Eigin sannfæring útskýri sögulegan klofning Sjálfstæðismanna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. september 2024 13:28 Friðjón Friðjónsson, borgarfulltrúi, segir Sjálfstæðismenn í borginni hafa viljað standa með sinni sannfæringu. Vísir/vilhelm Borgarstjóri segir að uppfærður samgöngusáttmáli muni með tíð og tíma leiða til þess að auðveldara verður fyrir borgarbúa að komast leiðar sinnar. Sáttmálinn var samþykktur í gær en Sjálfstæðisflokkurinn var þríklofinn í afstöðu sinni. Borgarfulltrúi flokksins sem sat hjá við afgreiðslu segir að þau hafi viljað leyfa sér að standa með eigin sannfæringu. Uppfærður samgöngusáttmáli var samþykktur í borgarstjórn í borgarstjórn í gær. Einar Þorsteinsson, borgarstjóri, segir sáttmálann fela í sér fjölmargar aðgerðir sem miði að því að greiða fyrir flæði umferðar á höfuðborgarsvæðinu. „Fjölbreyttar aðgerðir bæði fyrir einkabílinn, með mislægum gatnamótum með stokkum og göngum en líka bættar almenningssamgöngur þannig að þær verði skilvirkar og áreiðanlegar og svo mikil sókn í hjólastígum og það sem ég hef mikinn áhuga á, bætt ljósastýring á umferðarljósunum,“ segir borgarstjóri. Segir Sjálfstæðismenn í borginni skorta stefnu í samgöngumálum Ef við gefum okkur að hjáseta sé afstaða þá var Sjálfstæðisflokkurinn í borginni þríklofinn í afstöðu til málsins. Einn greiddi atkvæði með, fjórir greiddu atkvæði gegn og einn sat hjá. Einar segir að honum virðist Sjálfstæðisflokkurinn í borginni ekki hafa neina stefnu í samgöngumálum í Reykjavík. „Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík vinnur gegn stefnu formannsins, gegn stefnu flokksráðsfundar sem var samþykkt núna nýlega, gegn stefnu sjálfstæðismanna í sveitarfélögunum í kringum Reykjavík og það er sorglegt að horfa á það hvað þau eru ósamstíga og atkvæðagreiðslan í gær leiddi það í ljós,“ segir Einar Þorsteinsson. Friðjón Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem sat hjá við afgreiðslu málsins, segir flokkinn stóran og að innan hans rúmist ólíkar skoðanir. „Sum okkar kjósa að líta á glasið hálf fullt í þessu máli, og önnur hálf tómt og aðrir sjá bara hálft glas. Við nálgumst þetta öll á ólíkum forsendum og tókum þá ákvörðun að leyfa okkur að standa með eigin sannfæringu vegna þess að við höfum ólíka afstöðu.“ Vildu flýta Miklubrautargöngum Sjálfstæðisflokkurinn lagði fram tillögu í gær um að ráðast fyrr í Miklubrautargöng sem borgarfulltrúar telja að sé einna mikilvægast til að greiða fyrir umferð. „Og klára það um það leyti sem þau eiga að hefjast í skipulagi og plani samgöngusáttmálans og okkur finnst einmitt vera mikil innviða-og samgöngubótaskuld á höfuðborgarsvæðinu. Milljörðum á milljörðum ofan hefur verið varið í alls konar samgönguverkefni um allt land en lítið gerst á höfuðborgarsvæðinu síðustu tíu til fimmtán árin. Þess vegna meðal annars lögðum við fram þessa tillögu um að flýta Miklubrautargöngum sem meirihlutinn hafnaði,“ segir Friðjón. Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Samgöngur Reykjavík Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þríklofinn um samgöngusáttmála Sjálfstæðisflokkurinn þríklofnaði í atkvæðagreiðslu um uppfærðan samgöngusáttmála í borgarstjórn í dag. Einn borgarfulltrúi greiddi atkvæði með uppfærslu sáttmálans, fjórir gegn henni og einn sat hjá. 17. september 2024 20:07 Erfitt að fylgja þræði í hugmyndum borgarfulltrúans Framkvæmdastjóri Betri samgangna segir leiðinlegt að Borgarlínuframkvæmdir séu ekki komnar lengra en með nýjum samgöngusáttmála verði farið á fullt. Hann botnar lítið í hugmyndum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem ýmist stingur upp á fimmfalt dýrari lausn eða ódýrari. 28. ágúst 2024 14:31 Miklar tímamótaákvarðanir í samgöngusáttmála Vegamálastjóri segir ákvörðun um göng undir Miklubraut og aðrar stórframkvæmdir í samgöngusáttmála marka mikil tímamót. Nú geti raunverulegur undirbúningur hafist. Verkefni sáttmálans muni gerbreyta samgöngum á höfuðborgarsvæðinu. 22. ágúst 2024 19:31 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira
Uppfærður samgöngusáttmáli var samþykktur í borgarstjórn í borgarstjórn í gær. Einar Þorsteinsson, borgarstjóri, segir sáttmálann fela í sér fjölmargar aðgerðir sem miði að því að greiða fyrir flæði umferðar á höfuðborgarsvæðinu. „Fjölbreyttar aðgerðir bæði fyrir einkabílinn, með mislægum gatnamótum með stokkum og göngum en líka bættar almenningssamgöngur þannig að þær verði skilvirkar og áreiðanlegar og svo mikil sókn í hjólastígum og það sem ég hef mikinn áhuga á, bætt ljósastýring á umferðarljósunum,“ segir borgarstjóri. Segir Sjálfstæðismenn í borginni skorta stefnu í samgöngumálum Ef við gefum okkur að hjáseta sé afstaða þá var Sjálfstæðisflokkurinn í borginni þríklofinn í afstöðu til málsins. Einn greiddi atkvæði með, fjórir greiddu atkvæði gegn og einn sat hjá. Einar segir að honum virðist Sjálfstæðisflokkurinn í borginni ekki hafa neina stefnu í samgöngumálum í Reykjavík. „Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík vinnur gegn stefnu formannsins, gegn stefnu flokksráðsfundar sem var samþykkt núna nýlega, gegn stefnu sjálfstæðismanna í sveitarfélögunum í kringum Reykjavík og það er sorglegt að horfa á það hvað þau eru ósamstíga og atkvæðagreiðslan í gær leiddi það í ljós,“ segir Einar Þorsteinsson. Friðjón Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem sat hjá við afgreiðslu málsins, segir flokkinn stóran og að innan hans rúmist ólíkar skoðanir. „Sum okkar kjósa að líta á glasið hálf fullt í þessu máli, og önnur hálf tómt og aðrir sjá bara hálft glas. Við nálgumst þetta öll á ólíkum forsendum og tókum þá ákvörðun að leyfa okkur að standa með eigin sannfæringu vegna þess að við höfum ólíka afstöðu.“ Vildu flýta Miklubrautargöngum Sjálfstæðisflokkurinn lagði fram tillögu í gær um að ráðast fyrr í Miklubrautargöng sem borgarfulltrúar telja að sé einna mikilvægast til að greiða fyrir umferð. „Og klára það um það leyti sem þau eiga að hefjast í skipulagi og plani samgöngusáttmálans og okkur finnst einmitt vera mikil innviða-og samgöngubótaskuld á höfuðborgarsvæðinu. Milljörðum á milljörðum ofan hefur verið varið í alls konar samgönguverkefni um allt land en lítið gerst á höfuðborgarsvæðinu síðustu tíu til fimmtán árin. Þess vegna meðal annars lögðum við fram þessa tillögu um að flýta Miklubrautargöngum sem meirihlutinn hafnaði,“ segir Friðjón.
Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Samgöngur Reykjavík Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þríklofinn um samgöngusáttmála Sjálfstæðisflokkurinn þríklofnaði í atkvæðagreiðslu um uppfærðan samgöngusáttmála í borgarstjórn í dag. Einn borgarfulltrúi greiddi atkvæði með uppfærslu sáttmálans, fjórir gegn henni og einn sat hjá. 17. september 2024 20:07 Erfitt að fylgja þræði í hugmyndum borgarfulltrúans Framkvæmdastjóri Betri samgangna segir leiðinlegt að Borgarlínuframkvæmdir séu ekki komnar lengra en með nýjum samgöngusáttmála verði farið á fullt. Hann botnar lítið í hugmyndum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem ýmist stingur upp á fimmfalt dýrari lausn eða ódýrari. 28. ágúst 2024 14:31 Miklar tímamótaákvarðanir í samgöngusáttmála Vegamálastjóri segir ákvörðun um göng undir Miklubraut og aðrar stórframkvæmdir í samgöngusáttmála marka mikil tímamót. Nú geti raunverulegur undirbúningur hafist. Verkefni sáttmálans muni gerbreyta samgöngum á höfuðborgarsvæðinu. 22. ágúst 2024 19:31 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn þríklofinn um samgöngusáttmála Sjálfstæðisflokkurinn þríklofnaði í atkvæðagreiðslu um uppfærðan samgöngusáttmála í borgarstjórn í dag. Einn borgarfulltrúi greiddi atkvæði með uppfærslu sáttmálans, fjórir gegn henni og einn sat hjá. 17. september 2024 20:07
Erfitt að fylgja þræði í hugmyndum borgarfulltrúans Framkvæmdastjóri Betri samgangna segir leiðinlegt að Borgarlínuframkvæmdir séu ekki komnar lengra en með nýjum samgöngusáttmála verði farið á fullt. Hann botnar lítið í hugmyndum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem ýmist stingur upp á fimmfalt dýrari lausn eða ódýrari. 28. ágúst 2024 14:31
Miklar tímamótaákvarðanir í samgöngusáttmála Vegamálastjóri segir ákvörðun um göng undir Miklubraut og aðrar stórframkvæmdir í samgöngusáttmála marka mikil tímamót. Nú geti raunverulegur undirbúningur hafist. Verkefni sáttmálans muni gerbreyta samgöngum á höfuðborgarsvæðinu. 22. ágúst 2024 19:31