Orsök veikindanna enn á huldu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 14. ágúst 2024 12:46 Anna Margrét Halldórsdóttir starfandi sóttvarnarlæknir segir þó að ekki sé búið að staðfesta að veikindin kringum Rjúpnavelli stafi af menguðu neysluvatni. Vísir/Berghildur Tugir hafa veikst af iðrasýkingu vegna mögulegrar E.coli- mengunar á Rjúpnavöllum á Rangárvöllum. Nokkrir hafa þurft að leggjast inn. Settur sóttvarnarlæknir segir enn ekki búið staðfesta að uppruni veikindanna sé mengað neysluvatn Heilbrigðiseftirliti Suðurlands barst tilkynning 7. ágúst um einstaklinga sem höfðu gist á Rjúpnavöllum á Rangárvöllum og veikst af iðrasýkingu. Sóttvarnalæknir, Heilbrigðiseftirlit Suðurlands og Matvælastofnun hafa síðustu daga rannsakað málið sem mögulega hópsýkingu. Fyrstu niðurstöður eru sagðar benda til mögulegrar E. coli- mengunar í neysluvatni á svæðinu sem kalli á frekari rannsóknir og aðgerðir. Uppruni smits óþekktur Anna Margrét Halldórsdóttir starfandi sóttvarnarlæknir segir að uppruni smits sé enn óþekktur og enn ekki vitað hvaða sýkill olli veikindunum. Það sé t.d. vel mögulegt að smit hafi borist með ferðalöngum og manna á milli eða með yfirborðsflötum. Þrátt fyrir að ecoli-gerlar hafi fundist sé því ekki búið að staðfesta að veikindin stafi af þeim. „Heilbrigðiseftirlit Suðurlands tók vatnssýni frá staðnum og í ljós kom að það uxu ecoli-gerlar úr því sýni. Þeir voru í litlu magni en greindust engu að síður í vatninu,“ segir Anna. Nokkrir þurft að leggjast inn Heilsugæslan skipuleggur nú sýnatökur vegna málsins en þegar hafa borist fjöldi tilkynninga um veikindi. „Veikindin virðast tengjast nokkrum hópum sem fóru þarna í gegn. Þetta gætu verið einhverjir tugir,“ segir Anna. Aðspurð um hvort svona sýking sé hættuleg svarar Anna: „Iðrasýking getur verið mjög óþægileg. Hún getur hugsanlega verið hættuleg þeim sem eru viðkvæmir fyrir og fyrir börn. Flestir jafna sig þó á nokkrum dögum. Við vitum af nokkrum einstaklingum sem hafa þurft að leggjast inn á spítala vegna þessarar sýkingar til að fá vökva í æð,“ segir hún. Fengu staðarhaldarar að vita seint af málinu? Í fréttum RÚV í gær kom fram að þeir sem reka Rjúpnavelli hafi seint fengið að vita af menguninni og ekki fyrr en Heilbrigðiseftirlitið mætti á staðinn til að taka sýni. Í tilkynningu á vef Landlæknis kemur fram að Heilbrigðiseftirlitið hafi tekið sýni þann 7. ágúst. Aðspurð um hvort staðarhaldarar á Rjúpnafelli hafi fengið of seint að vita af sýkingunum svarar Anna: „Samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum þá ræddi Heilbrigðiseftirlitið við staðarhaldara þegar þeir fengu tilkynningu til sín. Það er bara verið að skoða þetta allt saman.“ Rangárþing ytra Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Heilbrigðiseftirliti Suðurlands barst tilkynning 7. ágúst um einstaklinga sem höfðu gist á Rjúpnavöllum á Rangárvöllum og veikst af iðrasýkingu. Sóttvarnalæknir, Heilbrigðiseftirlit Suðurlands og Matvælastofnun hafa síðustu daga rannsakað málið sem mögulega hópsýkingu. Fyrstu niðurstöður eru sagðar benda til mögulegrar E. coli- mengunar í neysluvatni á svæðinu sem kalli á frekari rannsóknir og aðgerðir. Uppruni smits óþekktur Anna Margrét Halldórsdóttir starfandi sóttvarnarlæknir segir að uppruni smits sé enn óþekktur og enn ekki vitað hvaða sýkill olli veikindunum. Það sé t.d. vel mögulegt að smit hafi borist með ferðalöngum og manna á milli eða með yfirborðsflötum. Þrátt fyrir að ecoli-gerlar hafi fundist sé því ekki búið að staðfesta að veikindin stafi af þeim. „Heilbrigðiseftirlit Suðurlands tók vatnssýni frá staðnum og í ljós kom að það uxu ecoli-gerlar úr því sýni. Þeir voru í litlu magni en greindust engu að síður í vatninu,“ segir Anna. Nokkrir þurft að leggjast inn Heilsugæslan skipuleggur nú sýnatökur vegna málsins en þegar hafa borist fjöldi tilkynninga um veikindi. „Veikindin virðast tengjast nokkrum hópum sem fóru þarna í gegn. Þetta gætu verið einhverjir tugir,“ segir Anna. Aðspurð um hvort svona sýking sé hættuleg svarar Anna: „Iðrasýking getur verið mjög óþægileg. Hún getur hugsanlega verið hættuleg þeim sem eru viðkvæmir fyrir og fyrir börn. Flestir jafna sig þó á nokkrum dögum. Við vitum af nokkrum einstaklingum sem hafa þurft að leggjast inn á spítala vegna þessarar sýkingar til að fá vökva í æð,“ segir hún. Fengu staðarhaldarar að vita seint af málinu? Í fréttum RÚV í gær kom fram að þeir sem reka Rjúpnavelli hafi seint fengið að vita af menguninni og ekki fyrr en Heilbrigðiseftirlitið mætti á staðinn til að taka sýni. Í tilkynningu á vef Landlæknis kemur fram að Heilbrigðiseftirlitið hafi tekið sýni þann 7. ágúst. Aðspurð um hvort staðarhaldarar á Rjúpnafelli hafi fengið of seint að vita af sýkingunum svarar Anna: „Samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum þá ræddi Heilbrigðiseftirlitið við staðarhaldara þegar þeir fengu tilkynningu til sín. Það er bara verið að skoða þetta allt saman.“
Rangárþing ytra Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira