Sjálfskipaðir sérfræðingar samgöngumála Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar 8. október 2024 09:01 Það hefur verið ótrúlegt að fylgjast með umræðunni um framkvæmdina á nýrri Ölfusárbrú. Hver sjálfskipaði sérfræðingurinn á fætur öðrum stígur fram og segir sína skoðun á hvers konar tegund brúar eigi að vera byggð yfir Ölfusá, áætlanir um ársdagsumferðir hafðar að engu og framkvæmdin og nauðsyn hennar dregin í heild sinni í efa. Umferðarþungi á svæðinu Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni þá er umferð árið 2024 um hringveg undir Ingólfsfjalli á hverjum sólarhring um 14.500 ökutæki. Áætlað er að á opnunarári 2028 að 7200 ökutæki muni aka yfir brúnna á hverjum degi. Þrátt fyrir það mun áfram vera umferð yfir gömlu brúnna eða um 10 til 11 þúsund ökutæki á hverjum sólarhring samkvæmt afar varfærnum áætlunum Vegagerðarinnar. Ekki aðeins það heldur fara talsvert miklir þungaflutningar í gegnum Selfoss, sem hefur í för með sér bæði álag á gömlu brúnna, sem þolir illa þann mikla þunga sem fylgir því og hefur maður heyrt að vörubílstjórar vilja alls ekki mætast á brúnni. Ný brú losar þungaflutninga frá Selfossi að mestu og tryggir öryggi bæjarbúa enn frekar. Náttúran er harður húsbóndi Á þessu svæði eru jarðskjálftar tíðir en það eru vísbendingar um það að sprungur séu í botni Ölfusár. Við þurfum brúarmannvirki sem stendur af sér bæði þá jarðskjálfta sem koma á svæðinu og þegar það verða flóð í Ölfusá, en það er reglulegur atburður. Þess má geta að þegar það kemur flóð í Ölfusá, sem er vatnsmesta á landsins, þá flæðir hún iðulega yfir bakka sína. Árið 1968 varð mikið flóð sem flæddi inn í bæinn og olli miklum skemmdum. Það sama gerðist árið 2006. Því er ekki talið öruggt að byggja brú yfir Ölfusá með millistöplum í árfarveginum, því allar breytingar á rennsli árinnar, til dæmis vegna undirstaðna nýrrar brúar geta aukið flóðahættu á Selfossi og nágrenni. Rökstuðningur og staðreyndir fyrir vali á brúartegund Þá er heldur ekki fræðilegur möguleiki að stífla Ölfusá til að byggja brú á þurru landi eins og var gert í Hornafjarðarfljóti og Þorskafirði þar sem straumþungi er hvergi nærri því sem Ölfusáin býður okkur uppá. Þá eru haflengdir brúnna í Þorskafirði og Hornafjarðarfljóti í kringum 35 – 45 metrar en haflengd Ölfusárbrúar er 145 til 155 metrar. Þær miklu kröfur sem gerðar eru til nýrrar Ölfusárbrúar meðal annars vegna alls þess sem að framan er rakið gerir það að verkum að ódýrari framkvæmd eða önnur tegund brúar er ekki valmöguleiki án þess að við hreinlega gefum eftir öryggissjónarmið og endingargildi brúarinnar. Fyrir mitt leyti er það ekki boðlegt. Ef við skoðum brúartegundir miðað við haflengdir þá eru steyptar brýr sjaldan notaðar þegar haflengdir eru lengri en 40-50 metrar. Stagbrýr eins og sú sem gert er ráð fyrir að rísi norðan við Selfoss með veglínu um Efri Laugardælaeyju eru talsvert algengari í tilfellum þar sem brúin þarf haflengd yfir 120 metra. Til að setja þetta í samhengi við aðrar brýr á Íslandi þá er lengsta brúarhaf á Íslandi í dag 112 m á hengibrú yfir Skjálfandafljót í Bárðardal, brú sem byggð var 1955. Það eru 11 brýr á landinu þar sem brúarhafið er yfir 70 m þar af eru líklega 3 byggðar miðað við nútímaumferð, bogabrú yfir Fnjóská frá 1999 með 92 m haflengd, bogabrú á Mjóafjörð á Djúpvegi með 107 m haflengd frá 2008 og bogabrú á Þjórsá frá 2003 með 78 m haflengd. Það er öllum ljóst sem ekið hafa um svæðið að ekki verður hjá því komist að að minnka álagið á núverandi brú yfir Ölfusá sem var byggð árið 1945. Brúin sem slík er komin til ára sinna og verður sífellt erfiðara að viðhalda henni. Ekki nóg með það, þá er það vægast sagt orðið aðkallandi að taka umferðina út fyrir Selfoss og leysa umferðarhnútana sem myndast beggja megin við núverandi brú. Allar umræður um að Selfyssingar séu að fá minnisvarða og rándýrt hönnunarverk stenst ekki skoðun. Verkfræðilegar áskoranir sem fyrst og fremst hafa ráðist af staðháttum, sem og raunhæfar lausnir á þeim voru höfð að leiðarljósi við þá hönnun sem varð fyrir valinu. Við viljum brú sem stendur af sér veður og þær aðstæður sem móðir náttúra býður okkur uppá og geti þjónað þjóðinni til framtíðar. Vissulega er kostnaðurinn hærri en við byggingu hefðbundinnar steyptrar brúar en sá viðbótarkostnaður kemur til vegna turns og stagkapalkerfis, en undirstöðurnar eru reyndar færri og framkvæmdin flóknari. En umhverfið, jarðlög, og aðstæður í Ölfusár gera þetta eina færa kostinn til framtíðar. Við erum að byggja brú sem við viljum að standi í 200 ár en ekki 20 ár eða skemur. Vanáætluð umferð og sjónarmið um sjálfbærni Sjálfbærni er ekki aðeins náttúra og umhverfi heldur einnig heilsa, vellíðan, samfélag og menning. Sjálfbær þróun er áhersla á heildarsýn og langtímahugsun en ekki skammtímalausnir eða gróða. Ný brú mun bæta öryggi fólks á leið sinni um Suðurland auk þess sem lífsskilyrði íbúa á Selfossi munu batna umtalsvert. Ný brú mun einnig bera stofnlagnir fyrir hitaveitu, neysluvatn, rafmagns og samskipta sem núverandi brú ber tæplega eða alls ekki og það hefur valdið vandkvæðum þegar kemur að flutningi á heitu vatni frá borholum inn á heimili í Árborg. Ef við lítum til sjálfbærni í efnahagi þá er verkefnið metið fjárhagslega sjálfbært en gert er ráð fyrir að með töku hóflegs veggjalds mun vera hægt að greiða hraðar niður framkvæmdakostnað brúarinnar, svo ekki sé talað um tímasparnað og greiðfærni fólks sem á leið um svæðið. Árið 2019 var dagleg umferð um núverandi brú yfir 10.400 ökutæki. Það eru 10.400 ökutæki sem leggja leið sína í gegnum Selfoss á degi hverjum það árið. Þessi tala hefur hækkað töluvert með aukningu ferðamanna sem að stærstum hluta leggur leið sína yfir Hellisheiðina og skoðar Suðurlandið. Það hefur verið ítrekað vanáætlað hversu mikil umferð er um núverandi brú eða hver hún mun verða á komandi árum. Þær áætlanir hafa alltaf sprengt sig fyrir þann tíma sem gert er ráð fyrir. Karp um kostnað og afvegaleidd umræða Höldum staðreyndum á lofti varðandi fjármögnun framkvæmdarinnar. En það stendur ekki til að fjármagna framkvæmdina með skattfé heldur veggjöldum, þeir borga sem nota. Meintur sparnaður sem myndi skapast af því að byggja þjóðveginn upp sunnan við Árborg er því tómur hljómur þar sem slík uppbygging þyrfti að vera á veginum um Óseyrarnes. Fjárfesting í samgöngum sem hafa þegar átt sér stað á veginum milli Hveragerðis og Selfoss. Við værum því bara að bíta í skottið á okkur og hafa skattgreiðendur að fíflum með slíkri ákvarðanatöku. Auðvitað eru allir að reyna að ota sínum tota fyrir hagsmuni sinna sveitarfélaga. Skiljanlegt en við megum ekki setja umræðuna enn frekar á villigötur því næg er vitleysan nú þegar. Hver sérfræðingurinn á fætur öðrum og fyrrum ráðherrar koma fram og tjá sig um málið, vonandi óafvitandi um hverskonar vanvirðingu slíkar staðhæfingar inn í umræðuna sýna íbúum Árborgar og Sunnlendingum öllum. Þessi framkvæmd með tilheyrandi vegaframkvæmd er gríðarleg lífskjarabót fyrir íbúa svæðisins. Hér er um að ræða mesta hagsmunamál svæðisins síðustu ára og til þess fallin að bæta öryggistilfinningu þeirra sem eiga leið um svæðið og þeirra sem búa á Selfossi. Sú sem hér skrifar væri til í að fara að sjá gröfur og vinnutæki mæta á svæðið og hefja það gríðarlega mikilvæga starf að reisa þessa brú, fyrir okkur sem búum á Suðurlandi og einnig alla þá sem sækja okkur heim, hvort sem það eru erlendir eða innlendir gestir. Sjálfskipaðir sérfræðingar samgöngumála mega því gjarnan reyna að láta stjörnu sína skína annarsstaðar í staðinn fyrir að flækjast fyrir í umræðu um svo brýna og skynsamlega umferðarbót sem ný Ölfusárbrú verður. Höfundur er þingmaður Framsóknar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Ný Ölfusárbrú Framsóknarflokkurinn Samgöngur Ölfus Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Það hefur verið ótrúlegt að fylgjast með umræðunni um framkvæmdina á nýrri Ölfusárbrú. Hver sjálfskipaði sérfræðingurinn á fætur öðrum stígur fram og segir sína skoðun á hvers konar tegund brúar eigi að vera byggð yfir Ölfusá, áætlanir um ársdagsumferðir hafðar að engu og framkvæmdin og nauðsyn hennar dregin í heild sinni í efa. Umferðarþungi á svæðinu Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni þá er umferð árið 2024 um hringveg undir Ingólfsfjalli á hverjum sólarhring um 14.500 ökutæki. Áætlað er að á opnunarári 2028 að 7200 ökutæki muni aka yfir brúnna á hverjum degi. Þrátt fyrir það mun áfram vera umferð yfir gömlu brúnna eða um 10 til 11 þúsund ökutæki á hverjum sólarhring samkvæmt afar varfærnum áætlunum Vegagerðarinnar. Ekki aðeins það heldur fara talsvert miklir þungaflutningar í gegnum Selfoss, sem hefur í för með sér bæði álag á gömlu brúnna, sem þolir illa þann mikla þunga sem fylgir því og hefur maður heyrt að vörubílstjórar vilja alls ekki mætast á brúnni. Ný brú losar þungaflutninga frá Selfossi að mestu og tryggir öryggi bæjarbúa enn frekar. Náttúran er harður húsbóndi Á þessu svæði eru jarðskjálftar tíðir en það eru vísbendingar um það að sprungur séu í botni Ölfusár. Við þurfum brúarmannvirki sem stendur af sér bæði þá jarðskjálfta sem koma á svæðinu og þegar það verða flóð í Ölfusá, en það er reglulegur atburður. Þess má geta að þegar það kemur flóð í Ölfusá, sem er vatnsmesta á landsins, þá flæðir hún iðulega yfir bakka sína. Árið 1968 varð mikið flóð sem flæddi inn í bæinn og olli miklum skemmdum. Það sama gerðist árið 2006. Því er ekki talið öruggt að byggja brú yfir Ölfusá með millistöplum í árfarveginum, því allar breytingar á rennsli árinnar, til dæmis vegna undirstaðna nýrrar brúar geta aukið flóðahættu á Selfossi og nágrenni. Rökstuðningur og staðreyndir fyrir vali á brúartegund Þá er heldur ekki fræðilegur möguleiki að stífla Ölfusá til að byggja brú á þurru landi eins og var gert í Hornafjarðarfljóti og Þorskafirði þar sem straumþungi er hvergi nærri því sem Ölfusáin býður okkur uppá. Þá eru haflengdir brúnna í Þorskafirði og Hornafjarðarfljóti í kringum 35 – 45 metrar en haflengd Ölfusárbrúar er 145 til 155 metrar. Þær miklu kröfur sem gerðar eru til nýrrar Ölfusárbrúar meðal annars vegna alls þess sem að framan er rakið gerir það að verkum að ódýrari framkvæmd eða önnur tegund brúar er ekki valmöguleiki án þess að við hreinlega gefum eftir öryggissjónarmið og endingargildi brúarinnar. Fyrir mitt leyti er það ekki boðlegt. Ef við skoðum brúartegundir miðað við haflengdir þá eru steyptar brýr sjaldan notaðar þegar haflengdir eru lengri en 40-50 metrar. Stagbrýr eins og sú sem gert er ráð fyrir að rísi norðan við Selfoss með veglínu um Efri Laugardælaeyju eru talsvert algengari í tilfellum þar sem brúin þarf haflengd yfir 120 metra. Til að setja þetta í samhengi við aðrar brýr á Íslandi þá er lengsta brúarhaf á Íslandi í dag 112 m á hengibrú yfir Skjálfandafljót í Bárðardal, brú sem byggð var 1955. Það eru 11 brýr á landinu þar sem brúarhafið er yfir 70 m þar af eru líklega 3 byggðar miðað við nútímaumferð, bogabrú yfir Fnjóská frá 1999 með 92 m haflengd, bogabrú á Mjóafjörð á Djúpvegi með 107 m haflengd frá 2008 og bogabrú á Þjórsá frá 2003 með 78 m haflengd. Það er öllum ljóst sem ekið hafa um svæðið að ekki verður hjá því komist að að minnka álagið á núverandi brú yfir Ölfusá sem var byggð árið 1945. Brúin sem slík er komin til ára sinna og verður sífellt erfiðara að viðhalda henni. Ekki nóg með það, þá er það vægast sagt orðið aðkallandi að taka umferðina út fyrir Selfoss og leysa umferðarhnútana sem myndast beggja megin við núverandi brú. Allar umræður um að Selfyssingar séu að fá minnisvarða og rándýrt hönnunarverk stenst ekki skoðun. Verkfræðilegar áskoranir sem fyrst og fremst hafa ráðist af staðháttum, sem og raunhæfar lausnir á þeim voru höfð að leiðarljósi við þá hönnun sem varð fyrir valinu. Við viljum brú sem stendur af sér veður og þær aðstæður sem móðir náttúra býður okkur uppá og geti þjónað þjóðinni til framtíðar. Vissulega er kostnaðurinn hærri en við byggingu hefðbundinnar steyptrar brúar en sá viðbótarkostnaður kemur til vegna turns og stagkapalkerfis, en undirstöðurnar eru reyndar færri og framkvæmdin flóknari. En umhverfið, jarðlög, og aðstæður í Ölfusár gera þetta eina færa kostinn til framtíðar. Við erum að byggja brú sem við viljum að standi í 200 ár en ekki 20 ár eða skemur. Vanáætluð umferð og sjónarmið um sjálfbærni Sjálfbærni er ekki aðeins náttúra og umhverfi heldur einnig heilsa, vellíðan, samfélag og menning. Sjálfbær þróun er áhersla á heildarsýn og langtímahugsun en ekki skammtímalausnir eða gróða. Ný brú mun bæta öryggi fólks á leið sinni um Suðurland auk þess sem lífsskilyrði íbúa á Selfossi munu batna umtalsvert. Ný brú mun einnig bera stofnlagnir fyrir hitaveitu, neysluvatn, rafmagns og samskipta sem núverandi brú ber tæplega eða alls ekki og það hefur valdið vandkvæðum þegar kemur að flutningi á heitu vatni frá borholum inn á heimili í Árborg. Ef við lítum til sjálfbærni í efnahagi þá er verkefnið metið fjárhagslega sjálfbært en gert er ráð fyrir að með töku hóflegs veggjalds mun vera hægt að greiða hraðar niður framkvæmdakostnað brúarinnar, svo ekki sé talað um tímasparnað og greiðfærni fólks sem á leið um svæðið. Árið 2019 var dagleg umferð um núverandi brú yfir 10.400 ökutæki. Það eru 10.400 ökutæki sem leggja leið sína í gegnum Selfoss á degi hverjum það árið. Þessi tala hefur hækkað töluvert með aukningu ferðamanna sem að stærstum hluta leggur leið sína yfir Hellisheiðina og skoðar Suðurlandið. Það hefur verið ítrekað vanáætlað hversu mikil umferð er um núverandi brú eða hver hún mun verða á komandi árum. Þær áætlanir hafa alltaf sprengt sig fyrir þann tíma sem gert er ráð fyrir. Karp um kostnað og afvegaleidd umræða Höldum staðreyndum á lofti varðandi fjármögnun framkvæmdarinnar. En það stendur ekki til að fjármagna framkvæmdina með skattfé heldur veggjöldum, þeir borga sem nota. Meintur sparnaður sem myndi skapast af því að byggja þjóðveginn upp sunnan við Árborg er því tómur hljómur þar sem slík uppbygging þyrfti að vera á veginum um Óseyrarnes. Fjárfesting í samgöngum sem hafa þegar átt sér stað á veginum milli Hveragerðis og Selfoss. Við værum því bara að bíta í skottið á okkur og hafa skattgreiðendur að fíflum með slíkri ákvarðanatöku. Auðvitað eru allir að reyna að ota sínum tota fyrir hagsmuni sinna sveitarfélaga. Skiljanlegt en við megum ekki setja umræðuna enn frekar á villigötur því næg er vitleysan nú þegar. Hver sérfræðingurinn á fætur öðrum og fyrrum ráðherrar koma fram og tjá sig um málið, vonandi óafvitandi um hverskonar vanvirðingu slíkar staðhæfingar inn í umræðuna sýna íbúum Árborgar og Sunnlendingum öllum. Þessi framkvæmd með tilheyrandi vegaframkvæmd er gríðarleg lífskjarabót fyrir íbúa svæðisins. Hér er um að ræða mesta hagsmunamál svæðisins síðustu ára og til þess fallin að bæta öryggistilfinningu þeirra sem eiga leið um svæðið og þeirra sem búa á Selfossi. Sú sem hér skrifar væri til í að fara að sjá gröfur og vinnutæki mæta á svæðið og hefja það gríðarlega mikilvæga starf að reisa þessa brú, fyrir okkur sem búum á Suðurlandi og einnig alla þá sem sækja okkur heim, hvort sem það eru erlendir eða innlendir gestir. Sjálfskipaðir sérfræðingar samgöngumála mega því gjarnan reyna að láta stjörnu sína skína annarsstaðar í staðinn fyrir að flækjast fyrir í umræðu um svo brýna og skynsamlega umferðarbót sem ný Ölfusárbrú verður. Höfundur er þingmaður Framsóknar í Suðurkjördæmi.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun