Hærri laun eða viðhalda áunnum réttindum! Hvernig verðleggjum við menntun barnanna okkar? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar 25. október 2024 11:32 Formaður samninganefndar sveitarfélaga, Inga Rún Ólafsdóttir, var í viðtali á Rás 2 þann 24. október 2024. Það var áhugavert að heyra rök hennar fyrir því hvers vegna ekki sé hægt að verða við kröfum kennara. Hún benti á að opinberir starfsmenn, þ.m.t. kennarar, njóti meiri réttinda en fólk á almennum vinnumarkaði. Þar nefndi hún aukinn veikindarétt, orlofsrétt, auk yfirráða yfir eigin vinnutíma. Einnig sagði hún að vinnuálagið væri minna en á almennum vinnumarkaði. Inga Rún sagði að ef orðið yrði við launakröfum kennara myndi vinnumagnið aukast og að því fylgdi stytting á vetrar- og sumarleyfi, auk þess sem páskafríið og þrjár vikur á launum vegna símenntunar myndu falla niður. Í stað þess að hækka launin lagði hún til að fjölga starfsheitum til stuðnings kennurum, til að létta undir með þeim. Hún fullyrti einnig að það vantaði ekki peninga, nóg væri til, en mikilvægt væri að deila þeim betur og útvega kennurum aðstoðarfólk. Jafnframt nefndi hún að kennarar væru frábærir og að við þyrftum að hlúa betur að þeim, en þó bætti hún við að kennarar væru "viðkvæmir og móðgunargjarnir." Það virðist ekki renna upp fyrir Ingu Rún að kennsla felur í sér undirbúning, kennsluna sjálfa og yfirferð verkefna, sem að jafnaði gerir 43 klukkustundir á viku miðað við 100% starf. Manni verður orðavant við að svara þessum sjónarmiðum, og tilfinningin er sú að stefni í langt kennaraverkfall. Meðallaun kennara sem eru sérfræðingar í fræðslustarfsemi eru um 800þ. á mánuði, á meðan meðallaun sérfræðinga á almennum markaði eru um 1.100þ. krónur á mánuði. Félagsmenn Kennarasambands Íslands hafa beðið í átta ár eftir að viðsemjendur þeirra, ríki, borg og sveitarfélög, standi við loforð frá 2016 um að jafna ómálefnalegan launamun milli opinbera og almenns markaðar. Kennarastéttin er þvinguð til að taka að sér aðra vinnu samhliða kennslunni til að láta enda ná saman, því launin duga oft ekki. Það er því miður ríkjandi viðhorf á Íslandi að það sé eðlilegt að vinna tvær til þrjár vinnur í stað þess að ein vinna dugi til framfærslu. Kennaranám krefst að meðaltali fimm ára háskólanáms, sem miðar að því að undirbúa börn og unglinga fyrir lífið með því að tryggja þeim jöfn tækifæri. Hvernig verðleggjum við menntun barnanna okkar! Höfundur er framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Skoðun Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Sjá meira
Formaður samninganefndar sveitarfélaga, Inga Rún Ólafsdóttir, var í viðtali á Rás 2 þann 24. október 2024. Það var áhugavert að heyra rök hennar fyrir því hvers vegna ekki sé hægt að verða við kröfum kennara. Hún benti á að opinberir starfsmenn, þ.m.t. kennarar, njóti meiri réttinda en fólk á almennum vinnumarkaði. Þar nefndi hún aukinn veikindarétt, orlofsrétt, auk yfirráða yfir eigin vinnutíma. Einnig sagði hún að vinnuálagið væri minna en á almennum vinnumarkaði. Inga Rún sagði að ef orðið yrði við launakröfum kennara myndi vinnumagnið aukast og að því fylgdi stytting á vetrar- og sumarleyfi, auk þess sem páskafríið og þrjár vikur á launum vegna símenntunar myndu falla niður. Í stað þess að hækka launin lagði hún til að fjölga starfsheitum til stuðnings kennurum, til að létta undir með þeim. Hún fullyrti einnig að það vantaði ekki peninga, nóg væri til, en mikilvægt væri að deila þeim betur og útvega kennurum aðstoðarfólk. Jafnframt nefndi hún að kennarar væru frábærir og að við þyrftum að hlúa betur að þeim, en þó bætti hún við að kennarar væru "viðkvæmir og móðgunargjarnir." Það virðist ekki renna upp fyrir Ingu Rún að kennsla felur í sér undirbúning, kennsluna sjálfa og yfirferð verkefna, sem að jafnaði gerir 43 klukkustundir á viku miðað við 100% starf. Manni verður orðavant við að svara þessum sjónarmiðum, og tilfinningin er sú að stefni í langt kennaraverkfall. Meðallaun kennara sem eru sérfræðingar í fræðslustarfsemi eru um 800þ. á mánuði, á meðan meðallaun sérfræðinga á almennum markaði eru um 1.100þ. krónur á mánuði. Félagsmenn Kennarasambands Íslands hafa beðið í átta ár eftir að viðsemjendur þeirra, ríki, borg og sveitarfélög, standi við loforð frá 2016 um að jafna ómálefnalegan launamun milli opinbera og almenns markaðar. Kennarastéttin er þvinguð til að taka að sér aðra vinnu samhliða kennslunni til að láta enda ná saman, því launin duga oft ekki. Það er því miður ríkjandi viðhorf á Íslandi að það sé eðlilegt að vinna tvær til þrjár vinnur í stað þess að ein vinna dugi til framfærslu. Kennaranám krefst að meðaltali fimm ára háskólanáms, sem miðar að því að undirbúa börn og unglinga fyrir lífið með því að tryggja þeim jöfn tækifæri. Hvernig verðleggjum við menntun barnanna okkar! Höfundur er framhaldsskólakennari.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun