Börn með skólatöskur Mjöll Matthíasdóttir skrifar 28. ágúst 2024 20:02 Ég er kennari og það er alltaf sérstök tilfinning þegar haustar að. Skáldið og kennarinn Vilborg Dagbjartsdóttir orðaði það svo: „Einhverja nóttina koma skógarþrestirnirað tína reyniber af trjánumáður en þeir leggja í langferðina yfir hafið,en það eru ekki þeir sem koma með haustiðþað gera lítil börn með skólatöskur.“ Á hverju hausti streyma börnin af stað í skólann – lítil börn með skólatöskur. Ég er viss um að margir foreldrar kannast við þá ljúfsáru tilfinningu að horfa á eftir barninu sínu hefja þá göngu. Ég minnist þess að hafa horft á eftir glöðu og eftirvæntingarfullu barni valhoppa af stað fyrsta skóladaginn. Innra með mér bærðust blendnar tilfinningar; gleði yfir eftirvæntingu barnsins blandin óvissu um framhaldið. Nú í haust hófu rúmlega 4.000 börn grunnskólagöngu í fyrsta sinn. Næstu tíu ár verður grunnskólinn vinnustaður þeirra. Hvernig þau fóta sig á þeirri göngu skiptir öllu máli og því þarf að vanda til eins og kostur er. Okkur sem samfélagi ber að hlúa vel að börnum og veita þeim bestu mögulega menntun. Þar skipta fagmennska og stöðugleiki miklu máli. Takist okkur að móta þannig umgjörð um skólagöngu barns er vel. Það er fjárfesting sem skilar sér margfalt til baka fyrir einstaklinginn og samfélagið allt. Við sem eldri erum og höfum lokið grunnskólagöngu lítum kannski stundum til baka. Hvernig sú upplifun situr í minningunni er örugglega misjafnt og ætti að gera okkur ljóst hve mikilvægt er að vel takist til. Ég man þegar við smíðuðum líkan af skólanum og fórum í hjólaferð með bekknum. Ég man kennarann sem lagði sig allan fram við enskuna sem hann var að kenna í fyrsta skipti. Ég man forskriftarbókina, gular lýsispillur og ótal margt fleira. Allt um kring voru kennararnir sem sumir fylgdu bekknum ár eftir ár. Voru fastur punktur í tilverunni og stuðluðu að stöðugleika og árangri. Hvaða minningar mun nemandinn sem hefur grunnskólagöngu þetta haustið eignast? Hvaða vegferð bíður hans þessi ár sem fram undan eru? Það er mikilvægt að skólaganga nemenda einkennist af stöðugleika og fagmennsku. Að nemandinn hitti jafnvel sama kennarann aftur og aftur að hausti. Veruleikinn er því miður allt of oft sá að svo er ekki og stundum er ekki bara nýr kennari að hausti heldur oftar yfir veturinn, eins og dæmin og tölurnar sýna því miður. Blákaldar tölulegar staðreyndir sýna að rúmlega fjórðungur leiðbeinenda sem sinnti kennslu í grunnskólum árið 2021 var ekki við störf árið eftir og einn af hverjum fimm sem sinnti kennslu árið 2023 hafði ekki lokið kennaramenntun. Kennarar eru þrefalt líklegri en ófaglærðir til að starfa áfram við kennslu. Menntun er fjárfesting fyrir öll sem sækja sér hana og ekki síður fyrir samfélagið. Börnin okkar eiga rétt á að við búum vel að skólagöngu þeirra, þar sé fagmennska í fyrirrúmi og stöðugleiki ríki. Við væntum þess að af lokinni grunnskólagöngu sæki þau sér frekari menntun. Því er mikilvægt að vel sé búið að skólum og sá undirbúningur sem börnin fá fyrir líf og starf þarf að standa á faglegum grunni. Kennarar hafa sérþekkingu á námi og kennslu. Í samstarfi við heimilin er það verkefni þeirra að leiða börn til aukins þroska. Fjárfestum í kennurum, fyrir börnin og fyrir framtíðina. Höfundur er formaður Félags grunnskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Mjöll Matthíasdóttir Börn og uppeldi Mest lesið Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun Rekum RUV ohf „að heiman“ Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Vinstri græn gegn íslensku láglaunastefnunni Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Stríð í Evrópu Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hvað með kvótakaupendur? Haukur Eggertsson Skoðun Sögulegar lexíur: Jafnvægi milli sérkennslu fyrir innflytjendur og félagslegrar samþættingar Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Ísland eftir 100 ár Einar G. Harðarson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Ég er kennari og það er alltaf sérstök tilfinning þegar haustar að. Skáldið og kennarinn Vilborg Dagbjartsdóttir orðaði það svo: „Einhverja nóttina koma skógarþrestirnirað tína reyniber af trjánumáður en þeir leggja í langferðina yfir hafið,en það eru ekki þeir sem koma með haustiðþað gera lítil börn með skólatöskur.“ Á hverju hausti streyma börnin af stað í skólann – lítil börn með skólatöskur. Ég er viss um að margir foreldrar kannast við þá ljúfsáru tilfinningu að horfa á eftir barninu sínu hefja þá göngu. Ég minnist þess að hafa horft á eftir glöðu og eftirvæntingarfullu barni valhoppa af stað fyrsta skóladaginn. Innra með mér bærðust blendnar tilfinningar; gleði yfir eftirvæntingu barnsins blandin óvissu um framhaldið. Nú í haust hófu rúmlega 4.000 börn grunnskólagöngu í fyrsta sinn. Næstu tíu ár verður grunnskólinn vinnustaður þeirra. Hvernig þau fóta sig á þeirri göngu skiptir öllu máli og því þarf að vanda til eins og kostur er. Okkur sem samfélagi ber að hlúa vel að börnum og veita þeim bestu mögulega menntun. Þar skipta fagmennska og stöðugleiki miklu máli. Takist okkur að móta þannig umgjörð um skólagöngu barns er vel. Það er fjárfesting sem skilar sér margfalt til baka fyrir einstaklinginn og samfélagið allt. Við sem eldri erum og höfum lokið grunnskólagöngu lítum kannski stundum til baka. Hvernig sú upplifun situr í minningunni er örugglega misjafnt og ætti að gera okkur ljóst hve mikilvægt er að vel takist til. Ég man þegar við smíðuðum líkan af skólanum og fórum í hjólaferð með bekknum. Ég man kennarann sem lagði sig allan fram við enskuna sem hann var að kenna í fyrsta skipti. Ég man forskriftarbókina, gular lýsispillur og ótal margt fleira. Allt um kring voru kennararnir sem sumir fylgdu bekknum ár eftir ár. Voru fastur punktur í tilverunni og stuðluðu að stöðugleika og árangri. Hvaða minningar mun nemandinn sem hefur grunnskólagöngu þetta haustið eignast? Hvaða vegferð bíður hans þessi ár sem fram undan eru? Það er mikilvægt að skólaganga nemenda einkennist af stöðugleika og fagmennsku. Að nemandinn hitti jafnvel sama kennarann aftur og aftur að hausti. Veruleikinn er því miður allt of oft sá að svo er ekki og stundum er ekki bara nýr kennari að hausti heldur oftar yfir veturinn, eins og dæmin og tölurnar sýna því miður. Blákaldar tölulegar staðreyndir sýna að rúmlega fjórðungur leiðbeinenda sem sinnti kennslu í grunnskólum árið 2021 var ekki við störf árið eftir og einn af hverjum fimm sem sinnti kennslu árið 2023 hafði ekki lokið kennaramenntun. Kennarar eru þrefalt líklegri en ófaglærðir til að starfa áfram við kennslu. Menntun er fjárfesting fyrir öll sem sækja sér hana og ekki síður fyrir samfélagið. Börnin okkar eiga rétt á að við búum vel að skólagöngu þeirra, þar sé fagmennska í fyrirrúmi og stöðugleiki ríki. Við væntum þess að af lokinni grunnskólagöngu sæki þau sér frekari menntun. Því er mikilvægt að vel sé búið að skólum og sá undirbúningur sem börnin fá fyrir líf og starf þarf að standa á faglegum grunni. Kennarar hafa sérþekkingu á námi og kennslu. Í samstarfi við heimilin er það verkefni þeirra að leiða börn til aukins þroska. Fjárfestum í kennurum, fyrir börnin og fyrir framtíðina. Höfundur er formaður Félags grunnskólakennara.
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun
Sögulegar lexíur: Jafnvægi milli sérkennslu fyrir innflytjendur og félagslegrar samþættingar Anna Kristín Jensdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun
Sögulegar lexíur: Jafnvægi milli sérkennslu fyrir innflytjendur og félagslegrar samþættingar Anna Kristín Jensdóttir Skoðun