Þröng á þingi í umfangsmiklu fíkniefnamáli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. október 2024 10:14 Aukaborði hefur verið komið fyrir í dómssal 101. Hér má sjá Þorgils Þorgilsson og fleiri verjendur í bláum og svörtum skikkjum. Sakborningar í úlpum og með derhúfu í öftustu röð. Vísir/vilhelm Það er þröng á þingi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þar sem aðalmeðferð í stóra fíkniefnamálinu svokallaða fer fram. Átján eru talin tengjast þaulskipulögðum innflutningi á fíkniefnum til landsins með skemmtiferðaskipum. Verjandi fylgir hverjum sakborningi, blaðamenn eru þónokkrir og vegna fjöldans er aðalmeðferðinni streymt í annan dómsal. Jón Ingi Sveinsson 47 ára og Pétur Þór Elíasson 36 ára eru taldir vera höfuðpaurar í málinu. Þeir hafi skipulagt innflutninginn, útvegað öðrum hlutverk og greitt fyrir þátttöku í skipulögðum glæpum. Málið, sem er afar umfangsmikið, hefur verið til rannsóknar hjá lögreglu um langt skeið. Skemmtiferðaskipið AIDAsol kom til landsins þann 11. apríl síðastliðinn. Tveir menn báru eldhúspotta úr málmi út úr skipinu í bláum Ikea-innkaupapokum en þriðji maður tók við pottunum. Um 2,2 kíló af kókaíni fundust falin í pottunum. Sakborningur mætir í dómsal.Vísir/vilhelm Í greinargerð lögreglu sem birtist í gæsluvarðhaldsúrskurði á dögunum kom fram að lögregla teldi uppbyggingu og hlutverkaskiptingu innan hópsins hafa verið þaulskipulagða. Jón Ingi hafi verið í spjallhóp ásamt sjö öðrum á samskiptaforritinu Signal. Allir hafi þar verið undir dulnefni. Jón Ingi er talinn hafa verið yfir allri starfseminni í söluhópnum. Þar hafi hann rætt starfsemina eins og um fyrirtæki væri að ræða og rætt um hlutverk allra í hópnum. Nefnt er að þegar ein konan var handtekin sagðist hann ekki hafa undirbúið hana nægilega vel varðandi hvernig hún ætti að bregðast við ef hún skildi verða handtekin. Lambúshettur voru algeng sjón í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.vísir/vilhelm Fíkniefni fundust meðal annars á heimilum foreldra fólks úr hópnum sem fyrir vikið er meðal sakborninga í málinu. Fólk komið á sjötugs- og áttræðisaldur. Þá kemur fram í greinargerð lögreglu að peningaþvætti hafi farið fram með því að láta poka troðfulla af peningum ganga á milli manna. Maður sem var tekinn með um tólf milljónir króna í poka sagðist við handtöku ekki hafa vitað hvað væri í pokanum. Þá hefur annar sakborningur í málinu sem stöðvaður var á leið úr landi með um sextán milljónir króna í reiðufé í farangri sínum hafa ekkert kannast við peningana. Hann viðurkenndi síðar hafa fengið val að greiða tæplega milljón í fíkniefnaskuld eða fara með peningana úr landi. Málið var þingfest í ágúst og neituðu allir sakborningar sök. Síðan þá hafa einn eða tveir breytt afstöðu sinni til málsins. Sakborningarnir huldu allir höfuð sín þegar þeir mættu til þingfestingarinnar. Margir voru með sólgleraugu á nefinu, hettu eða jafnvel sjal yfir andlitið. Höfðu engan áhuga á að þekkjast utan dómssalarins. Sakborningur mætir í héraðsdóm í morgun.Vísir/vilhelm Svipað var uppi á teningnum í morgun þegar sakborningar streymdu í héraðsdóm. Vegna mikils fjölda sakborninga var planað að hafa streymi frá aðalmeðferðinni í öðrum sal í húsinu. Vísir mun fjalla um það sem fram fer í héraðsdómi. Sólheimajökulsmálið Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Jón Ingi Sveinsson 47 ára og Pétur Þór Elíasson 36 ára eru taldir vera höfuðpaurar í málinu. Þeir hafi skipulagt innflutninginn, útvegað öðrum hlutverk og greitt fyrir þátttöku í skipulögðum glæpum. Málið, sem er afar umfangsmikið, hefur verið til rannsóknar hjá lögreglu um langt skeið. Skemmtiferðaskipið AIDAsol kom til landsins þann 11. apríl síðastliðinn. Tveir menn báru eldhúspotta úr málmi út úr skipinu í bláum Ikea-innkaupapokum en þriðji maður tók við pottunum. Um 2,2 kíló af kókaíni fundust falin í pottunum. Sakborningur mætir í dómsal.Vísir/vilhelm Í greinargerð lögreglu sem birtist í gæsluvarðhaldsúrskurði á dögunum kom fram að lögregla teldi uppbyggingu og hlutverkaskiptingu innan hópsins hafa verið þaulskipulagða. Jón Ingi hafi verið í spjallhóp ásamt sjö öðrum á samskiptaforritinu Signal. Allir hafi þar verið undir dulnefni. Jón Ingi er talinn hafa verið yfir allri starfseminni í söluhópnum. Þar hafi hann rætt starfsemina eins og um fyrirtæki væri að ræða og rætt um hlutverk allra í hópnum. Nefnt er að þegar ein konan var handtekin sagðist hann ekki hafa undirbúið hana nægilega vel varðandi hvernig hún ætti að bregðast við ef hún skildi verða handtekin. Lambúshettur voru algeng sjón í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.vísir/vilhelm Fíkniefni fundust meðal annars á heimilum foreldra fólks úr hópnum sem fyrir vikið er meðal sakborninga í málinu. Fólk komið á sjötugs- og áttræðisaldur. Þá kemur fram í greinargerð lögreglu að peningaþvætti hafi farið fram með því að láta poka troðfulla af peningum ganga á milli manna. Maður sem var tekinn með um tólf milljónir króna í poka sagðist við handtöku ekki hafa vitað hvað væri í pokanum. Þá hefur annar sakborningur í málinu sem stöðvaður var á leið úr landi með um sextán milljónir króna í reiðufé í farangri sínum hafa ekkert kannast við peningana. Hann viðurkenndi síðar hafa fengið val að greiða tæplega milljón í fíkniefnaskuld eða fara með peningana úr landi. Málið var þingfest í ágúst og neituðu allir sakborningar sök. Síðan þá hafa einn eða tveir breytt afstöðu sinni til málsins. Sakborningarnir huldu allir höfuð sín þegar þeir mættu til þingfestingarinnar. Margir voru með sólgleraugu á nefinu, hettu eða jafnvel sjal yfir andlitið. Höfðu engan áhuga á að þekkjast utan dómssalarins. Sakborningur mætir í héraðsdóm í morgun.Vísir/vilhelm Svipað var uppi á teningnum í morgun þegar sakborningar streymdu í héraðsdóm. Vegna mikils fjölda sakborninga var planað að hafa streymi frá aðalmeðferðinni í öðrum sal í húsinu. Vísir mun fjalla um það sem fram fer í héraðsdómi.
Sólheimajökulsmálið Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira