Leggur til að hjólhýsabyggðin verði við Rauðavatn eða í Gufunesi Lovísa Arnardóttir skrifar 15. ágúst 2024 09:09 Kolbrún Baldursdóttir segir áríðandi að hjólhýsabyggðinni í Reykjavík verði fundin ný staðsetning. Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur lagt fram tillögu á fund borgarráðs um að hjólhýsabyggðinni í Reykjavík verði fundin ný staðsetning. Eins og stendur eru þau í Sævarhöfða. Kolbrún leggur í tillögu sinni til sex svæði sem hún vill að séu metin með tilliti til umhverfisáhrifa og kostnaðar. „Þetta er rosalegt og eftir að ég skrifaði þessa grein í sumar gekk ég í málið ásamt nokkrum góðum aðilum. Við fórum um Reykjavík,“ segir Kolbrún í samtali við fréttastofu. Í aðsendri grein hennar um málið í sumar sagðist hún hafa heimsótt svæðið og gagnrýndi mjög aðstöðuna. Hún sagði þau búa á sorphaug og að það yrði að bæta úr aðstæðum þeirra. Borgarstjóri Borgarstjóri svaraði því og sagðist ekki hrifinn af því að byggja upp hjólhýsagarð í Reykjavík. Hann benti íbúum á tjaldsvæði á suðvesturhorninu þar sem hægt væri að koma sér fyrir. Hjólhýsabyggðin var upprunalega í Laugardalnum en var síðan færð í Sævarhöfða fyrir um ári síðan. Byggðin átti tímabundið að vera þar en Einar sagði í sumar það ekki til skoðunar að finna þeim annan stað. „Ég bað um umræðu um málið í sumar en hún var felld niður. En nú er málið á dagskrá hjá borgarráði í dag. Ég er ekki tilbúin til að gefast upp fyrir þetta fólk,“ segir Kolbrún. Þær staðsetningar sem Kolbrún leggur til eru sex. Það er í fyrsta lagi svæði meðfram Hamrahverfinu að norðanverðu, fyrir vestan gamla Gufunesbæinn. Í öðru lagi leggur hún til svæði Gufunesi verði skoðað sem möguleiki fyrir hjólhýsabúa. Þar er fyrir skemmtigarður og segir í tillögunni að auðvelt sé að koma þar upp aðstöðu. Svæðið hefur ekki verið deiliskipulagt en þar eru hús á súlum, skemmtigarður, vatn og rafmagn. Þá leggur hún til að þrjú svæði við Rauðavatn verði skoðuð. Það er í fyrsta lagi neðan við Hádegismóa, norðan megin við Rauðavatn. Svo er það í öðru lagi svæði, fyrir ofan veg, þar sé rjóður sem nái langleiðina upp að golfvelli. Í þriðja lagi sé svo svæði austan við Rauðavatn, Almannadalur. Í tillögunni segir að þar sé rafmagn og göngustígur. Auðvelt sé að búa til veg og þar sé stutt í þjónustu. Þá leggur hún einnig til að skoðað verði rjóður við Veituhúsið upp á Hólmsheiði, fyrir sunnan þjóðvegi 1 við Rauðhóla. Kolbrún segir allar tillögurnar koma jafn mikið til greina. Það sé mismunandi kostnaður við hverja þeirra en það sé hennar ósk að þær verði í það minnsta teknar til skoðunar hjá umhverfis- og skipulagssviði og þær umhverfis- og kosnaðarmetnar. „Það er misjafnt hversu stutt er í þjónustu en öll svæðin eru þannig séð jafn góð. Það er mikið til af svona svæðum. Það kom mér í raun á óvart þegar við skoðuðum þetta. Þetta er eitthvað sem þarf að skoða og reikna út. Mér fannst líka mikilvægt að vera ekki bara að gagnrýna, heldur líka koma með hugmyndir um svar. Ef það verður slegið á þetta í dag þá ætlar borgarstjóri greinilega að standa við það að úthýsa þessu fólki,“ segir Kolbrún og að hún vilji ekki trúa því að það sé hans ósk og vilji. „Það eiga allir rétt á því að velja sér íbúðaform. Það er hörgull á húsnæði og ef þetta fólk hefði þetta ekki væri þetta fólk á löngum biðlista félagsbústaða.“ Kolbrún segir fólkið sem þarna býr vera ólíkt og í ólíkri stöðu. Þau eigi það sameiginlegt að vera Reykvíkingar og vilja búa þar. „Þau geta ekki sinnt sínum skyldum nema að vera í Reykjavík. Sumir velja þetta sem lífsstíl og aðrir gera þetta af nauðsyn vegna efnahagsaðstæðna.“ Reykjavík Flokkur fólksins Sveitarstjórnarmál Húsnæðismál Efnahagsmál Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Sjá meira
„Þetta er rosalegt og eftir að ég skrifaði þessa grein í sumar gekk ég í málið ásamt nokkrum góðum aðilum. Við fórum um Reykjavík,“ segir Kolbrún í samtali við fréttastofu. Í aðsendri grein hennar um málið í sumar sagðist hún hafa heimsótt svæðið og gagnrýndi mjög aðstöðuna. Hún sagði þau búa á sorphaug og að það yrði að bæta úr aðstæðum þeirra. Borgarstjóri Borgarstjóri svaraði því og sagðist ekki hrifinn af því að byggja upp hjólhýsagarð í Reykjavík. Hann benti íbúum á tjaldsvæði á suðvesturhorninu þar sem hægt væri að koma sér fyrir. Hjólhýsabyggðin var upprunalega í Laugardalnum en var síðan færð í Sævarhöfða fyrir um ári síðan. Byggðin átti tímabundið að vera þar en Einar sagði í sumar það ekki til skoðunar að finna þeim annan stað. „Ég bað um umræðu um málið í sumar en hún var felld niður. En nú er málið á dagskrá hjá borgarráði í dag. Ég er ekki tilbúin til að gefast upp fyrir þetta fólk,“ segir Kolbrún. Þær staðsetningar sem Kolbrún leggur til eru sex. Það er í fyrsta lagi svæði meðfram Hamrahverfinu að norðanverðu, fyrir vestan gamla Gufunesbæinn. Í öðru lagi leggur hún til svæði Gufunesi verði skoðað sem möguleiki fyrir hjólhýsabúa. Þar er fyrir skemmtigarður og segir í tillögunni að auðvelt sé að koma þar upp aðstöðu. Svæðið hefur ekki verið deiliskipulagt en þar eru hús á súlum, skemmtigarður, vatn og rafmagn. Þá leggur hún til að þrjú svæði við Rauðavatn verði skoðuð. Það er í fyrsta lagi neðan við Hádegismóa, norðan megin við Rauðavatn. Svo er það í öðru lagi svæði, fyrir ofan veg, þar sé rjóður sem nái langleiðina upp að golfvelli. Í þriðja lagi sé svo svæði austan við Rauðavatn, Almannadalur. Í tillögunni segir að þar sé rafmagn og göngustígur. Auðvelt sé að búa til veg og þar sé stutt í þjónustu. Þá leggur hún einnig til að skoðað verði rjóður við Veituhúsið upp á Hólmsheiði, fyrir sunnan þjóðvegi 1 við Rauðhóla. Kolbrún segir allar tillögurnar koma jafn mikið til greina. Það sé mismunandi kostnaður við hverja þeirra en það sé hennar ósk að þær verði í það minnsta teknar til skoðunar hjá umhverfis- og skipulagssviði og þær umhverfis- og kosnaðarmetnar. „Það er misjafnt hversu stutt er í þjónustu en öll svæðin eru þannig séð jafn góð. Það er mikið til af svona svæðum. Það kom mér í raun á óvart þegar við skoðuðum þetta. Þetta er eitthvað sem þarf að skoða og reikna út. Mér fannst líka mikilvægt að vera ekki bara að gagnrýna, heldur líka koma með hugmyndir um svar. Ef það verður slegið á þetta í dag þá ætlar borgarstjóri greinilega að standa við það að úthýsa þessu fólki,“ segir Kolbrún og að hún vilji ekki trúa því að það sé hans ósk og vilji. „Það eiga allir rétt á því að velja sér íbúðaform. Það er hörgull á húsnæði og ef þetta fólk hefði þetta ekki væri þetta fólk á löngum biðlista félagsbústaða.“ Kolbrún segir fólkið sem þarna býr vera ólíkt og í ólíkri stöðu. Þau eigi það sameiginlegt að vera Reykvíkingar og vilja búa þar. „Þau geta ekki sinnt sínum skyldum nema að vera í Reykjavík. Sumir velja þetta sem lífsstíl og aðrir gera þetta af nauðsyn vegna efnahagsaðstæðna.“
Reykjavík Flokkur fólksins Sveitarstjórnarmál Húsnæðismál Efnahagsmál Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Sjá meira