Hatursorðræða á Íslandi Einar Baldvin Árnason skrifar 8. september 2024 09:01 Tjáningarfrelsi á undir högg að sækja, á Íslandi, sem og annarsstaðar í heiminum. Þar á ég bæði við vernd okkar almennra borgara gagnvart ritskoðun ríkisins, en líka það sem óræðara er: menningarlegt tjáningarfrelsi þ.e þá hugmynd að það sé hollt, gagnlegt, og jafnvel skemmtilegt, að skiptast á skoðunum. En þetta er ekki svona, nema síður sé, í dag: upphrópanir, útskúfun, og ritskoðun hafa eflst á svo öfgakenndan og margslunginn hátt að það er til að æra óstöðugan að reyna að botna í því hvað af því vex í skjóli ríkisvaldsins, stofnana, og tæknirisa, eða einfaldlega í krafti hins almenna borgara. Það er þó líklegast að þetta haldist allt í hendur. Nýlegt dæmi er ótrúlegt bréf Mark Zuckerberg, forstjóra Meta, þar sem hann viðurkennir að hafa látið undan þrýstingi Biden-Harris ríkisstjórnarinnar um að ritskoða efni á Facebook og Instagram í Covid faraldrinum. Flest okkar hafa bara látið lítið fyrir okkur fara - annaðhvort kyngt öllum óvenjulegum skoðunum, eða í besta falli látið þær flakka í einkasamtölum. Fórnarkostnaðurinn hefur einfaldlega verið of mikill fyrir allt venjulegt fólk, enda hafa málin þróast á þann hátt að það eru fyrst og fremst milljarðamæringar, sem virðast hafa efni á því að skiptast opinberlega á óviðurkenndum skoðunum. Þetta getur ekki gengið til lengdar, enda eru frjáls og opin samskipti lykillinn að bæði þroska og vellíðan, hvort sem um einstaklinga eða samfélög er að ræða. Þó virðist vera að rofa til. Hræðslan minnkar dag frá degi, fleiri eru tilbúnir að tjá sig um mikilvæg mál opinberlega, og þeir finna, þegar á hólminn er komið, að þeir eiga sér fleiri stuðningsmenn en þá grunaði.Það er gaman að sjá fólk vakna til lífsins, en mig grunar að þetta sé tímabundið ástand. Orð og gjörðir margra vestrænna leiðtoga nýverið bera þess öll merki að tjáningarfrelsið verði ekki umborið mikið lengur, amk ekki í þeirri mynd sem við áttum að venjast. Það er þrengt að því í ólíklegustu löndum t.d Bretlandi, Bandaríkjunum og Frakklandi, á ógnarhraða, og í krafti eftirlitstækni sem hefði gert slíkt óhugsandi áður fyrr. Í sumum tilfellum er gengið svo langt að fólk er svipt frelsinu fyrir að tjá skoðanir sínar. Slík ritskoðun að ofan frá hefur færst verulega í aukana á undanförnum árum, hvort sem hún er formlega staðfest með lögum eða vegna óeðliegs þrýstings frá ríkinu. Þetta er iðulega gert í dag með þeirri afsökun, að það sé til að sporna við upplýsingaóreiðu eða hatursorðræðu - tvenn illskilgreinanleg hugtök sem er auðveldlega hægt að þenja út í hið óendanlega. Í íslenskum lögum um hatursorðræðu segir t.d: „Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á mann eða hóp manna vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar sæti sektum eða fangelsi allt að 2 árum.“ Það ætti að vera hverjum manni augljóst að þessi lög eru ekki aðeins loðin heldur alltof víðtæk. Hvað þýðir það t.d nákvæmlega að hæðast að hópi vegna þjóðernis og trúarbragða þeirra? Hvað þýðir “á annan hátt”? Það er afar auðvelt að misnota þessi lög sé viljinn fyrir hendi, og það er gert reglulega með lögsóknum. Hver slík, að ekki sé talað um þegar dómur fellur, hefur gríðarleg þöggunaráhrif út í samfélagið allt, og afleiðingarnar eru þær að aðrir hugsa sig tvisvar um áður en þeir þora að segja hug sinn. En ofangreind lög eru líka óþörf - því tjáningarfrelsið er nú þegar takmarkað á þann hátt sem langflestir telja eðlileg - það er bannað að ógna öðrum samþegnum eða hvetja til ofbeldis gegn þeim, alveg óháð því hvaða samfélagshópi þeir tilheyra, og það er í raun það eina sem þarf. Það er oft sagt að þrátt fyrir það að Ísland sé agnarsmátt land, þá geti það verið mikilvæg fyrirmynd annarra. Það er rétt, og á þessum síðustu og verstu tímum, þar sem frjáls tjáning þegnanna hefur aldrei verið mikilvægari, þá við ættum að gera betur en aðrir og verja rétt okkar til tjáningar af krafti. Af litlum neista verður oft mikið bál. Ég legg því til að við breytum lögum á Íslandi á þann hátt að tjáningarfrelsi sé tryggðara hér en nokkursstaðar annarsstaðar í heiminum. Að afnema öll lög um hatursorðræðu væri stórt skref í þá átt. Höfundur er listamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tjáningarfrelsi Mest lesið Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Tjáningarfrelsi á undir högg að sækja, á Íslandi, sem og annarsstaðar í heiminum. Þar á ég bæði við vernd okkar almennra borgara gagnvart ritskoðun ríkisins, en líka það sem óræðara er: menningarlegt tjáningarfrelsi þ.e þá hugmynd að það sé hollt, gagnlegt, og jafnvel skemmtilegt, að skiptast á skoðunum. En þetta er ekki svona, nema síður sé, í dag: upphrópanir, útskúfun, og ritskoðun hafa eflst á svo öfgakenndan og margslunginn hátt að það er til að æra óstöðugan að reyna að botna í því hvað af því vex í skjóli ríkisvaldsins, stofnana, og tæknirisa, eða einfaldlega í krafti hins almenna borgara. Það er þó líklegast að þetta haldist allt í hendur. Nýlegt dæmi er ótrúlegt bréf Mark Zuckerberg, forstjóra Meta, þar sem hann viðurkennir að hafa látið undan þrýstingi Biden-Harris ríkisstjórnarinnar um að ritskoða efni á Facebook og Instagram í Covid faraldrinum. Flest okkar hafa bara látið lítið fyrir okkur fara - annaðhvort kyngt öllum óvenjulegum skoðunum, eða í besta falli látið þær flakka í einkasamtölum. Fórnarkostnaðurinn hefur einfaldlega verið of mikill fyrir allt venjulegt fólk, enda hafa málin þróast á þann hátt að það eru fyrst og fremst milljarðamæringar, sem virðast hafa efni á því að skiptast opinberlega á óviðurkenndum skoðunum. Þetta getur ekki gengið til lengdar, enda eru frjáls og opin samskipti lykillinn að bæði þroska og vellíðan, hvort sem um einstaklinga eða samfélög er að ræða. Þó virðist vera að rofa til. Hræðslan minnkar dag frá degi, fleiri eru tilbúnir að tjá sig um mikilvæg mál opinberlega, og þeir finna, þegar á hólminn er komið, að þeir eiga sér fleiri stuðningsmenn en þá grunaði.Það er gaman að sjá fólk vakna til lífsins, en mig grunar að þetta sé tímabundið ástand. Orð og gjörðir margra vestrænna leiðtoga nýverið bera þess öll merki að tjáningarfrelsið verði ekki umborið mikið lengur, amk ekki í þeirri mynd sem við áttum að venjast. Það er þrengt að því í ólíklegustu löndum t.d Bretlandi, Bandaríkjunum og Frakklandi, á ógnarhraða, og í krafti eftirlitstækni sem hefði gert slíkt óhugsandi áður fyrr. Í sumum tilfellum er gengið svo langt að fólk er svipt frelsinu fyrir að tjá skoðanir sínar. Slík ritskoðun að ofan frá hefur færst verulega í aukana á undanförnum árum, hvort sem hún er formlega staðfest með lögum eða vegna óeðliegs þrýstings frá ríkinu. Þetta er iðulega gert í dag með þeirri afsökun, að það sé til að sporna við upplýsingaóreiðu eða hatursorðræðu - tvenn illskilgreinanleg hugtök sem er auðveldlega hægt að þenja út í hið óendanlega. Í íslenskum lögum um hatursorðræðu segir t.d: „Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á mann eða hóp manna vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar sæti sektum eða fangelsi allt að 2 árum.“ Það ætti að vera hverjum manni augljóst að þessi lög eru ekki aðeins loðin heldur alltof víðtæk. Hvað þýðir það t.d nákvæmlega að hæðast að hópi vegna þjóðernis og trúarbragða þeirra? Hvað þýðir “á annan hátt”? Það er afar auðvelt að misnota þessi lög sé viljinn fyrir hendi, og það er gert reglulega með lögsóknum. Hver slík, að ekki sé talað um þegar dómur fellur, hefur gríðarleg þöggunaráhrif út í samfélagið allt, og afleiðingarnar eru þær að aðrir hugsa sig tvisvar um áður en þeir þora að segja hug sinn. En ofangreind lög eru líka óþörf - því tjáningarfrelsið er nú þegar takmarkað á þann hátt sem langflestir telja eðlileg - það er bannað að ógna öðrum samþegnum eða hvetja til ofbeldis gegn þeim, alveg óháð því hvaða samfélagshópi þeir tilheyra, og það er í raun það eina sem þarf. Það er oft sagt að þrátt fyrir það að Ísland sé agnarsmátt land, þá geti það verið mikilvæg fyrirmynd annarra. Það er rétt, og á þessum síðustu og verstu tímum, þar sem frjáls tjáning þegnanna hefur aldrei verið mikilvægari, þá við ættum að gera betur en aðrir og verja rétt okkar til tjáningar af krafti. Af litlum neista verður oft mikið bál. Ég legg því til að við breytum lögum á Íslandi á þann hátt að tjáningarfrelsi sé tryggðara hér en nokkursstaðar annarsstaðar í heiminum. Að afnema öll lög um hatursorðræðu væri stórt skref í þá átt. Höfundur er listamaður.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun