Fáheyrð umræða komin á yfirborðið Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 30. ágúst 2024 16:03 Það er ekki að ástæðulausu að ég fagna því nær undantekningarlaust í hvert skipti sem við ræðum menntamál á Alþingi. Því við gerum það of sjaldan. Það er raunar mín skoðun að of lítið hefur verið um skoðanaskipti um stöðu skólakerfisins meðal stjórnmálamanna á undanförnum árum. Að marka stefnuna hefur verið eftirlátið öðrum en þeim sem setja lögin og samþykkja fjármögnun skólakerfisins og þar af leiðandi veigra stjórnmálamenn sér við því að taka ábyrgð á stöðunni eins og hún blasir við í dag. Í sumar hefur hávær umræða loksins komist upp á yfirborðið um stöðu menntamála hérlendis. Því fagna ég henni ákaft og vona að henni ljúki ekki þó haustið hafi hraustlega bankað á dyr, hið minnsta mun ég hér eftir sem hingað til vekja athygli á ýmsum atriðum sem betur má fara í skólakerfinu okkar. Þá hefur menntamálaráðherra kynnt stórar lagabreytingar í samráðsgátt og vænti ég þess að á þinginu verði miklar umræður um málið. En mörgu er enn ósvarað í þeim áætlunum. Hver er stefnan? Þær breytingar sem farið hefur verið í og kynntar eru til leiks nú bera því miður ekki með sér að í brennidepli séu aukin gæði menntunar. Gæði skóla og gæði kennara eru mikilvægustu þættirnir í umbótum á skólakerfinu okkar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur alla tíð haft skýra sýn á menntakerfið. Það er samkvæmt stefnu okkar eitt mikilvægasta tólið til að tryggja öllum jöfn tækifæri. Skólinn á að vera öruggur fyrir öll börn, til að blómstra á eigin forsendum. Það má vera samkeppni, samanburður og einna helst ætti að tryggja valfrelsi foreldra um skóla með betri hætti en nú er gert. Skólinn er jú fyrst og fremst fyrir börnin og frumforsenda á úrbótum á skólakerfinu er meiri metnaður í að auka gæði menntunar, t.a.m. með afnámi ríkiseinokunar á útgáfu námsgagna og beturumbætur á menntun kennara. Til að ala upp barn þarf heilt þorp til Ef fram heldur sem horfir verður aðkoma foreldra að menntun barna sinna nær engin, þá bita fyrir bita minnkar þorpið utan um barnið. Til að nefna dæmi eru einkunnaspjöld barna orðin það flókin að heyrst hefur að foreldrar skilji jafnvel ekki hvað þar stendur og geta því ekki áttað sig á því hver staða barns síns er. Nú er stefnan sú að innleiða matsferil, sem örðugt virðist hafa verið fyrir menntayfirvöld að útskýra hvernig nákvæmlega eigi að virka, og með því hefur á fyrstu skrefum þess skapast verulegar efasemdir um nýja verkfærið. Foreldrar veita mikilvægt aðhald í skólakerfinu, en ef við flækjum kerfið um of missum við tengsl heimilis og skóla. Líkt og tími er til kominn að stjórnmálamenn ræði af fullri alvöru um menntamál þá þarf að valdefla foreldra svo heyrist megi í rödd þeirra í umræðunni svo bæta megi aðkomu þeirra að menntun barna sinna. Tími aðgerða Eitt ár í lífi barns er langur tími. Því fleiri börn sem útskrifast úr grunnskólum landsins með litla sem enga lestrarfærni því stærri verður vandinn þegar þau fara lengra inn í lífið. Tækifæri glatast og samfélagið missir af hæfileikum hvers og eins einstaklings. Þekkt er slæm staða drengja innan skólakerfisins en einnig berast okkur fregnir af skekkju meðal nemenda höfuðborgarsvæðisins og nemenda á landsbyggðinni, það er óásættanlegt að ekkert sé aðhafst í þeim efnum. Við bregðumst börnunum og framtíðarkynslóðum ef ekki er gripið til alvöru umbóta, ábyrgðin er mikil og tími aðgerða er löngu kominn. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Ósk Guðmundsdóttir Skóla- og menntamál Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki að ástæðulausu að ég fagna því nær undantekningarlaust í hvert skipti sem við ræðum menntamál á Alþingi. Því við gerum það of sjaldan. Það er raunar mín skoðun að of lítið hefur verið um skoðanaskipti um stöðu skólakerfisins meðal stjórnmálamanna á undanförnum árum. Að marka stefnuna hefur verið eftirlátið öðrum en þeim sem setja lögin og samþykkja fjármögnun skólakerfisins og þar af leiðandi veigra stjórnmálamenn sér við því að taka ábyrgð á stöðunni eins og hún blasir við í dag. Í sumar hefur hávær umræða loksins komist upp á yfirborðið um stöðu menntamála hérlendis. Því fagna ég henni ákaft og vona að henni ljúki ekki þó haustið hafi hraustlega bankað á dyr, hið minnsta mun ég hér eftir sem hingað til vekja athygli á ýmsum atriðum sem betur má fara í skólakerfinu okkar. Þá hefur menntamálaráðherra kynnt stórar lagabreytingar í samráðsgátt og vænti ég þess að á þinginu verði miklar umræður um málið. En mörgu er enn ósvarað í þeim áætlunum. Hver er stefnan? Þær breytingar sem farið hefur verið í og kynntar eru til leiks nú bera því miður ekki með sér að í brennidepli séu aukin gæði menntunar. Gæði skóla og gæði kennara eru mikilvægustu þættirnir í umbótum á skólakerfinu okkar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur alla tíð haft skýra sýn á menntakerfið. Það er samkvæmt stefnu okkar eitt mikilvægasta tólið til að tryggja öllum jöfn tækifæri. Skólinn á að vera öruggur fyrir öll börn, til að blómstra á eigin forsendum. Það má vera samkeppni, samanburður og einna helst ætti að tryggja valfrelsi foreldra um skóla með betri hætti en nú er gert. Skólinn er jú fyrst og fremst fyrir börnin og frumforsenda á úrbótum á skólakerfinu er meiri metnaður í að auka gæði menntunar, t.a.m. með afnámi ríkiseinokunar á útgáfu námsgagna og beturumbætur á menntun kennara. Til að ala upp barn þarf heilt þorp til Ef fram heldur sem horfir verður aðkoma foreldra að menntun barna sinna nær engin, þá bita fyrir bita minnkar þorpið utan um barnið. Til að nefna dæmi eru einkunnaspjöld barna orðin það flókin að heyrst hefur að foreldrar skilji jafnvel ekki hvað þar stendur og geta því ekki áttað sig á því hver staða barns síns er. Nú er stefnan sú að innleiða matsferil, sem örðugt virðist hafa verið fyrir menntayfirvöld að útskýra hvernig nákvæmlega eigi að virka, og með því hefur á fyrstu skrefum þess skapast verulegar efasemdir um nýja verkfærið. Foreldrar veita mikilvægt aðhald í skólakerfinu, en ef við flækjum kerfið um of missum við tengsl heimilis og skóla. Líkt og tími er til kominn að stjórnmálamenn ræði af fullri alvöru um menntamál þá þarf að valdefla foreldra svo heyrist megi í rödd þeirra í umræðunni svo bæta megi aðkomu þeirra að menntun barna sinna. Tími aðgerða Eitt ár í lífi barns er langur tími. Því fleiri börn sem útskrifast úr grunnskólum landsins með litla sem enga lestrarfærni því stærri verður vandinn þegar þau fara lengra inn í lífið. Tækifæri glatast og samfélagið missir af hæfileikum hvers og eins einstaklings. Þekkt er slæm staða drengja innan skólakerfisins en einnig berast okkur fregnir af skekkju meðal nemenda höfuðborgarsvæðisins og nemenda á landsbyggðinni, það er óásættanlegt að ekkert sé aðhafst í þeim efnum. Við bregðumst börnunum og framtíðarkynslóðum ef ekki er gripið til alvöru umbóta, ábyrgðin er mikil og tími aðgerða er löngu kominn. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun