Tímabært að stækka bráðamóttökuna á Landspítalanum Lovísa Arnardóttir skrifar 10. september 2024 11:23 Wilum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir nýja bráðamóttöku á nýjum meðferðarkjarna á nýjum Landspítala en það séu um fimm ár í að sú móttaka opni. Vísir/Einar Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir tímabært að stækka bráðamóttökuna á Landspítalanum. Íslendingum hafi fjölgað hratt síðustu ár og móttakan ekki haldið í við þá þróun. Þá segir hann einnig til skoðunar að taka álag af bráðamóttöku með sérstakri smáslysamóttöku. Um helgina var á Vísi fjallað um veikindi Emblu Steindórsdóttur, landsliðskonu í handbolta, en hún þurfti að leita á bráðamóttökuna í ágúst og þurft að bíða lengi eftir aðstoð þrátt fyrir að vera með beiðni frá heimilislækni um tafarlausa innlögn. Willum Þór segir þetta eitt dæmi þess að bráðamóttakan sé sprungin. Hann ræddi stöðu heilbrigðiskerfisins í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þegar róðurinn er hvað þyngstur, á mestu álagspunktum, er bráðamóttakan sprungin,“ segir Willum. Hann segir starfsfólkið gera sitt besta og að spítalinn vilji bregðast við og breyta þegar fólk kvartar eða fær ekki góða þjónustu. Starfsfólk hafi, eftir þetta atvik, tekið verklag til skoðunar auk þess sem mæðgurnar hafi verið beðnar afsökunar. Íbúafjölgun hraðari Það sé þó tímabært að stækka bráðamóttökuna. Á síðustu árum hafi Íslendingum fjölgað um tíu prósent eða um fjögur þúsund og á sama tíma hafi móttakan ekki stækkað. Willum segir að hann hafi rætt þetta á fundi ríkisstjórnarinnar nýlega. Hann hafi sem dæmi lagt til að 25 matspláss séu á bráðamóttökunni sem séu fyrir þau sem eru í bráðasta vandanum. Það verði þá hægt að taka þessi pláss til hliðar og sinna þeim sérstaklega sem þar dvelja. Fimm ár í nýja meðferðarkjarnann Hann segir að áætlanir séu um að byggja við spítalann 400 fermetra byggingu. Það vanti um 60 legurými og staðan sé núna þannig að fólki sé dreift en að nýtingin sé orðin það mikil á mestu álagspunktunum að það þurfi að fjölga rýmum en frekar. Plássleysi sé þó ekki eini vandinn, einnig sé um að ræða skipulagsvandamál, innan og utan spítalans. Hann segir að það hefði þurft að byggja nýjan spítala fyrr en að okkur hafi líka fjölgað hraðar en spáð hafði verið. Þjóðin sé líka að eldast og að það hafi ekki verið nægilega vel séð fyrir því í áætlunum. Nýr spítali hefur nú verið í byggingu í nokkur ár en enn eru fimm ár í að nýr meðferðarkjarni verði opnaður. Þar verður að finna nýja bráðamótttöku sem á að leysa af hólmi bráðamóttökur sem í dag eru á mörgum fimm stöðum í Reykjavík. Willum segir að heilbrigðiskerfið hafi síðustu ár verið til gagngerrar skoðunar. Það sé búið að koma á fót fjarskiptalækni sem gagnist öllu landinu, það sé komin ný fjarskiptamiðstöð sem greiðir úr erindum til heilsugæslu og dregur úr álagi þar sem á að gera það að verkum að betur er hægt að vegvísa í gegnum kerfið. Hæg er að hlusta á viðtalið við Willum í heild sinni hér að ofan. Landspítalinn Bítið Heilbrigðismál Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Um helgina var á Vísi fjallað um veikindi Emblu Steindórsdóttur, landsliðskonu í handbolta, en hún þurfti að leita á bráðamóttökuna í ágúst og þurft að bíða lengi eftir aðstoð þrátt fyrir að vera með beiðni frá heimilislækni um tafarlausa innlögn. Willum Þór segir þetta eitt dæmi þess að bráðamóttakan sé sprungin. Hann ræddi stöðu heilbrigðiskerfisins í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þegar róðurinn er hvað þyngstur, á mestu álagspunktum, er bráðamóttakan sprungin,“ segir Willum. Hann segir starfsfólkið gera sitt besta og að spítalinn vilji bregðast við og breyta þegar fólk kvartar eða fær ekki góða þjónustu. Starfsfólk hafi, eftir þetta atvik, tekið verklag til skoðunar auk þess sem mæðgurnar hafi verið beðnar afsökunar. Íbúafjölgun hraðari Það sé þó tímabært að stækka bráðamóttökuna. Á síðustu árum hafi Íslendingum fjölgað um tíu prósent eða um fjögur þúsund og á sama tíma hafi móttakan ekki stækkað. Willum segir að hann hafi rætt þetta á fundi ríkisstjórnarinnar nýlega. Hann hafi sem dæmi lagt til að 25 matspláss séu á bráðamóttökunni sem séu fyrir þau sem eru í bráðasta vandanum. Það verði þá hægt að taka þessi pláss til hliðar og sinna þeim sérstaklega sem þar dvelja. Fimm ár í nýja meðferðarkjarnann Hann segir að áætlanir séu um að byggja við spítalann 400 fermetra byggingu. Það vanti um 60 legurými og staðan sé núna þannig að fólki sé dreift en að nýtingin sé orðin það mikil á mestu álagspunktunum að það þurfi að fjölga rýmum en frekar. Plássleysi sé þó ekki eini vandinn, einnig sé um að ræða skipulagsvandamál, innan og utan spítalans. Hann segir að það hefði þurft að byggja nýjan spítala fyrr en að okkur hafi líka fjölgað hraðar en spáð hafði verið. Þjóðin sé líka að eldast og að það hafi ekki verið nægilega vel séð fyrir því í áætlunum. Nýr spítali hefur nú verið í byggingu í nokkur ár en enn eru fimm ár í að nýr meðferðarkjarni verði opnaður. Þar verður að finna nýja bráðamótttöku sem á að leysa af hólmi bráðamóttökur sem í dag eru á mörgum fimm stöðum í Reykjavík. Willum segir að heilbrigðiskerfið hafi síðustu ár verið til gagngerrar skoðunar. Það sé búið að koma á fót fjarskiptalækni sem gagnist öllu landinu, það sé komin ný fjarskiptamiðstöð sem greiðir úr erindum til heilsugæslu og dregur úr álagi þar sem á að gera það að verkum að betur er hægt að vegvísa í gegnum kerfið. Hæg er að hlusta á viðtalið við Willum í heild sinni hér að ofan.
Landspítalinn Bítið Heilbrigðismál Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira