Ólympíufara fagnað á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. ágúst 2024 20:06 Hákon Þór Svavarsson, keppandi á Ólympíuleikunum í París og Bragi Bjarnason, bæjarstjóri í Árborg við athöfnina í gær. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ólympíufari Selfyssinga, Hákon Þór Svavarsson, sem keppti í skotfimi á Ólympíuleikunum í París fékk góðar móttökur hjá heimamönnum þegar hann kom heim af leikunum. Hann stefnir ótrauður á að keppa líka á næstu Ólympíuleikum eftir fjögur ár, sem verða í Los Angeles í Bandaríkjunum. Bæjarstjórn Árborgar stóð yfir móttöku síðdegis í gær á Brúartorgi í nýja miðbænum á Selfossi fyrir Hákon Þór og fjölskyldu hans. Fjölmargir mættu til að fagna Hákoni og fjölskyldu. Hákon Þór var duglegur að æfa sig á svæði Skotíþróttafélags Suðurlands í Ölfusi áður en hann hélt til Parísar en þar stóð hann sig ótrúlega vel, varð í 23 sæti og náði þar með mjög góðum árangri en tekið skal skýrt fram að það voru allt atvinnumenn, sem hann keppti við, hann var eini ekki atvinnumaðurinn í haglabyssu skotfiminni. „Þetta var bara mjög skemmtileg upplifun. Það kom mér svolítið á óvart að ég hélt að ég yrði ægilega stressaður, sem ég var náttúrulega að sumu leyti en ég hélt að það yrði miklu verra,” segir Hákon Þór hlæjandi. En var þetta mikil upplifun fyrir þig? „ Já, mjög mikil og bara gaman að sjá allt þetta öfluga íþróttafólk og finna stuðninginn hérna heiman frá og frá fólkinu, sem kom að horfa, þetta var mjög skemmtilegt.” En stefnir Hákon Þór með byssuna á næstu Ólympíuleika eftir fjögur ár eða hvað? „Það er alveg líklegt, maður reynir allavega.” Og bæjarstjóri Árborgar er mjög stoltur af árangri Hákonar Þórs eins og aðrir íbúar sveitarfélagsins. „Þetta er ótrúlegt afrek, sem Hákon vann þarna. Bæði að vinna sig inn á leikana og svo að standa sig svona vel að ná besta árangri Íslendings í haglabyssuskotfimi, þannig að við getum ekki verið annað en stolt af honum,” segir Bragi Bjarnason, bæjarstjóri. Vinir og vandamenn Hákonar Svavars og aðrir bæjarbúar á Selfossi mættu til að taka á móti ólympíufaranum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og er ekki gaman fyrir sveitarfélagið að eiga ólympíufara? „Það er náttúrulega alveg frábært og hvetur vonandi bara fleiri til dáða. Þú getur þetta, alveg sama í hvaða grein þú ert, þannig að ég vona, bæði yngri kynslóðir og aðrar íþróttagreinar og íþróttafólk sjái þetta, sem metnað í að reyna að komast á þetta stóra svið,” bætir bæjarstjórinn við. Árborg Ólympíuleikar Skotvopn Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Bæjarstjórn Árborgar stóð yfir móttöku síðdegis í gær á Brúartorgi í nýja miðbænum á Selfossi fyrir Hákon Þór og fjölskyldu hans. Fjölmargir mættu til að fagna Hákoni og fjölskyldu. Hákon Þór var duglegur að æfa sig á svæði Skotíþróttafélags Suðurlands í Ölfusi áður en hann hélt til Parísar en þar stóð hann sig ótrúlega vel, varð í 23 sæti og náði þar með mjög góðum árangri en tekið skal skýrt fram að það voru allt atvinnumenn, sem hann keppti við, hann var eini ekki atvinnumaðurinn í haglabyssu skotfiminni. „Þetta var bara mjög skemmtileg upplifun. Það kom mér svolítið á óvart að ég hélt að ég yrði ægilega stressaður, sem ég var náttúrulega að sumu leyti en ég hélt að það yrði miklu verra,” segir Hákon Þór hlæjandi. En var þetta mikil upplifun fyrir þig? „ Já, mjög mikil og bara gaman að sjá allt þetta öfluga íþróttafólk og finna stuðninginn hérna heiman frá og frá fólkinu, sem kom að horfa, þetta var mjög skemmtilegt.” En stefnir Hákon Þór með byssuna á næstu Ólympíuleika eftir fjögur ár eða hvað? „Það er alveg líklegt, maður reynir allavega.” Og bæjarstjóri Árborgar er mjög stoltur af árangri Hákonar Þórs eins og aðrir íbúar sveitarfélagsins. „Þetta er ótrúlegt afrek, sem Hákon vann þarna. Bæði að vinna sig inn á leikana og svo að standa sig svona vel að ná besta árangri Íslendings í haglabyssuskotfimi, þannig að við getum ekki verið annað en stolt af honum,” segir Bragi Bjarnason, bæjarstjóri. Vinir og vandamenn Hákonar Svavars og aðrir bæjarbúar á Selfossi mættu til að taka á móti ólympíufaranum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og er ekki gaman fyrir sveitarfélagið að eiga ólympíufara? „Það er náttúrulega alveg frábært og hvetur vonandi bara fleiri til dáða. Þú getur þetta, alveg sama í hvaða grein þú ert, þannig að ég vona, bæði yngri kynslóðir og aðrar íþróttagreinar og íþróttafólk sjái þetta, sem metnað í að reyna að komast á þetta stóra svið,” bætir bæjarstjórinn við.
Árborg Ólympíuleikar Skotvopn Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira