„Við erum ekkert ofboðslega hrifin af þessari dramatík“ Lovísa Arnardóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 14. október 2024 14:57 Lilja Dögg Alfreðsdóttir ráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins segir skynsamlegast að klára fjárlögin. Vísir/Vilhelm Lilja Dögg Alfreðsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins segir stjórnarsamstarfinu augljóslega lokið. Það þurfi að klára lykilmál eins og fjárlög en það séu kosningar framunda. Framsóknarflokkurinn sé tilbúinn. Það skipti mestu máli að vextir halda áfram að lækka og koma efnahagsmálunum í lag. Lilja ræddi við fréttamann að loknum þingflokksfundi. Hún segir ákvörðun Bjarna ekki koma sér á óvart heldur kannski frekar hvernig það var gert. Framsóknarflokkurinn sé flokkur ábyrgðar og þau reyni að hafa samvinnu að leiðarljósi. „Ég hefði kannski gert þetta öðruvísi ef ég hefði verið í þessari stöðu.” Hún segir þau alvön kosningum en kannanir bendi til þess að þau gætu þurft að hafa fyrir fylginu. Hún segist sannfærð um að flokkurinn komi vel út úr þessum kosningum. Hvort ríkisstjórnin nái að starfa áfram fram að kosningum segir Lilja mikilvægast að klára þau mál sem þarf að klára. Hún segir farsælast að láta hlutina ganga upp og klára það sem klára þarf. „Þjóðin á það skilið að landinu sé stýrt og við tökum að sjálfstöðu þátt í því,“ segir Lilja. Formennirnir muni tala saman um það hvernig framhaldið verður. Hún sé ekki mikið fyrir dramatík og hennar tilfinning sé að kjósendum líði þannig líka. „Fyrst að forsætisráðherra og hans flokkur treysti sér ekki til þess að klára þetta, það liggur fyrir,“ segir Lilja. Ekki staðan sem hún vildi sjá Hvað gerist næst verði að koma í ljós. Framsóknarflokkurinn sé samvinnuflokkur sem setji heimilin fyrst og hún vilji ekki tefla því í tvísýnu. Hún hafi ekki endilega viljað þessa stöðu en þau vinni úr henni. „Ég tel að það sé skynsamlegast að flokkarnir komi sér saman um það hvernig fjárlögin verði kláruð svo það verði engir lausar endar þar. Það er hægt að gera það hratt og örugglega,“ segir Lilja. Þá eigi að reyna að kjósa sem fyrst. Boltinn sé hjá kjósendum. Flokkarnir þurfi nýtt umboð til að halda þeim verkefnum áfram sem þeir vilji vinna að. „Framsóknarflokkurinn er ábyrgur flokkur og við erum ekkert ofboðslega hrifin af þessari dramatík sem er búin að vera að eiga sér stað, svo ég segi það hreint út.“ Alþingi Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Fleiri fréttir Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Sjá meira
Hún segir ákvörðun Bjarna ekki koma sér á óvart heldur kannski frekar hvernig það var gert. Framsóknarflokkurinn sé flokkur ábyrgðar og þau reyni að hafa samvinnu að leiðarljósi. „Ég hefði kannski gert þetta öðruvísi ef ég hefði verið í þessari stöðu.” Hún segir þau alvön kosningum en kannanir bendi til þess að þau gætu þurft að hafa fyrir fylginu. Hún segist sannfærð um að flokkurinn komi vel út úr þessum kosningum. Hvort ríkisstjórnin nái að starfa áfram fram að kosningum segir Lilja mikilvægast að klára þau mál sem þarf að klára. Hún segir farsælast að láta hlutina ganga upp og klára það sem klára þarf. „Þjóðin á það skilið að landinu sé stýrt og við tökum að sjálfstöðu þátt í því,“ segir Lilja. Formennirnir muni tala saman um það hvernig framhaldið verður. Hún sé ekki mikið fyrir dramatík og hennar tilfinning sé að kjósendum líði þannig líka. „Fyrst að forsætisráðherra og hans flokkur treysti sér ekki til þess að klára þetta, það liggur fyrir,“ segir Lilja. Ekki staðan sem hún vildi sjá Hvað gerist næst verði að koma í ljós. Framsóknarflokkurinn sé samvinnuflokkur sem setji heimilin fyrst og hún vilji ekki tefla því í tvísýnu. Hún hafi ekki endilega viljað þessa stöðu en þau vinni úr henni. „Ég tel að það sé skynsamlegast að flokkarnir komi sér saman um það hvernig fjárlögin verði kláruð svo það verði engir lausar endar þar. Það er hægt að gera það hratt og örugglega,“ segir Lilja. Þá eigi að reyna að kjósa sem fyrst. Boltinn sé hjá kjósendum. Flokkarnir þurfi nýtt umboð til að halda þeim verkefnum áfram sem þeir vilji vinna að. „Framsóknarflokkurinn er ábyrgur flokkur og við erum ekkert ofboðslega hrifin af þessari dramatík sem er búin að vera að eiga sér stað, svo ég segi það hreint út.“
Alþingi Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Fleiri fréttir Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Sjá meira