Klæðing fauk af veginum í hvassviðri Bjarki Sigurðsson skrifar 7. september 2024 16:08 Ökumenn þurfa að hafa varann á þegar ekið er á svæðinu. Vegagerðin Klæðing hefur fokið af kafla vegarins um Mývatns- og Möðrudalsöræfi. Vindhviður náðu allt að 37 metrum á sekúndu í gær og segir upplýsinga fulltrúi Vegagerðarinnar fólk verða að aka varlega um svæðið. Gert verður við veginn eftir helgi. Mikið hvassviðri hefur verið á svæðinu síðustu daga. Veginum, sem tengir Austfirði og Norðurland, var lokað um tíma í fyrradag vegna veðurs og þegar starfsmenn Vegagerðarinnar mættu á svæðið í gærmorgun hafði klæðingin fokið af á fimm stöðum á fimmtán kílómetra kafla. RÚV greindi fyrst frá málinu. Búið er að laga veginn til bráðabirgða.Vegagerðin G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segist aldrei hafa séð svo mikið magn af klæðingu fjúka af vegi. „Það er ekki algengt að þetta gerist en þetta gerist við og við víða á landinu. Að klæðingin flettist svona ofan af. Þetta gerist þegar vindur kemst undir kant einhversstaðar, þá nær það að fletta þessu svona af. Fer undir klæðinguna og rífur hana af,“ segir G. Pétur. G. Pétur Matthíasson, forstöðumaður samskiptadeildar Vegagerðarinnar.Vísir/Einar Búið er að hreinsa svæðið og laga veginn til bráðabirgða. Það ætti að vera öruggt að aka veginn. Hins vegar er mikilvægt að ökumenn fari eftir merkingum á svæðinu og aka varlega. „Það má alltaf búast við því að þetta geti gerst. Það er erfitt við það að eiga. Íslenska veðrið er einfaldlega þannig,“ segir G. Pétur. Klæðingin fauk af á fimm stöðum á fimmtán kílómetra kafla.Vegagerðin Starfsmenn stofnunarinnar fara á svæðið eftir helgi og leggja nýja klæðingu þar hún hefur fokið af. „Núna í þessu tilviki er það nauðsynlegt að fara varlega yfir þessa fimmtán kílómetra. Svo er það það venjulega, að haga akstri eftir aðstæðum hverju sinni,“ segir G. Pétur. Vegagerð Múlaþing Norðurþing Samgöngur Veður Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Mikið hvassviðri hefur verið á svæðinu síðustu daga. Veginum, sem tengir Austfirði og Norðurland, var lokað um tíma í fyrradag vegna veðurs og þegar starfsmenn Vegagerðarinnar mættu á svæðið í gærmorgun hafði klæðingin fokið af á fimm stöðum á fimmtán kílómetra kafla. RÚV greindi fyrst frá málinu. Búið er að laga veginn til bráðabirgða.Vegagerðin G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segist aldrei hafa séð svo mikið magn af klæðingu fjúka af vegi. „Það er ekki algengt að þetta gerist en þetta gerist við og við víða á landinu. Að klæðingin flettist svona ofan af. Þetta gerist þegar vindur kemst undir kant einhversstaðar, þá nær það að fletta þessu svona af. Fer undir klæðinguna og rífur hana af,“ segir G. Pétur. G. Pétur Matthíasson, forstöðumaður samskiptadeildar Vegagerðarinnar.Vísir/Einar Búið er að hreinsa svæðið og laga veginn til bráðabirgða. Það ætti að vera öruggt að aka veginn. Hins vegar er mikilvægt að ökumenn fari eftir merkingum á svæðinu og aka varlega. „Það má alltaf búast við því að þetta geti gerst. Það er erfitt við það að eiga. Íslenska veðrið er einfaldlega þannig,“ segir G. Pétur. Klæðingin fauk af á fimm stöðum á fimmtán kílómetra kafla.Vegagerðin Starfsmenn stofnunarinnar fara á svæðið eftir helgi og leggja nýja klæðingu þar hún hefur fokið af. „Núna í þessu tilviki er það nauðsynlegt að fara varlega yfir þessa fimmtán kílómetra. Svo er það það venjulega, að haga akstri eftir aðstæðum hverju sinni,“ segir G. Pétur.
Vegagerð Múlaþing Norðurþing Samgöngur Veður Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira