Útboð á Fjarðarheiðargöngum Hildur Þórisdóttir skrifar 25. september 2024 18:31 Það situr fast í minninu þegar Færeyingur einn var að spjalla við heimamann á Seyðisfirði en í orðum sínum lagði hann þunga áherslu á hversu dýrt það væri samfélagslega að gera ekki neitt í jarðgangnamálum undir Fjarðarheiði. Færeyingar eru ljósárum á undan okkur Íslendingum í samgöngumálum en þeir átta sig líka á því að til þess að halda byggð á lífi utan Þórshafnar þurfa samgöngur að vera greiðar allan ársins hring. Enda er alltaf verið að vinna í að minnsta kosti einum jarðgöngum þar í einu og löngu komin skilningur á því að sjálfsagt sé að greiða gjöld í gegnum jarðgöng svo til sé fjármagn í næstu framkvæmd. Í frétt Vísis frá 8. maí 2023 kom fram að verið er að grafa sex jarðgöng samtímis í Færeyjumtil viðbótar við tvenn sem þeir hafa nýlokið við. Sandeyjargöng, neðansjávargöng milli Straumeyjar og Sandeyjar, við Klakksvík koma senn tvenn ný göng, Árnafjarðargöng og Hvannasundsgöng, á Sandey er verið að grafa Dalsgöng, á Suðurey er það Fámjinsgöng ásamt Húsareynsgöngum við Þórshöfn. Samtals eru Færeyingar þannig að fá átta ný jarðgöng á fimm ára tímabili. Hér á landi hafa ein ný göng, Dýrafjarðargöng, bæst við vegakerfið á síðustu árum. Fjallvegurinn um Fjarðarheiði veldur fyrirtækjum og íbúum ómældum kostnaði, tjóni og töpuðum tækifærum á hverju einasta ári. Austurlandi blæðir í heild sinni með sína háu fjallvegi og löngu vegalengdir á milli byggðalaga á meðan þingið dregur lappirnar við að greiða úr fjármögnun framkvæmdar sem hefur verið meðal þeirra verkefna sem næst eru á dagskrá samkvæmt samgönguáætlun allt frá miðju ári 2020. https://www.stjornarradid.is/verkefni/samgongur/samgonguaaetlun/samgonguaaetlun-2020-2034/ Kostnaður er gríðarlegur vegna ónýttra tækifæra fyrir atvinnulífið þar sem tengd eru saman byggðalög með Seyðisfjarðarhöfn sem er bein tenging við Evrópu og Egilsstaðaflugvöll. Ferðaþjónustan getur ekki haldið úti þjónustu yfir veturinn vegna óvissu með samgöngur en er uppseld hina 6 mánuði ársins Miklir vöruflutningar svo sem á ferskum fiski fer í gegnum Seyðisfjarðarhöfn til markaða í Evrópu Fjárfestar vilja ekki taka áhættu á meðan Fjarðarheiðin sem er eina lífæðin til og frá byggðalaginu er ótrygg Byggingaraðilar sem hafa áhuga á að byggja húsnæði fá ekki reikningsdæmið til að ganga upp vegna fasteignaverðs Þá er ótalið tekjutapið og tjónið á bifreiðum sem íbúar, gestir og fyrirtæki verða fyrir sem lenda í ógöngum á Fjarðarheiði. Þar er hægt vísa í frétt Rúv frá 25.9 2024 https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-09-25-treystu-ser-ekki-med-rutur-yfir-fjardarheidi-i-halku-og-krapa-og-urdu-af-tekjum-423088?fbclid=IwY2xjawFhGShleHRuA2FlbQIxMQABHRKduq26H4aXymiJz3My2adoTO07XxG4V_IgTgJ5iSgC6ZN1MTeBLdPmpQ_aem_yvwQQQ3MLPZx3r7GSCU0dw Ekki hefur verið unnið að neinum jarðgöngum á Íslandi í 4 ár þrátt fyrir fyrirheit um annað. Það þarf ekki að finna upp hjólið þegar kemur að fjármögnun og framkvæmdum við jarðgöng í þessum efnum. Dæmin frá Færeyjum sýna það glögglega. Fjarðarheiðargöng eru fullhönnuð og tilbúin til útboðs! Eftir hverju er verið að bíða? Höfundur er sveitarstjórnarfulltrúi í Múlaþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jarðgöng á Íslandi Múlaþing Samgöngur Mest lesið Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Halldór 4. 10. 2025 Halldór Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Sjá meira
Það situr fast í minninu þegar Færeyingur einn var að spjalla við heimamann á Seyðisfirði en í orðum sínum lagði hann þunga áherslu á hversu dýrt það væri samfélagslega að gera ekki neitt í jarðgangnamálum undir Fjarðarheiði. Færeyingar eru ljósárum á undan okkur Íslendingum í samgöngumálum en þeir átta sig líka á því að til þess að halda byggð á lífi utan Þórshafnar þurfa samgöngur að vera greiðar allan ársins hring. Enda er alltaf verið að vinna í að minnsta kosti einum jarðgöngum þar í einu og löngu komin skilningur á því að sjálfsagt sé að greiða gjöld í gegnum jarðgöng svo til sé fjármagn í næstu framkvæmd. Í frétt Vísis frá 8. maí 2023 kom fram að verið er að grafa sex jarðgöng samtímis í Færeyjumtil viðbótar við tvenn sem þeir hafa nýlokið við. Sandeyjargöng, neðansjávargöng milli Straumeyjar og Sandeyjar, við Klakksvík koma senn tvenn ný göng, Árnafjarðargöng og Hvannasundsgöng, á Sandey er verið að grafa Dalsgöng, á Suðurey er það Fámjinsgöng ásamt Húsareynsgöngum við Þórshöfn. Samtals eru Færeyingar þannig að fá átta ný jarðgöng á fimm ára tímabili. Hér á landi hafa ein ný göng, Dýrafjarðargöng, bæst við vegakerfið á síðustu árum. Fjallvegurinn um Fjarðarheiði veldur fyrirtækjum og íbúum ómældum kostnaði, tjóni og töpuðum tækifærum á hverju einasta ári. Austurlandi blæðir í heild sinni með sína háu fjallvegi og löngu vegalengdir á milli byggðalaga á meðan þingið dregur lappirnar við að greiða úr fjármögnun framkvæmdar sem hefur verið meðal þeirra verkefna sem næst eru á dagskrá samkvæmt samgönguáætlun allt frá miðju ári 2020. https://www.stjornarradid.is/verkefni/samgongur/samgonguaaetlun/samgonguaaetlun-2020-2034/ Kostnaður er gríðarlegur vegna ónýttra tækifæra fyrir atvinnulífið þar sem tengd eru saman byggðalög með Seyðisfjarðarhöfn sem er bein tenging við Evrópu og Egilsstaðaflugvöll. Ferðaþjónustan getur ekki haldið úti þjónustu yfir veturinn vegna óvissu með samgöngur en er uppseld hina 6 mánuði ársins Miklir vöruflutningar svo sem á ferskum fiski fer í gegnum Seyðisfjarðarhöfn til markaða í Evrópu Fjárfestar vilja ekki taka áhættu á meðan Fjarðarheiðin sem er eina lífæðin til og frá byggðalaginu er ótrygg Byggingaraðilar sem hafa áhuga á að byggja húsnæði fá ekki reikningsdæmið til að ganga upp vegna fasteignaverðs Þá er ótalið tekjutapið og tjónið á bifreiðum sem íbúar, gestir og fyrirtæki verða fyrir sem lenda í ógöngum á Fjarðarheiði. Þar er hægt vísa í frétt Rúv frá 25.9 2024 https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-09-25-treystu-ser-ekki-med-rutur-yfir-fjardarheidi-i-halku-og-krapa-og-urdu-af-tekjum-423088?fbclid=IwY2xjawFhGShleHRuA2FlbQIxMQABHRKduq26H4aXymiJz3My2adoTO07XxG4V_IgTgJ5iSgC6ZN1MTeBLdPmpQ_aem_yvwQQQ3MLPZx3r7GSCU0dw Ekki hefur verið unnið að neinum jarðgöngum á Íslandi í 4 ár þrátt fyrir fyrirheit um annað. Það þarf ekki að finna upp hjólið þegar kemur að fjármögnun og framkvæmdum við jarðgöng í þessum efnum. Dæmin frá Færeyjum sýna það glögglega. Fjarðarheiðargöng eru fullhönnuð og tilbúin til útboðs! Eftir hverju er verið að bíða? Höfundur er sveitarstjórnarfulltrúi í Múlaþingi.
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar