Áttar sig ekki á ákalli formanns VG Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. ágúst 2024 19:00 Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segist ekki átta sig á gagnrýni formanns VG. Vísir/Vilhelm Umverfis-, orku- og loftslagsráðherra segist ekki átta sig á ákalli formanns VG um að gengið verði lengra í stefnumörkun í vindorkumálum. Stefnumörkun í málaflokknum hafi verið í undirbúningi mjög lengi og nú sé kominn tími til að framkvæma. Mikil umræða hefur skapast um vindorkumál í vikunni eftir að Orkustofnun gaf út virkjanaleyfi fyrir fyrirhuguðum vindmyllugarði í Búrfellslundi. Forysta Landverndar hefur meðal annars lýst yfir áhyggjum og kallað eftir heildrænni stefnumörkun. „Það er erfitt að skilja það því þetta kemur ekki úr neinu. Hins vegar eru bæði Búrfellslundur og Blöndulundur í því umhverfi sem vindorkan er núna og var samþykkt í Rammanum, sem var eitt af fyrstu verkum þessarar ríkisstjórnar. Þannig að þetta hefur legið fyrir mjög lengi og hefur farið í gegn um öll þau ferli sem um er að ræða,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Hann nefnir að starfshópur, skipaður Hilmari Gunnlaugssyni, Björt Ólafsdóttur og Kolbeini Proppé, hafi unnið yfirgripsmikla vinnu í samstarfi við fjölda hagsmunaaðila og skilað tillögum um málaflokkinn í fyrra. Um þetta hafi verið mikil sátt í ríkisstjórn og tillögurnar verið lagðar fyrir þingið - þó þær hafi ekki náð fram að ganga. Guðmundur Ingi Guðbrandsson formaður Vinstri grænna kallaði eftir því, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, að Guðlaugur legði tillögurnar fram að nýju á haustþingi og jafnframt að gengið yrði lengra í þeim. „Ég átta mig ekki alveg á þessu vegna þess að auðvitað var þetta samþykkt í ríkisstjórn og ríkisstjórnin hefur fylgst mjög vel með þessu á öllum stigum máls. Undirbúningurinn er mjög langur og það var ekki út af efni máls heldur út af því hvernig Alþingi virkar stundum á síðustu dögum sem gerir það að verkum að þetta varð ekki að lögum,“ segir Guðlaugur. Hann muni leggja tillöguna aftur fyrir ríkisstjórn og svo þing i haust. „Það er enginn vafi að það umhverfi sem er núna verður ennþá betra þegar þetta frumvarp og þingsályktun verður samþykkt.“ Guðlaugur segir komið að skuldadögum. Lítið hafi verið gert í grænorkumálum síðustu fimmtán, tuttugu ár og því þurfi að ræða þessi mál, komast að niðurstöðu og framkvæma. Hann fellst á að fara þurfi varlega, enda mikið í húfi. „Níutíu og átta prósent ferðamanna koma hingað vegna ósnortinnar náttúru. Það eru raunveruleg verðmæti, ekki bara tilfinningaleg fyrir okkur, heldur líka efnahagsleg verðmæti. Við verðum alltaf að líta til þess. Þess vegna þurfum við að vanda okkur en við verðum að framkvæma.“ Vindorka Orkumál Orkuskipti Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vindorkuver í Búrfellslundi Tengdar fréttir Tryggja þurfi að vindorkan haldist í höndum þjóðarinnar Formaður Vinstri grænna kallar eftir því að umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra leggi fram stefnumörkun um vindorkumál á haustþingi. Hann telur að gera þurfi breytingar á tillögum sem lagðar voru fram á síðasta þingi. Tryggja þurfi að auðlindin haldist í höndum þjóðarinnar. 14. ágúst 2024 19:00 Stíga annað stórt skref að virkjun við Búrfell Samningur er í höfn milli Landsvirkjunar og íslenska ríkisins um lands- og vindorkuréttindi vegna Búrfellslundar. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur samningur er gerður en Búrfellslundur liggur innan þjóðlendu. Gildistími samningsins er 35 ár með möguleika á framlengingu um 15 ár. 14. ágúst 2024 15:07 Nauðsynlegt að sameina verndun og nýtingu orku með stuðningi staðla Deilur um vindorkugarða og virkjanaframkvæmdir á Íslandi hafa lengi verið áberandi í þjóðfélaginu, en mikilvægi þeirra hefur aukist í ljósi loftslagsvandans sem kallar á tafarlausar aðgerðir. 14. ágúst 2024 14:01 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Mikil umræða hefur skapast um vindorkumál í vikunni eftir að Orkustofnun gaf út virkjanaleyfi fyrir fyrirhuguðum vindmyllugarði í Búrfellslundi. Forysta Landverndar hefur meðal annars lýst yfir áhyggjum og kallað eftir heildrænni stefnumörkun. „Það er erfitt að skilja það því þetta kemur ekki úr neinu. Hins vegar eru bæði Búrfellslundur og Blöndulundur í því umhverfi sem vindorkan er núna og var samþykkt í Rammanum, sem var eitt af fyrstu verkum þessarar ríkisstjórnar. Þannig að þetta hefur legið fyrir mjög lengi og hefur farið í gegn um öll þau ferli sem um er að ræða,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Hann nefnir að starfshópur, skipaður Hilmari Gunnlaugssyni, Björt Ólafsdóttur og Kolbeini Proppé, hafi unnið yfirgripsmikla vinnu í samstarfi við fjölda hagsmunaaðila og skilað tillögum um málaflokkinn í fyrra. Um þetta hafi verið mikil sátt í ríkisstjórn og tillögurnar verið lagðar fyrir þingið - þó þær hafi ekki náð fram að ganga. Guðmundur Ingi Guðbrandsson formaður Vinstri grænna kallaði eftir því, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, að Guðlaugur legði tillögurnar fram að nýju á haustþingi og jafnframt að gengið yrði lengra í þeim. „Ég átta mig ekki alveg á þessu vegna þess að auðvitað var þetta samþykkt í ríkisstjórn og ríkisstjórnin hefur fylgst mjög vel með þessu á öllum stigum máls. Undirbúningurinn er mjög langur og það var ekki út af efni máls heldur út af því hvernig Alþingi virkar stundum á síðustu dögum sem gerir það að verkum að þetta varð ekki að lögum,“ segir Guðlaugur. Hann muni leggja tillöguna aftur fyrir ríkisstjórn og svo þing i haust. „Það er enginn vafi að það umhverfi sem er núna verður ennþá betra þegar þetta frumvarp og þingsályktun verður samþykkt.“ Guðlaugur segir komið að skuldadögum. Lítið hafi verið gert í grænorkumálum síðustu fimmtán, tuttugu ár og því þurfi að ræða þessi mál, komast að niðurstöðu og framkvæma. Hann fellst á að fara þurfi varlega, enda mikið í húfi. „Níutíu og átta prósent ferðamanna koma hingað vegna ósnortinnar náttúru. Það eru raunveruleg verðmæti, ekki bara tilfinningaleg fyrir okkur, heldur líka efnahagsleg verðmæti. Við verðum alltaf að líta til þess. Þess vegna þurfum við að vanda okkur en við verðum að framkvæma.“
Vindorka Orkumál Orkuskipti Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vindorkuver í Búrfellslundi Tengdar fréttir Tryggja þurfi að vindorkan haldist í höndum þjóðarinnar Formaður Vinstri grænna kallar eftir því að umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra leggi fram stefnumörkun um vindorkumál á haustþingi. Hann telur að gera þurfi breytingar á tillögum sem lagðar voru fram á síðasta þingi. Tryggja þurfi að auðlindin haldist í höndum þjóðarinnar. 14. ágúst 2024 19:00 Stíga annað stórt skref að virkjun við Búrfell Samningur er í höfn milli Landsvirkjunar og íslenska ríkisins um lands- og vindorkuréttindi vegna Búrfellslundar. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur samningur er gerður en Búrfellslundur liggur innan þjóðlendu. Gildistími samningsins er 35 ár með möguleika á framlengingu um 15 ár. 14. ágúst 2024 15:07 Nauðsynlegt að sameina verndun og nýtingu orku með stuðningi staðla Deilur um vindorkugarða og virkjanaframkvæmdir á Íslandi hafa lengi verið áberandi í þjóðfélaginu, en mikilvægi þeirra hefur aukist í ljósi loftslagsvandans sem kallar á tafarlausar aðgerðir. 14. ágúst 2024 14:01 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Tryggja þurfi að vindorkan haldist í höndum þjóðarinnar Formaður Vinstri grænna kallar eftir því að umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra leggi fram stefnumörkun um vindorkumál á haustþingi. Hann telur að gera þurfi breytingar á tillögum sem lagðar voru fram á síðasta þingi. Tryggja þurfi að auðlindin haldist í höndum þjóðarinnar. 14. ágúst 2024 19:00
Stíga annað stórt skref að virkjun við Búrfell Samningur er í höfn milli Landsvirkjunar og íslenska ríkisins um lands- og vindorkuréttindi vegna Búrfellslundar. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur samningur er gerður en Búrfellslundur liggur innan þjóðlendu. Gildistími samningsins er 35 ár með möguleika á framlengingu um 15 ár. 14. ágúst 2024 15:07
Nauðsynlegt að sameina verndun og nýtingu orku með stuðningi staðla Deilur um vindorkugarða og virkjanaframkvæmdir á Íslandi hafa lengi verið áberandi í þjóðfélaginu, en mikilvægi þeirra hefur aukist í ljósi loftslagsvandans sem kallar á tafarlausar aðgerðir. 14. ágúst 2024 14:01