Jódís fer fram gegn Guðmundi Inga í varaformann VG Lovísa Arnardóttir skrifar 23. september 2024 18:24 Jódís Skúladóttir hefur setið á þingi fyrir Vinstri græn síðan 2021. Vísir/Vilhelm Jódís Skúladóttir þingkona Vinstri grænna gefur kost á sér í embætti varaformanns Vinstri grænna sem fer fram á landsfundi flokksins þarnæstu helgi. Jódís fer þannig fram gegn sitjandi formanni, Guðmundi Inga Guðbrandssyni, sem tilkynnti fyrr í dag að hann ætli sér ekki að sækja eftir embætti formanns en vilji vera varaformaður, líkt og hann var. Landsfundi flokksins var flýtt í vor þegar fyrrverandi formaður, Katrín Jakobsdóttir, sagði af sér til þess að bjóða sig fram sem forseta. Jódís segir í tilkynningu sem hún birti á Facebook-síðu sinni að hún hafi upphaflega gengið til liðs við flokkinn í baráttu gegn sjókvíaeldi á Seyðisfirði. Það hafi margar góðar ákvarðanir verið teknar á síðasta kjörtímabili en á sama tíma hafi flokkurinn miðlað of mikið málum í núverandi ríkisstjórn á kostnað grunnstoða flokksins. „Ég tel að VG hafi náð mörgum góðum málum í gegnum þetta ríkisstjórnarsamstarf en ég tel líka að við höfum gert of margar og afdrifaríkar málamiðlanir þar sem grunnstoðir VG hafa beðið hnekki. Kjósendur VG virðast sömu skoðunar en fylgi hreyfingarinnar mælist nú sögulega lágt,“ segir Jódís og að stefna flokksins standi fyrir sínu. Það sé hlutverk kjörinna fulltrúa að framfylgja henni. „Ég vonast eftir stuðningi í embætti varaformanns og hljóti ég brautargengi mun ég leggja ríka áherslu á innra starf VG. Við ætlum okkur að fara í ræturnar og þær liggja hjá félögum okkar um allt land og þeim viðfangsefnum sem við blasa, jafnt í nærsamfélaginu sem á alþjóðavettvangi.“ Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Fleiri fréttir Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Sjá meira
Landsfundi flokksins var flýtt í vor þegar fyrrverandi formaður, Katrín Jakobsdóttir, sagði af sér til þess að bjóða sig fram sem forseta. Jódís segir í tilkynningu sem hún birti á Facebook-síðu sinni að hún hafi upphaflega gengið til liðs við flokkinn í baráttu gegn sjókvíaeldi á Seyðisfirði. Það hafi margar góðar ákvarðanir verið teknar á síðasta kjörtímabili en á sama tíma hafi flokkurinn miðlað of mikið málum í núverandi ríkisstjórn á kostnað grunnstoða flokksins. „Ég tel að VG hafi náð mörgum góðum málum í gegnum þetta ríkisstjórnarsamstarf en ég tel líka að við höfum gert of margar og afdrifaríkar málamiðlanir þar sem grunnstoðir VG hafa beðið hnekki. Kjósendur VG virðast sömu skoðunar en fylgi hreyfingarinnar mælist nú sögulega lágt,“ segir Jódís og að stefna flokksins standi fyrir sínu. Það sé hlutverk kjörinna fulltrúa að framfylgja henni. „Ég vonast eftir stuðningi í embætti varaformanns og hljóti ég brautargengi mun ég leggja ríka áherslu á innra starf VG. Við ætlum okkur að fara í ræturnar og þær liggja hjá félögum okkar um allt land og þeim viðfangsefnum sem við blasa, jafnt í nærsamfélaginu sem á alþjóðavettvangi.“
Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Fleiri fréttir Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Sjá meira