Hvar er hamingjan? Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar 13. september 2024 13:01 Þegar einstaklingum líður svo illa í samfélagi að þeir vilja ekki vera hluti af því og skaða því bæði aðra og sjálfa sig, er þá ekki eitthvað að samfélaginu? Þurfum við þá ekki að breyta samfélaginu frekar en að einbeita okkur að eintaklingnum og hans „vandamálum“ (lesist: göllum)? Við gerum þetta með bæði gæludýr og lítil börn, ef þeim líður illa reynum við að greina orsökina og breyta svo umhverfinu í kringum þau. Ef ungabarn sefur ekki nóg vegna birtu í herberginu, þá setjum við upp myrkvunargluggatjöld. Ef barn hræðist myrkur á háttatíma setjum við upp fallegt næturljós. Ef heimilishundurinn er dapur vegna langrar fjarveru heimilisfólks er sett upp prógramm þar sem heimilisfólk skiptist á að skreppa heim í hádeginu eða koma fyrr heim á daginn til að veita honum félagsskap og hreyfingu. Í stuttu máli, við horfum ekki á þessar sálir og segjum „það er eitthvað að þér, lagaðu þig“ heldur berum við skyn til að sjá að umhverfi þeirra er ekki sem best er á kosið, og finnum lausnir. Einhvernveginn missum við svo þetta skyn með tímanum, þegar börnin fara í skóla, verða unglingar og svo fullorðið fólk, þá verður það einhvernveginn meira og meira þeirra einkamál hvort þau þrífast í samfélaginu sem við sköpum þeim. Og á endanum finnst okkur ekkert að samfélaginu heldur eitthvað AÐ þessum einstaklingum og sendum þeim skýr skilaboð um það. Svo reynum við bara að aftengja þá með stofnanavist og lyfjum, setjum þá jafnvel í afgangsflokkinn „bótaþegar“ og lítum á þennan „hóp“ sem aðskilinn frá samélaginu, eins og orðalagið „koma þeim út í samfélagið á ný“ ber alltaf sorglegt vitni um. Fyrir okkur er SAMFÉLAGIÐ í lagi en ákveðinn „hópur“ einstaklinga dálítið gallaður því honum líður ekki vel í því. En samt finnst okkur ekki þörf á að breyta samfélaginu, eða hvað? Því svona hefur samfélagið verið svo lengi og „mér og mínum“ gengur vel í því eins og það er, hagvöxtur er blabla, skýr teikn á lofti um að vextir blablabla, menntastigið er blablablabla og verg þjóðarframleiðslablablablablabla. Breski hagfræðiprófessorinn Richard Layard hefur þó lengi bent á að velsæld þjóðar sé ekki hægt að mæla með hagtölunum einum saman, hann kom meira að segja til Íslands á síðasta ári með þennan boðskap sinn, hlustuðu einhver á hann? Layard er og einn af stofnendum alþjóðlegrar hreyfingar, Action for Happiness, sem hefur þá einu stefnu að auka Hamingju í heiminum og aðstoða fólk við að finna leiðir til að skapa Hamingjusamari samfélög. Synd að ekki skyldi tækifærið notað, þegar Layard heimsótti Ísland, og á fót settur íslenskur armur þessarar hreyfingar en það er auðvitað ekki útséð með það. Hins vegar fékk ég dulítið á tilfinninguna að boðskapur prófessorsins hafi bara þótt krúttlegur og við hæfi að bjóða karlinum að tala á nýju Velsældarþingi sem haldið var þá í fyrsta sinn. Í ár opnaði núverandi forsætisráðherra þingið með ávarpi þar sem hann talaði mikið um Velsældaráherslur ríkisstjórnarinnar sem voru settar á blað árið 2019 og eru að mörgu leyti jákvæðar en lýsa einnig nokkuð þröngum skilningi á velsæld, þar sem allt er sett í samhengi við fjárútlát, fjárfestingar og uppskeru í formi hagvaxtar. Þar er til að mynda ekki minnst einu orði á Hamingjuna.Kannski er kominn tími til að íslenskt samfélag, með stjórnvöld í fararbroddi, setji Hamingju ofar á forgangslistann, eða á forgangslistann yfir höfuð? Hvernig myndi einstaklingum farnast ef samfélagið gerði þeim kleift að lifa Hamingjusömu lífi? Hvernig væri menntakerfið ef yfirmarkmið þess væri að nemendur væru Hamingjusamir? Hvernig væri heilbrigðiskerfið ef yfirmarkmið þess væri að notendur fengju ekki bara bót meina sinna, heldur væru einfaldlega Hamingjusamir? Hugsið ykkur velferðarkerfi sem sinnti ekki bara grunnþörfum fólks heldur hefði Hamingju þess að leiðarljósi. Hvernig væri þjóðfélag sem hefði það að ymarkmiði að hver og einn borgari þess væri Hamingjusamur? Hefur einhverntíma verið minnst á Hamingjuna í stefnuræðu forsætisráðherra? Hefur einhverntíma verið stefnt að því að efla Hamingju fólks í stefnuskrám ríkisstjórna? Tala forsetar einhverntíma um Hamingjuna í 17. Júní ræðum? Hvar er Hamingjan? Höfundur er Hamingjuþjálfi hjá Andanu Happiness Coaching Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Þegar einstaklingum líður svo illa í samfélagi að þeir vilja ekki vera hluti af því og skaða því bæði aðra og sjálfa sig, er þá ekki eitthvað að samfélaginu? Þurfum við þá ekki að breyta samfélaginu frekar en að einbeita okkur að eintaklingnum og hans „vandamálum“ (lesist: göllum)? Við gerum þetta með bæði gæludýr og lítil börn, ef þeim líður illa reynum við að greina orsökina og breyta svo umhverfinu í kringum þau. Ef ungabarn sefur ekki nóg vegna birtu í herberginu, þá setjum við upp myrkvunargluggatjöld. Ef barn hræðist myrkur á háttatíma setjum við upp fallegt næturljós. Ef heimilishundurinn er dapur vegna langrar fjarveru heimilisfólks er sett upp prógramm þar sem heimilisfólk skiptist á að skreppa heim í hádeginu eða koma fyrr heim á daginn til að veita honum félagsskap og hreyfingu. Í stuttu máli, við horfum ekki á þessar sálir og segjum „það er eitthvað að þér, lagaðu þig“ heldur berum við skyn til að sjá að umhverfi þeirra er ekki sem best er á kosið, og finnum lausnir. Einhvernveginn missum við svo þetta skyn með tímanum, þegar börnin fara í skóla, verða unglingar og svo fullorðið fólk, þá verður það einhvernveginn meira og meira þeirra einkamál hvort þau þrífast í samfélaginu sem við sköpum þeim. Og á endanum finnst okkur ekkert að samfélaginu heldur eitthvað AÐ þessum einstaklingum og sendum þeim skýr skilaboð um það. Svo reynum við bara að aftengja þá með stofnanavist og lyfjum, setjum þá jafnvel í afgangsflokkinn „bótaþegar“ og lítum á þennan „hóp“ sem aðskilinn frá samélaginu, eins og orðalagið „koma þeim út í samfélagið á ný“ ber alltaf sorglegt vitni um. Fyrir okkur er SAMFÉLAGIÐ í lagi en ákveðinn „hópur“ einstaklinga dálítið gallaður því honum líður ekki vel í því. En samt finnst okkur ekki þörf á að breyta samfélaginu, eða hvað? Því svona hefur samfélagið verið svo lengi og „mér og mínum“ gengur vel í því eins og það er, hagvöxtur er blabla, skýr teikn á lofti um að vextir blablabla, menntastigið er blablablabla og verg þjóðarframleiðslablablablablabla. Breski hagfræðiprófessorinn Richard Layard hefur þó lengi bent á að velsæld þjóðar sé ekki hægt að mæla með hagtölunum einum saman, hann kom meira að segja til Íslands á síðasta ári með þennan boðskap sinn, hlustuðu einhver á hann? Layard er og einn af stofnendum alþjóðlegrar hreyfingar, Action for Happiness, sem hefur þá einu stefnu að auka Hamingju í heiminum og aðstoða fólk við að finna leiðir til að skapa Hamingjusamari samfélög. Synd að ekki skyldi tækifærið notað, þegar Layard heimsótti Ísland, og á fót settur íslenskur armur þessarar hreyfingar en það er auðvitað ekki útséð með það. Hins vegar fékk ég dulítið á tilfinninguna að boðskapur prófessorsins hafi bara þótt krúttlegur og við hæfi að bjóða karlinum að tala á nýju Velsældarþingi sem haldið var þá í fyrsta sinn. Í ár opnaði núverandi forsætisráðherra þingið með ávarpi þar sem hann talaði mikið um Velsældaráherslur ríkisstjórnarinnar sem voru settar á blað árið 2019 og eru að mörgu leyti jákvæðar en lýsa einnig nokkuð þröngum skilningi á velsæld, þar sem allt er sett í samhengi við fjárútlát, fjárfestingar og uppskeru í formi hagvaxtar. Þar er til að mynda ekki minnst einu orði á Hamingjuna.Kannski er kominn tími til að íslenskt samfélag, með stjórnvöld í fararbroddi, setji Hamingju ofar á forgangslistann, eða á forgangslistann yfir höfuð? Hvernig myndi einstaklingum farnast ef samfélagið gerði þeim kleift að lifa Hamingjusömu lífi? Hvernig væri menntakerfið ef yfirmarkmið þess væri að nemendur væru Hamingjusamir? Hvernig væri heilbrigðiskerfið ef yfirmarkmið þess væri að notendur fengju ekki bara bót meina sinna, heldur væru einfaldlega Hamingjusamir? Hugsið ykkur velferðarkerfi sem sinnti ekki bara grunnþörfum fólks heldur hefði Hamingju þess að leiðarljósi. Hvernig væri þjóðfélag sem hefði það að ymarkmiði að hver og einn borgari þess væri Hamingjusamur? Hefur einhverntíma verið minnst á Hamingjuna í stefnuræðu forsætisráðherra? Hefur einhverntíma verið stefnt að því að efla Hamingju fólks í stefnuskrám ríkisstjórna? Tala forsetar einhverntíma um Hamingjuna í 17. Júní ræðum? Hvar er Hamingjan? Höfundur er Hamingjuþjálfi hjá Andanu Happiness Coaching
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar