Stofna námsstyrk á sviði umhverfismála í nafni Ellýjar Lovísa Arnardóttir skrifar 20. september 2024 13:40 Ellý Katrín Guðmundsdóttir og Magnús Karl Magnússon eiginmaður hennar. Borgarráð samþykkti í gær að koma á árlegum námsstyrk í nafni Ellýjar Katrínar Guðmundsdóttur lögfræðings og fyrrum sviðsstjóra og borgarritara. Ellý lést í júní á þessu ári og var þá 59 ára gömul. Ellý greindist með forstigseinkenni Alzheimersjúkdómsins 51 árs. Í fundargerð borgarráðs segir að styrkurinn verði veittur einu sinni á ári, í september á fæðingardegi Ellýjar, þann 15. september. Styrkurinn verður veittur í fimm ár fyrir meistararitgerð eða meistaraverkefni á sviði umhverfis- og/eða loftslagsmála. Í forgangi verði styrkir til verkefna eða ritgerða sem varða Reykjavíkurborg beint eða sveitarfélög almennt. Tillaga um styrkinn var lögð fram af borgarstjóra, Einari Þorsteinssyni. Gert er ráð fyrir því að styrkurinn verði greiddur út af umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Verðlaunafjárhæð verður samkvæmt ákvörðun umhverfis- og skipulagsráðs hverju sinni í samræmi við fjárhagsáætlun. Einar Þorsteinsson er borgarstjóri og lagði tillöguna fram á fundi borgarráðs. Vísir/Arnar Í tillögu borgarstjóra kemur fram að skipa skuli valnefnd til eins árs í senn. Hana skuli skipa þrír aðilar, þar af einn samkvæmt tilnefningu umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, einn samkvæmt tilnefningu sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs og einn samkvæmt tilnefningu frá háskólasamfélaginu. Þá er í tillögunni gert ráð fyrir því að auglýst verði eftir umsóknum fyrir 10. janúar ár hvert og að umsóknum skuli skilað fyrir 30. apríl. Fella má styrkveitinguna niður sé valnefnd á einu máli um að engin umsókn uppfylli þau skilyrði sem sett hafa verið. Hlaut fálkaorðuna 2020 Í frétt um andlát Ellýjar í sumar kom fram að Ellý átti sæti í fjölda nefnda og ráða og var meðal annars kjörin af Alþingi í stjórnlaganefnd. Þá sat hún í stjórn Sæmundar fróða, stofnunar Háskóla Íslands um sjálfbæra þróun. Þá hlaut Ellý heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu sumarið 2020 og riddarakross fyrir störf á opinberum vettvangi og framlag til opinskárrar umræðu um Alzheimer sjúkdóminn. Ellý var gift Magnúsi Karli Magnússyni lækni. Saman áttu þau tvö börn. Þau voru afar opinská um veikindi hennar. Reykjavík Umhverfismál Loftslagsmál Háskólar Borgarstjórn Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Í fundargerð borgarráðs segir að styrkurinn verði veittur einu sinni á ári, í september á fæðingardegi Ellýjar, þann 15. september. Styrkurinn verður veittur í fimm ár fyrir meistararitgerð eða meistaraverkefni á sviði umhverfis- og/eða loftslagsmála. Í forgangi verði styrkir til verkefna eða ritgerða sem varða Reykjavíkurborg beint eða sveitarfélög almennt. Tillaga um styrkinn var lögð fram af borgarstjóra, Einari Þorsteinssyni. Gert er ráð fyrir því að styrkurinn verði greiddur út af umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Verðlaunafjárhæð verður samkvæmt ákvörðun umhverfis- og skipulagsráðs hverju sinni í samræmi við fjárhagsáætlun. Einar Þorsteinsson er borgarstjóri og lagði tillöguna fram á fundi borgarráðs. Vísir/Arnar Í tillögu borgarstjóra kemur fram að skipa skuli valnefnd til eins árs í senn. Hana skuli skipa þrír aðilar, þar af einn samkvæmt tilnefningu umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, einn samkvæmt tilnefningu sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs og einn samkvæmt tilnefningu frá háskólasamfélaginu. Þá er í tillögunni gert ráð fyrir því að auglýst verði eftir umsóknum fyrir 10. janúar ár hvert og að umsóknum skuli skilað fyrir 30. apríl. Fella má styrkveitinguna niður sé valnefnd á einu máli um að engin umsókn uppfylli þau skilyrði sem sett hafa verið. Hlaut fálkaorðuna 2020 Í frétt um andlát Ellýjar í sumar kom fram að Ellý átti sæti í fjölda nefnda og ráða og var meðal annars kjörin af Alþingi í stjórnlaganefnd. Þá sat hún í stjórn Sæmundar fróða, stofnunar Háskóla Íslands um sjálfbæra þróun. Þá hlaut Ellý heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu sumarið 2020 og riddarakross fyrir störf á opinberum vettvangi og framlag til opinskárrar umræðu um Alzheimer sjúkdóminn. Ellý var gift Magnúsi Karli Magnússyni lækni. Saman áttu þau tvö börn. Þau voru afar opinská um veikindi hennar.
Reykjavík Umhverfismál Loftslagsmál Háskólar Borgarstjórn Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Sjá meira