. Öll börn eiga að hafa aðgang að leikskóla eftir að fæðingarorlofi lýkur. Gögn sýna hins vegar að börn innflytjenda fara síður í leikskóla og Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) mælti sérstaklega gegn heimgreiðslum í nýrri skýrslu fyrir félags- og vinnumarkaðsráðuneytið þar sem þær gangi gegn hagsmunum innflytjendakvenna. Skýr birtingarmynd launamisréttis Góðar starfsaðstæður leikskólakennara og starfsfólks leikskóla er grundvallaratriði og ófrávíkjanleg krafa. Mikill meirihluti starfsfólks leikskóla eru konur á allt of lágum launum sem er sennilega ein skýrasta birtingarmynd launamisréttis og vanmats á virði kvennastarfa. Þetta verður að leiðrétta. Umönnunarbilið kemur líka verr niður á mæðrum en feðrum þegar litið er til tekna, tækifæra á vinnumarkaði og lífeyrisréttinda. Á meðan tekjur feðra lækka um 3-5% við fæðingu barns og eru orðnar þær sömu og áður að ári liðnu, þá lækka tekjur mæðra um 30-50% og á þriðja ári barnsins eru þær enn umtalsvert lægri en áður. Þetta er óþolandi óréttlæti sem verður að leiðrétta. Gjaldfrjálst, lögfest leikskólastig Leiðin er ekki Kópavogsmódelið, ekki að fjölga lokunardögum eða skráningardögum, hækka gjaldskrár eða taka upp heimgreiðslur. Mikilvægasta skrefið sem við getum stigið er að lögfesta leikskólastigið strax að loknu fæðingarorlofi og gera það gjaldfrjálst. Þetta má gera í áföngum. Endurmat á virði kvennastarfa Nauðsynlegt er að endurmeta virði kvennastarfa og þar með talið kennara og starfsfólks á leikskólum og tryggja þeim og börnunum framúrskarandi aðstæður. Öflugir og vel búnir leikskólar eru grunnforsenda jöfnuðar og kvenfrelsis. Það er sennilega fátt sem sameinar betur að tryggja jafnrétti kynjanna og grundvallarréttindi allra barna til menntunar. Dregið úr stéttskiptingu Með lögfestingu leikskólastigsins væri gerð grundvallarbreyting á íslensku menntakerfi. Draga myndi úr stéttskiptingu með því að öll börn sæki leikskóla og auka til muna möguleika og tækifæri kvenna á vinnumarkaði. Lögfesting leikskólastigsins er hluti af réttlátum samfélagsbreytingum sem þurfa að verða í íslensku samfélagi. Höfundur er varaformaður Vinstri grænna og alþingismaður Suðvesturkjördæmis
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun