Þyrluflugmenn uggandi: „Klárt að þetta hefur neikvæð áhrif“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 11. ágúst 2024 15:08 Umræða um hvort erlend þyrlufyrirtæki lúti sömu kröfum og íslensk hefur sprottið upp í ferðaþjónustunni. Vísir Íslenskir þyrluflugmenn hafa áhyggjur af öryggi og eftirliti með erlendum ferðaþjónustufyrirtækjum sem sinna þyrluflugi hérlendis. Nokkuð er um að öryggisáætlunum sé ábótavant, bæði hjá íslenskum og erlendum fyrirtækjum að sögn sérfræðings hjá Ferðamálastofu. Myndband af þyrlu fyrirtækisins GlacierHeli vakti mikla athygli á dögunum, þar sem þyrlan sést lenda skuggalega nálægt Teslubifreið og valda skemmdum á lakki bílsins. Í kjölfarið hófst umræða innan ferðaþjónustubransans þar sem því var haldið fram að erlend þyrlufyrirtæki lúti ekki sömu kröfum og íslensk, hugsi aðeins um gróða og lítið um gæði vörunnar. Birgir Ómar framkvæmdastjóri Norðurflugs hefur sömuleiðis áhyggjur af öryggi farþega. „Þegar það gýs, sem er nærtækasta dæmið, þar sem það er gríðarlega þröngt loftrými og gríðarlegur fjöldi af flugvélum og þyrlum. Þá eru að koma inn erlendir aðilar sem við teljum að séu ekki nægjanlega hvíldir, eins og okkar flugmenn.“ Birgir vísar þar til lögbundins hvíldartíma flugmanna sem er lengri hér á landi en í ýmsum Evrópulöndum, en flugeftirlitsstofnun Evrópu hafi ekki viljað samræma. Fleira kemur til sem skekki samkeppni erlendra og innlendra aðila í ferðaþjónustu, líkt og hærri launakostnaður. „Það er náttúrlega klárt að þetta hefur neikvæð áhrif á reksturinn hjá okkur. Það er alveg á hreinu,“ segir Birgir. Sambærileg umræða hefur komið upp um erlend rútufyrirtæki, þegar slys verða. Ferðamálastofa hefur unnið að því að koma öllu leyfisveitingaferli á sama stað til að auðvelda erlendum fyrirtækjum að hefja hér starfsemi. „Við erum að vinna í einu kerfi, þessu samevrópska kerfi. Á meðan við gerum það er þetta opið með þessum hætti,“ segir Dagbjartur Brynjarsson, sérfræðingur á sviði öryggismála. Á sama hátt geti íslensk fyrirtæki komið sér fyrir erlendis án hindrana. Dagbjartur segir hins vegar að það séu gerðar strangar kröfur til fyrirtækja hér á landi. „Ég get alveg staðfest það að það eru ekkert allir tilbúnir með allar öryggisáætlanir, áður en lagt er af stað í ferðir. Það er enginn munur á erlendum ferðaþjónustuaðilum eða íslenskum í þeim efnum.“ Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Fréttir af flugi Kjaramál Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Sjá meira
Myndband af þyrlu fyrirtækisins GlacierHeli vakti mikla athygli á dögunum, þar sem þyrlan sést lenda skuggalega nálægt Teslubifreið og valda skemmdum á lakki bílsins. Í kjölfarið hófst umræða innan ferðaþjónustubransans þar sem því var haldið fram að erlend þyrlufyrirtæki lúti ekki sömu kröfum og íslensk, hugsi aðeins um gróða og lítið um gæði vörunnar. Birgir Ómar framkvæmdastjóri Norðurflugs hefur sömuleiðis áhyggjur af öryggi farþega. „Þegar það gýs, sem er nærtækasta dæmið, þar sem það er gríðarlega þröngt loftrými og gríðarlegur fjöldi af flugvélum og þyrlum. Þá eru að koma inn erlendir aðilar sem við teljum að séu ekki nægjanlega hvíldir, eins og okkar flugmenn.“ Birgir vísar þar til lögbundins hvíldartíma flugmanna sem er lengri hér á landi en í ýmsum Evrópulöndum, en flugeftirlitsstofnun Evrópu hafi ekki viljað samræma. Fleira kemur til sem skekki samkeppni erlendra og innlendra aðila í ferðaþjónustu, líkt og hærri launakostnaður. „Það er náttúrlega klárt að þetta hefur neikvæð áhrif á reksturinn hjá okkur. Það er alveg á hreinu,“ segir Birgir. Sambærileg umræða hefur komið upp um erlend rútufyrirtæki, þegar slys verða. Ferðamálastofa hefur unnið að því að koma öllu leyfisveitingaferli á sama stað til að auðvelda erlendum fyrirtækjum að hefja hér starfsemi. „Við erum að vinna í einu kerfi, þessu samevrópska kerfi. Á meðan við gerum það er þetta opið með þessum hætti,“ segir Dagbjartur Brynjarsson, sérfræðingur á sviði öryggismála. Á sama hátt geti íslensk fyrirtæki komið sér fyrir erlendis án hindrana. Dagbjartur segir hins vegar að það séu gerðar strangar kröfur til fyrirtækja hér á landi. „Ég get alveg staðfest það að það eru ekkert allir tilbúnir með allar öryggisáætlanir, áður en lagt er af stað í ferðir. Það er enginn munur á erlendum ferðaþjónustuaðilum eða íslenskum í þeim efnum.“
Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Fréttir af flugi Kjaramál Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Sjá meira