Nauðsyn námsgagna Álfhildur Leifsdóttir og Hólmfríður Jennýar Árnadóttir skrifa 23. september 2024 09:02 Mikilvægur hluti í námi barna og ungmenna eru námsgögn. Þau geta verið á ýmsu formi og einmitt mikilvægt að svo sé til að mæta fjölbreyttum þörfum nemenda. Nú er verið að endurskoða fyrirkomulag námsgagnaútgáfu í samræmi við aðgerð 9 í menntastefnu stjórnvalda til ársins 2030. Þar leiðir spretthópur sem skipaður var af ráðherra í janúar vinnuna og mun leggja til aðgerðir sem ákvarða framtíðarfyrirkomulag námsgagnaútgáfu í nánu samstarfi við hagaðila. Núverandi fyrirkomulag hefur haldist lítið breytt um áratuga skeið og skólasamfélagið kallað ákaft eftir breytingum. Það er umhugsunarvert að hérlendis fer mun minna fjármagn til málaflokksins en á hinum Norðurlöndunum. Sem dæmi fer um 0,4% af rekstrarkostnaði grunnskóla landsins í gerð námsefnis á móti 1,5 - 2.0% í Finnlandi, en þangað horfum við gjarnan í menntamálum. Í menntastefnu til ársins 2030 segir svo: „Markmið menntastefnu er að veita framúrskarandi menntun í umhverfi þar sem allir geta lært og allir skipta máli. Skýr stefna um forgangsröðun í þágu menntunar og þekkingarsköpunar eykur lífsgæði og verðmætasköpun.“ Þar sem nemendur og kennarar eru stærstu hagaðilarnir vonum við að til beggja hópa verði leitað við vinnuna og mótun aðgerða. Enda eru nemendur best til þess fallnir að segja til um hvað hentar þeim í námi og kennarar sérfræðingar í námi barna og ungmenna. Sprotasjóður er sá sjóður sem gjarnan er sótt um í til að koma af stað nýju verkefni eða vinnulagi í leik-, grunn- og/eða framhaldsskólum á Íslandi. Mörg áhugaverð nýsköpunarverkefni hafa litið dagsins ljós með aðstoð sjóðsins og sum hafa fest sig í sessi. Árið 2013 voru umsóknir til sjóðsins 115 talsins og var heildarupphæð umsókna rúmar 227 m.kr. Úthlutunarupphæð var hins vegar einungis um 45 m.kr til 40 verkefna. Það ár voru áherslusvið sjóðsins: Mat á námi með hliðsjón af nýjum aðalnámskrám, jafnrétti í skólastarfi og kynjafræði, kynheilbrigði og klám - í samhengi við grunnþætti menntunar. Í ár bárust 67 umsóknir að upphæð 257,4 m.kr. en aðeins 59,8 m.kr. var úthlutað til 32 skólaþróunarverkefna. Áherslusviðin í ár eru: farsæld barna og ungmenna, með áherslu á umburðarlyndi, fjölbreytileika og inngildingu nemenda og teymiskennsla og samstarf. Eins og sjá má fækkar verkefnum sem fá styrk vegna þess að sjóðurinn er ekki að vaxa í takt við þá þörf sem er til staðar og því fækkar umsóknum. Öll áherslusvið sjóðsins eru mikilvæg málefni sem skólasamfélagið þarf góðan stuðning við til að sinna innan veggja skólanna. Það er mikilvægt að námsefni, námsgögn og þeir sjóðir sem mögulegt er að sækja í því til stuðnings séu uppfærð í takt við tímann og samfélagið. Augljóslega er hugur í skólafólki og umsóknir margar um takmarkað fjármagn sem sannarlega þyrfti að auka í ljósi áhuga sem og þörf fyrir námsefni af þessu tagi. Það gengur allt of hægt að breyta kerfi sem fagfólkið sjálft hefur ítrekað kallað eftir að sé betrumbætt. Það er einnig of hljótt um það góða starf sem unnið er í ótal leik-, grunn- og framhaldsskólum landsins en of hátt heyrist í þeim sem gagnrýna á óvæginn hátt og letja sama starf. Ef fagfólkið og sérfræðingarnir sem vinna úti á akrinum fengju athygli, svigrúm og stuðning, t.d. í formi góðra námsgagna og aðgengi að fjármagni til áframhaldandi góðra verka væri margt unnið í mikilvæga skólasamfélaginu okkar allra. Álfhildur Leifsdóttir, kerfisfræðingur og grunnskólakennari, formaður Sveitarstjórnarráðs VG og stjórnarkona í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði. Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir, menntunarfræðingur og leikskólastjóri, oddviti VG í Suðurkjördæmi og stjórnarkona í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skóla- og menntamál Álfhildur Leifsdóttir Mest lesið Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Sjá meira
Mikilvægur hluti í námi barna og ungmenna eru námsgögn. Þau geta verið á ýmsu formi og einmitt mikilvægt að svo sé til að mæta fjölbreyttum þörfum nemenda. Nú er verið að endurskoða fyrirkomulag námsgagnaútgáfu í samræmi við aðgerð 9 í menntastefnu stjórnvalda til ársins 2030. Þar leiðir spretthópur sem skipaður var af ráðherra í janúar vinnuna og mun leggja til aðgerðir sem ákvarða framtíðarfyrirkomulag námsgagnaútgáfu í nánu samstarfi við hagaðila. Núverandi fyrirkomulag hefur haldist lítið breytt um áratuga skeið og skólasamfélagið kallað ákaft eftir breytingum. Það er umhugsunarvert að hérlendis fer mun minna fjármagn til málaflokksins en á hinum Norðurlöndunum. Sem dæmi fer um 0,4% af rekstrarkostnaði grunnskóla landsins í gerð námsefnis á móti 1,5 - 2.0% í Finnlandi, en þangað horfum við gjarnan í menntamálum. Í menntastefnu til ársins 2030 segir svo: „Markmið menntastefnu er að veita framúrskarandi menntun í umhverfi þar sem allir geta lært og allir skipta máli. Skýr stefna um forgangsröðun í þágu menntunar og þekkingarsköpunar eykur lífsgæði og verðmætasköpun.“ Þar sem nemendur og kennarar eru stærstu hagaðilarnir vonum við að til beggja hópa verði leitað við vinnuna og mótun aðgerða. Enda eru nemendur best til þess fallnir að segja til um hvað hentar þeim í námi og kennarar sérfræðingar í námi barna og ungmenna. Sprotasjóður er sá sjóður sem gjarnan er sótt um í til að koma af stað nýju verkefni eða vinnulagi í leik-, grunn- og/eða framhaldsskólum á Íslandi. Mörg áhugaverð nýsköpunarverkefni hafa litið dagsins ljós með aðstoð sjóðsins og sum hafa fest sig í sessi. Árið 2013 voru umsóknir til sjóðsins 115 talsins og var heildarupphæð umsókna rúmar 227 m.kr. Úthlutunarupphæð var hins vegar einungis um 45 m.kr til 40 verkefna. Það ár voru áherslusvið sjóðsins: Mat á námi með hliðsjón af nýjum aðalnámskrám, jafnrétti í skólastarfi og kynjafræði, kynheilbrigði og klám - í samhengi við grunnþætti menntunar. Í ár bárust 67 umsóknir að upphæð 257,4 m.kr. en aðeins 59,8 m.kr. var úthlutað til 32 skólaþróunarverkefna. Áherslusviðin í ár eru: farsæld barna og ungmenna, með áherslu á umburðarlyndi, fjölbreytileika og inngildingu nemenda og teymiskennsla og samstarf. Eins og sjá má fækkar verkefnum sem fá styrk vegna þess að sjóðurinn er ekki að vaxa í takt við þá þörf sem er til staðar og því fækkar umsóknum. Öll áherslusvið sjóðsins eru mikilvæg málefni sem skólasamfélagið þarf góðan stuðning við til að sinna innan veggja skólanna. Það er mikilvægt að námsefni, námsgögn og þeir sjóðir sem mögulegt er að sækja í því til stuðnings séu uppfærð í takt við tímann og samfélagið. Augljóslega er hugur í skólafólki og umsóknir margar um takmarkað fjármagn sem sannarlega þyrfti að auka í ljósi áhuga sem og þörf fyrir námsefni af þessu tagi. Það gengur allt of hægt að breyta kerfi sem fagfólkið sjálft hefur ítrekað kallað eftir að sé betrumbætt. Það er einnig of hljótt um það góða starf sem unnið er í ótal leik-, grunn- og framhaldsskólum landsins en of hátt heyrist í þeim sem gagnrýna á óvæginn hátt og letja sama starf. Ef fagfólkið og sérfræðingarnir sem vinna úti á akrinum fengju athygli, svigrúm og stuðning, t.d. í formi góðra námsgagna og aðgengi að fjármagni til áframhaldandi góðra verka væri margt unnið í mikilvæga skólasamfélaginu okkar allra. Álfhildur Leifsdóttir, kerfisfræðingur og grunnskólakennari, formaður Sveitarstjórnarráðs VG og stjórnarkona í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði. Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir, menntunarfræðingur og leikskólastjóri, oddviti VG í Suðurkjördæmi og stjórnarkona í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun