Taldi kennara hafa komið kröfum sínum ítrekað á framfæri Kjartan Kjartansson skrifar 23. október 2024 13:35 Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, í Landsrétti þar sem félagsdómur er til húsa í morgun. Vísir/Vilhelm Félagsdómur taldi að Kennarasamband Íslands hefði ítrekað komið kröfum sínum á framfæri við Samband íslenskra sveitarfélaga áður en það boðaði til verkfallsaðgerða. Kennarasambandið var sýknað af kröfu sveitarfélaganna um að verkfallsboðunin væri lýst ólögmæt. Samband íslenskra sveitarfélaga stefndi Kennarasambandi Íslands fyrir félagsdómi á þeim forsendum að verkfallsboðunin hefði verið ólögleg þar sem engin kröfugerð hefði verið lögð fram. Félagsdómur sýknaði Kennarasambandið af kröfunni í morgun. Í dómi félagsdóms er rakið að Kennarasambandið hafi ítrekað komið á framfæri þeim kröfum sínum að samkomulag um jöfnun launa á milli opinbera og almenna vinnumarkaðarsins frá árinu 2016 yrði efnt af hálfu sveitarfélaganna. Kennarar hefðu ennfremur lagt fram afstöðu sína til þeirrar aðferðafræði og viðmiða sem þeir teldu að ætti að beita við greiningu á launamun á milli markaðanna. Það hefðu sveitarfélögin ekki gert. Krafan um efndir samkomulagsins hluti af viðræðunum Viðræður deiluaðila, sem hafa staðið yfir frá því í febrúar, hafi meðal annars snúist um efndirnar á samkomulaginu frá 2016. Félagsdómur taldi að kröfur kennara stæðust lög og því yrði ekki fallist á rök sveitarfélaganna að boðuð verkföll gætu ekki þjónað þeim tilgangi að stuðla að framgangi krafnanna. Benti félagsdómur á að hvorki væri mælt fyrir um með hvaða hætti kröfugerð skyldi sett fram í lögum né sett skilyrði fyrir efnislegu inntaki hennar. Þá væri ekki skilyrði um á hvaða stigi viðræðna væri heimilt að boða til verkfalls. Ekki giltu sömu lög um kjaradeilu kennara við sveitarfélögin og um almenna vinnumarkaðinn þar sem frekari skilyrði væru sitt fyrir boðun verkfallsaðgerða. Að óbreyttu hefjast verkföll í fjórum leikskólum, fjórum grunnskólum, tveimur framhaldsskólum og einum tónlistarskóla þriðjudaginn 29. október. Verkföllinn í leikskólunum eru ótímabundin en í tímabundin í hinum skólunum. Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Dómsmál Skóla- og menntamál Leikskólar Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sjá meira
Samband íslenskra sveitarfélaga stefndi Kennarasambandi Íslands fyrir félagsdómi á þeim forsendum að verkfallsboðunin hefði verið ólögleg þar sem engin kröfugerð hefði verið lögð fram. Félagsdómur sýknaði Kennarasambandið af kröfunni í morgun. Í dómi félagsdóms er rakið að Kennarasambandið hafi ítrekað komið á framfæri þeim kröfum sínum að samkomulag um jöfnun launa á milli opinbera og almenna vinnumarkaðarsins frá árinu 2016 yrði efnt af hálfu sveitarfélaganna. Kennarar hefðu ennfremur lagt fram afstöðu sína til þeirrar aðferðafræði og viðmiða sem þeir teldu að ætti að beita við greiningu á launamun á milli markaðanna. Það hefðu sveitarfélögin ekki gert. Krafan um efndir samkomulagsins hluti af viðræðunum Viðræður deiluaðila, sem hafa staðið yfir frá því í febrúar, hafi meðal annars snúist um efndirnar á samkomulaginu frá 2016. Félagsdómur taldi að kröfur kennara stæðust lög og því yrði ekki fallist á rök sveitarfélaganna að boðuð verkföll gætu ekki þjónað þeim tilgangi að stuðla að framgangi krafnanna. Benti félagsdómur á að hvorki væri mælt fyrir um með hvaða hætti kröfugerð skyldi sett fram í lögum né sett skilyrði fyrir efnislegu inntaki hennar. Þá væri ekki skilyrði um á hvaða stigi viðræðna væri heimilt að boða til verkfalls. Ekki giltu sömu lög um kjaradeilu kennara við sveitarfélögin og um almenna vinnumarkaðinn þar sem frekari skilyrði væru sitt fyrir boðun verkfallsaðgerða. Að óbreyttu hefjast verkföll í fjórum leikskólum, fjórum grunnskólum, tveimur framhaldsskólum og einum tónlistarskóla þriðjudaginn 29. október. Verkföllinn í leikskólunum eru ótímabundin en í tímabundin í hinum skólunum.
Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Dómsmál Skóla- og menntamál Leikskólar Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sjá meira