Fólk með gólfhitakerfi ætti að sýna sérstaka aðgát Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. ágúst 2024 11:29 Nýtt hitaveiturör sem á að tengja inn á flutningskerfið í Víðidal. Heitavatnslaust verður á stórum hluta höfuðborgarsvæðisins vegna framkvæmdanna fram á miðvikudag. Vísir/Vilhelm Stærsta heitavatnslokun í sögu Veitna skellur á í kvöld. Heitavatnslaust verður hjá næstum þriðjungi þjóðarinnar fram á miðvikudag. Pípulagningameistari ráðleggur íbúum að skrúfa fyrir krana og loka fyrir inntak heits vatns. Þá þurfi fólk með gólfhitakerfi að huga sérstaklega að sínum kerfum. Lokað verður fyrir heitavatnið í Hafnarfirði, Garðabæ, Álftanesi, Kópavogi, Breiðholti, Hólmsheiði, Almannadal og Norðlingaholti klukkan 22 í kvöld, 19. ágúst, og opnað aftur fyrir það í hádeginu á miðvikudag, 21. ágúst. Lokunin er fyrsti liður í tengingu á nýrri flutningsæð hitaveitu. „Þessi svæði eru stækkandi og eftir því sem við byggjum meira af húsum þá þurfum við meira af heitu vatni og nú erum við komin á þann stað að til þess að geta flutt vatn af þessum svæðum, frá virkjununum okkar, þá þurfum við að bæta við annarri lögn samhliða hinni,“ sagði Hrefna Hallgrímsdóttir forstöðumaður vatnsmiðla hjá Veitum í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hér að neðan má sjá kort af svæðinu frá Veitum. Loka fyrir inntak og skrúfa fyrir krana Heitavatnsleysið er gríðarumfangsmikið. Það mun hafa áhrif á um 120 þúsund manns og viðbúið er að röskun verði á einhverri starfsemi, sundlaugum á svæðinu verður til að mynda lokað. En hvað ber að hafa í huga, nú þegar heitavatnsleysið er við það að skella á? Guðmundur Páll Ólafsson pípulagningameistari var einnig gestur í Bítinu. Hann ráðlagði öllum að loka fyrir heitavatnsinntakið og skrúfa fyrir krana. „Svo þegar búið er að hleypa á kerfið aftur í heild sinni, opnið þá fyrir þann krana aftur í rólegheitum, og verið viss um að allir heitavatnskranar séu lokaðir í eldhúsvöskum og baðvöskum og fleira,“ sagði Guðmundur. Þá sé gott að hafa glugga lokaða til að halda varma inni. Guðmundur beindi því einnig sérstaklega til fólks með gólfhitakerfi að huga að sínum kerfum. „Þá myndi ég biðja fólk að taka dælurnar úr sambandi. Ef kerfin liggja þannig að það verði þrýstifall á kerfinu, þá getur komist loft inn á dælurnar og dælurnar eru mismunandi úr garði gerðar. Sumar þola það illa, aðrar drepa á sér,“ sagði Guðmundur. Frekari leiðbeiningar eru aðgengilegar á vef Veitna, veitur.is, og þá hefur Félag pípulagningameistara tekið saman leiðbeiningar sem birtar hafa verið á vef félagsins, piparinn.is. Tíu lykilráðleggingar Ráðleggingar frá félagi Pípulagningameistara má sjá listaðar að neðan: Fylgjast með tilkynningum veitufyrirtækja um fyrirhugaða lokun á heitu vatni. Loka fyrir stofnloka/inntaksloka á heitu vatni rétt fyrir fyrirhugaða lokun á heitu vatni. Loka fyrir loka á bakrás (retúr) til að halda vatni inni á hitakerfinu. Slökkva á hringrásardælum, ef við á. Eftir að viðgerð er lokið og vatn komið aftur á dreifikerfið: Þegar vatni er hleypt aftur á dreifikerfið er MIKILVÆGT að opna fyrst fyrir loka á bakrás og síðan fyrir stofnloka/inntaksloka. Skrúfa frá heitu neysluvatni (t.d. eldhús- eða skolvask) og láta vatn renna í 30 sekúndur eða þar til loft er farið úr lögnum. (Þar sem er varmaskiptir bíða eftir nægu hitastigi úr krana.) Kveikja á hringrásardælum, ef við á. Ef hitakerfið virkar ekki, athuga hvort óhreinindi séu í inntakssíu eða þrýstijafnari hættur að virka. Ef ekki er hægt að koma hitakerfinu í gang er hægt að finna pípara á piparinn.is Fylgjast vel með hitakerfinu eftir að það er komið í gang. Athuga með leka og hvort kerfið virkar rétt. Orkumál Reykjavík Garðabær Kópavogur Tengdar fréttir Stærra svæði aldrei orðið heitavatnslaust Íbúar víða á höfuðborgarsvæði verða að búa sig undir heitavatnsleysi næstu þrjá daga. Aldrei fyrr hefur jafn stórt svæði orðið fyrir truflunum. 18. ágúst 2024 12:09 Þriggja daga heitavatnsleysi í næstu viku Íbúar í Hafnarfirði, Garðabæ, Álftanesi, Kópavogi, Norðlingaholti og Breiðholti þurfa að búa sig undir heitavatnsleysi á mánudag. Það varir fram á miðvikudag. 16. ágúst 2024 10:25 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Sjá meira
Lokað verður fyrir heitavatnið í Hafnarfirði, Garðabæ, Álftanesi, Kópavogi, Breiðholti, Hólmsheiði, Almannadal og Norðlingaholti klukkan 22 í kvöld, 19. ágúst, og opnað aftur fyrir það í hádeginu á miðvikudag, 21. ágúst. Lokunin er fyrsti liður í tengingu á nýrri flutningsæð hitaveitu. „Þessi svæði eru stækkandi og eftir því sem við byggjum meira af húsum þá þurfum við meira af heitu vatni og nú erum við komin á þann stað að til þess að geta flutt vatn af þessum svæðum, frá virkjununum okkar, þá þurfum við að bæta við annarri lögn samhliða hinni,“ sagði Hrefna Hallgrímsdóttir forstöðumaður vatnsmiðla hjá Veitum í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hér að neðan má sjá kort af svæðinu frá Veitum. Loka fyrir inntak og skrúfa fyrir krana Heitavatnsleysið er gríðarumfangsmikið. Það mun hafa áhrif á um 120 þúsund manns og viðbúið er að röskun verði á einhverri starfsemi, sundlaugum á svæðinu verður til að mynda lokað. En hvað ber að hafa í huga, nú þegar heitavatnsleysið er við það að skella á? Guðmundur Páll Ólafsson pípulagningameistari var einnig gestur í Bítinu. Hann ráðlagði öllum að loka fyrir heitavatnsinntakið og skrúfa fyrir krana. „Svo þegar búið er að hleypa á kerfið aftur í heild sinni, opnið þá fyrir þann krana aftur í rólegheitum, og verið viss um að allir heitavatnskranar séu lokaðir í eldhúsvöskum og baðvöskum og fleira,“ sagði Guðmundur. Þá sé gott að hafa glugga lokaða til að halda varma inni. Guðmundur beindi því einnig sérstaklega til fólks með gólfhitakerfi að huga að sínum kerfum. „Þá myndi ég biðja fólk að taka dælurnar úr sambandi. Ef kerfin liggja þannig að það verði þrýstifall á kerfinu, þá getur komist loft inn á dælurnar og dælurnar eru mismunandi úr garði gerðar. Sumar þola það illa, aðrar drepa á sér,“ sagði Guðmundur. Frekari leiðbeiningar eru aðgengilegar á vef Veitna, veitur.is, og þá hefur Félag pípulagningameistara tekið saman leiðbeiningar sem birtar hafa verið á vef félagsins, piparinn.is. Tíu lykilráðleggingar Ráðleggingar frá félagi Pípulagningameistara má sjá listaðar að neðan: Fylgjast með tilkynningum veitufyrirtækja um fyrirhugaða lokun á heitu vatni. Loka fyrir stofnloka/inntaksloka á heitu vatni rétt fyrir fyrirhugaða lokun á heitu vatni. Loka fyrir loka á bakrás (retúr) til að halda vatni inni á hitakerfinu. Slökkva á hringrásardælum, ef við á. Eftir að viðgerð er lokið og vatn komið aftur á dreifikerfið: Þegar vatni er hleypt aftur á dreifikerfið er MIKILVÆGT að opna fyrst fyrir loka á bakrás og síðan fyrir stofnloka/inntaksloka. Skrúfa frá heitu neysluvatni (t.d. eldhús- eða skolvask) og láta vatn renna í 30 sekúndur eða þar til loft er farið úr lögnum. (Þar sem er varmaskiptir bíða eftir nægu hitastigi úr krana.) Kveikja á hringrásardælum, ef við á. Ef hitakerfið virkar ekki, athuga hvort óhreinindi séu í inntakssíu eða þrýstijafnari hættur að virka. Ef ekki er hægt að koma hitakerfinu í gang er hægt að finna pípara á piparinn.is Fylgjast vel með hitakerfinu eftir að það er komið í gang. Athuga með leka og hvort kerfið virkar rétt.
Orkumál Reykjavík Garðabær Kópavogur Tengdar fréttir Stærra svæði aldrei orðið heitavatnslaust Íbúar víða á höfuðborgarsvæði verða að búa sig undir heitavatnsleysi næstu þrjá daga. Aldrei fyrr hefur jafn stórt svæði orðið fyrir truflunum. 18. ágúst 2024 12:09 Þriggja daga heitavatnsleysi í næstu viku Íbúar í Hafnarfirði, Garðabæ, Álftanesi, Kópavogi, Norðlingaholti og Breiðholti þurfa að búa sig undir heitavatnsleysi á mánudag. Það varir fram á miðvikudag. 16. ágúst 2024 10:25 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Sjá meira
Stærra svæði aldrei orðið heitavatnslaust Íbúar víða á höfuðborgarsvæði verða að búa sig undir heitavatnsleysi næstu þrjá daga. Aldrei fyrr hefur jafn stórt svæði orðið fyrir truflunum. 18. ágúst 2024 12:09
Þriggja daga heitavatnsleysi í næstu viku Íbúar í Hafnarfirði, Garðabæ, Álftanesi, Kópavogi, Norðlingaholti og Breiðholti þurfa að búa sig undir heitavatnsleysi á mánudag. Það varir fram á miðvikudag. 16. ágúst 2024 10:25