Starfsmaður Marel lést í flugslysinu í Brasilíu Lovísa Arnardóttir skrifar 12. ágúst 2024 13:28 61 lést á föstudag þegar flugvélin hrapaði skyndilega í miðja íbúðabyggð í Sao Paulo. 57 farþegar voru um borð og fjórir starfsmenn. Vísir/EPA Starfsmaður Marel lést í flugslysi í Brasilíu á föstudag. Starfsmaðurinn var frá Brasilíu og var búsettur þar. Það staðfestir Kristinn Daniel Lee Gilsdorf upplýsingafulltrúi Marel í samtali við fréttastofu. Marel er með starfsstöðvar í um 30 löndum í sex heimsálfum. Á vefsíðu fyrirtækisins segir að hjá fyrirtækinu starfi um 7.500 manns. Auk starfsmanns Marel létust krabbameinslæknir, þriggja ára stúlka og fjölskylda frá Venesúela og hundurinn þeirra. Flugvélin var á leið frá Cascavel til flugvallarins í Sau Paulo þegar hún hrapaði skyndilega. Fimmtíu og sjö farþegar voru um borð og fjórir starfsmenn. Á myndbandi má sjá þegar vélin hringsnerist á hraðri leið til jarðar. Allir sem voru um borð í flugvélinni létu lífið. Mildi þykir að enginn hafi slasast sem var á jörðinni, en vélin brotlenti í íbúðabyggð þar sem aðeins eitt hús varð fyrir skemmdum. Rannsakendur hafa endurheimt svarta kassa flugvélarinnar þar sem má finna upptökur frá flugmönnum og annað efni. Í frétt AP um málið sem birt var um helgina kom fram að fyrstu niðurstöður rannsakenda yrðu birtar innan 30 daga frá slysinu. Vélin brotlenti um klukkan 13.30 að staðartíma og hafði um níu mínútum áður misst samband við stjórnstöð og sást ekki á ratsjá um átta mínútum áður en hún hrapaði. Franskir rannsakendur komu til Brasilíu um helgina til að rannsaka tildrög slyssins. Fjölskyldur hinna látnu komu saman í Sao Paulo í gær en enn er unnið að því að bera kennsl á alla sem létust í slysinu. Nánar á vef AP. Starfsmaður Marel í vél Singapore Airlines Ekki er langt síðan greint var frá því að annar starfsmaður Marel var flugvél Singapore Airlines sem lenti í mikilli ókyrrð á leið sinni frá London til Singapúr. Maðurinn, Aron Matthíasson, var í vinnuferð á vegum fyrirtækisins þegar atvikið átti sér stað. Aron, sem var í sæti við gang flugvélarinnar, skall með höfuðið upp í farangursrýmið fyrir ofan sig, rotaðist, og féll á gólfið. Brasilía Marel Samgöngur Samgönguslys Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugfélagið býður hinum slösuðu minnst 1,4 milljónir í bætur Farþegum sem meiddust þegar farþegaþota Singapore Airlines lenti í mikilli ókyrrð í síðasta mánuði, verða boðnir tíu þúsund Bandaríkjadalir, tæplega 1,4 milljónir króna, í skaðabætur frá félaginu. 11. júní 2024 23:27 Flugvélin féll um 54 metra á fimm sekúndum Fyrstu niðurstöður rannsóknar eftirlitsaðila á flugslysinu sem átti sér stað í flugi vélar Singapore Airlines frá Lundúnum til Singapore fyrir viku síðan benda til þess að vélin hafi fallið um 54 metra á fimm sekúndum. 29. maí 2024 13:09 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Marel er með starfsstöðvar í um 30 löndum í sex heimsálfum. Á vefsíðu fyrirtækisins segir að hjá fyrirtækinu starfi um 7.500 manns. Auk starfsmanns Marel létust krabbameinslæknir, þriggja ára stúlka og fjölskylda frá Venesúela og hundurinn þeirra. Flugvélin var á leið frá Cascavel til flugvallarins í Sau Paulo þegar hún hrapaði skyndilega. Fimmtíu og sjö farþegar voru um borð og fjórir starfsmenn. Á myndbandi má sjá þegar vélin hringsnerist á hraðri leið til jarðar. Allir sem voru um borð í flugvélinni létu lífið. Mildi þykir að enginn hafi slasast sem var á jörðinni, en vélin brotlenti í íbúðabyggð þar sem aðeins eitt hús varð fyrir skemmdum. Rannsakendur hafa endurheimt svarta kassa flugvélarinnar þar sem má finna upptökur frá flugmönnum og annað efni. Í frétt AP um málið sem birt var um helgina kom fram að fyrstu niðurstöður rannsakenda yrðu birtar innan 30 daga frá slysinu. Vélin brotlenti um klukkan 13.30 að staðartíma og hafði um níu mínútum áður misst samband við stjórnstöð og sást ekki á ratsjá um átta mínútum áður en hún hrapaði. Franskir rannsakendur komu til Brasilíu um helgina til að rannsaka tildrög slyssins. Fjölskyldur hinna látnu komu saman í Sao Paulo í gær en enn er unnið að því að bera kennsl á alla sem létust í slysinu. Nánar á vef AP. Starfsmaður Marel í vél Singapore Airlines Ekki er langt síðan greint var frá því að annar starfsmaður Marel var flugvél Singapore Airlines sem lenti í mikilli ókyrrð á leið sinni frá London til Singapúr. Maðurinn, Aron Matthíasson, var í vinnuferð á vegum fyrirtækisins þegar atvikið átti sér stað. Aron, sem var í sæti við gang flugvélarinnar, skall með höfuðið upp í farangursrýmið fyrir ofan sig, rotaðist, og féll á gólfið.
Brasilía Marel Samgöngur Samgönguslys Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugfélagið býður hinum slösuðu minnst 1,4 milljónir í bætur Farþegum sem meiddust þegar farþegaþota Singapore Airlines lenti í mikilli ókyrrð í síðasta mánuði, verða boðnir tíu þúsund Bandaríkjadalir, tæplega 1,4 milljónir króna, í skaðabætur frá félaginu. 11. júní 2024 23:27 Flugvélin féll um 54 metra á fimm sekúndum Fyrstu niðurstöður rannsóknar eftirlitsaðila á flugslysinu sem átti sér stað í flugi vélar Singapore Airlines frá Lundúnum til Singapore fyrir viku síðan benda til þess að vélin hafi fallið um 54 metra á fimm sekúndum. 29. maí 2024 13:09 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Flugfélagið býður hinum slösuðu minnst 1,4 milljónir í bætur Farþegum sem meiddust þegar farþegaþota Singapore Airlines lenti í mikilli ókyrrð í síðasta mánuði, verða boðnir tíu þúsund Bandaríkjadalir, tæplega 1,4 milljónir króna, í skaðabætur frá félaginu. 11. júní 2024 23:27
Flugvélin féll um 54 metra á fimm sekúndum Fyrstu niðurstöður rannsóknar eftirlitsaðila á flugslysinu sem átti sér stað í flugi vélar Singapore Airlines frá Lundúnum til Singapore fyrir viku síðan benda til þess að vélin hafi fallið um 54 metra á fimm sekúndum. 29. maí 2024 13:09