„Þessi viðbúnaður er meira varúðarráðstöfun fyrir hann sjálfan“ Ritstjórn skrifar 9. júlí 2024 12:02 Mohamad Kourani við aðalmeðferð málsins gegn honum í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir Mikill viðbúnaður er nú á Litla-Hrauni vegna Mohamads Kourani, fanga með langa afbrotasögu sem bíður nú dómsuppkvaðningar fyrir stunguárás, að sögn formanns Afstöðu. Hann segir um að ræða veikan mann sem ekki eigi heima í fangelsi heldur á sjúkrastofnun. Afstaða hyggst vitja fangans í fangelsinu síðar í vikunni. Fram kom í frétt Nútímans í gær að viðbúnaður í fangelsinu á Litla-Hrauni vegna Mohamads Kourani, sem ákærður var fyrir hnífaárás í matvöruverslun í Valshverfinu í Reykjavík í mars, væri gríðarmikill - ætti sér vart hliðstæðu. Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu, félags fanga, segir vissulega mikinn viðbúnað vegna Kourani í fangelsinu í augnablikinu. „Það er alltaf af og til slíkur viðbúnaður, í gegnum tíðina hefur það alltaf verið af og til, en ég man ekki eftir að það hafi verið nákvæmlega svona. Þessi viðbúnaður er meira varúðarráðstöfun fyrir hann sjálfan, við erum að tala um einstakling sem er frekar veikur og fangelsi kannski ekki besti staðurinn fyrir hann. Þannig að það er aðallega verið að passa upp á að það bætist ekki á málafjöldann hjá honum,“ segir Guðmundur. „Erum að sjá þetta aftur og aftur“ Hann setur spurningamerki við þá ákvörðun að Kourani sé metinn sakhæfur. Málið sé dæmi um mann sem greinilega hafi ekki fengið viðeigandi þjónustu. „Og maður setur alltaf spurningamerki við geðheilsubatterí okkar Íslendinga, þegar kemur að mjög veikum og kannski erfiðum einstaklingum, þá virðist vera algjör skortur á úrræðum. Og jafnvel hræðslu geðbatterísins við að taka á móti slíkum mönnum. Ég held við séum ekki búin undir það og við erum að sjá þetta aftur og aftur,“ segir Guðmundur. Afstaða reyni eftir fremsta megni að aðstoða í málum sem þessum. „Við eigum ferð á Litla-Hraun í vikunni og ætlum að taka stöðuna á honum,“ segir Guðmundur. Talsverður viðbúnaður var einnig í Héraðsdómi Reykjaness vegna Kourani, sem á yfir höfði sér sex til átta ára fangelsi fyrir hnífstunguna. Hann var áður dæmdur í fjórtán mánaða fangelsi fyrir líkamsárás og fleiri brot. Ekki náðist í Pál Winkel fangelsismálastjóra við vinnslu fréttarinnar. Fangelsismál Dómsmál Mál Mohamad Kourani Tengdar fréttir Kourani sjái ekki eftir neinu og eigi skilið sex til átta ár í fangelsi Saksóknari krefst þess að Mohamad Kourani frá Sýrlandi verði dæmdur í sex til átta ára fangelsi fyrir hnífsstunguárás í OK Market í mars og fjölda annarra brota. Kourani neitar alfarið sök þótt stunguárásin sé til á upptöku. 4. júlí 2024 12:22 „Ef þessi maður kemst út úr fangelsi mun hann drepa barnið mitt“ Tveir menn sem urðu fyrir stunguárás í OK Market í Valshverfinu í Reykjavík í mars á þessu ári segjast vissir um að Mohamad Kourani hafi framið árásina, en hann er ákærður í málinu. 3. júlí 2024 14:30 „Ef þið haldið mér áfram í fangelsi þá verður vandamál“ „Ég kann ekki að gera árás með hníf. Ég er ekki ógnandi maður. Ég er bara venjulegur maður. Ef þið haldið mér áfram í fangelsi þá verður vandamál,“ sagði Mohamad Kourani fyrir dómi í dag en hann er meðal annars grunaður um að stinga tvo menn í OK Market í Valshverfinu í Reykjavík í mars á þessu ári. 3. júlí 2024 10:43 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Sjá meira
Fram kom í frétt Nútímans í gær að viðbúnaður í fangelsinu á Litla-Hrauni vegna Mohamads Kourani, sem ákærður var fyrir hnífaárás í matvöruverslun í Valshverfinu í Reykjavík í mars, væri gríðarmikill - ætti sér vart hliðstæðu. Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu, félags fanga, segir vissulega mikinn viðbúnað vegna Kourani í fangelsinu í augnablikinu. „Það er alltaf af og til slíkur viðbúnaður, í gegnum tíðina hefur það alltaf verið af og til, en ég man ekki eftir að það hafi verið nákvæmlega svona. Þessi viðbúnaður er meira varúðarráðstöfun fyrir hann sjálfan, við erum að tala um einstakling sem er frekar veikur og fangelsi kannski ekki besti staðurinn fyrir hann. Þannig að það er aðallega verið að passa upp á að það bætist ekki á málafjöldann hjá honum,“ segir Guðmundur. „Erum að sjá þetta aftur og aftur“ Hann setur spurningamerki við þá ákvörðun að Kourani sé metinn sakhæfur. Málið sé dæmi um mann sem greinilega hafi ekki fengið viðeigandi þjónustu. „Og maður setur alltaf spurningamerki við geðheilsubatterí okkar Íslendinga, þegar kemur að mjög veikum og kannski erfiðum einstaklingum, þá virðist vera algjör skortur á úrræðum. Og jafnvel hræðslu geðbatterísins við að taka á móti slíkum mönnum. Ég held við séum ekki búin undir það og við erum að sjá þetta aftur og aftur,“ segir Guðmundur. Afstaða reyni eftir fremsta megni að aðstoða í málum sem þessum. „Við eigum ferð á Litla-Hraun í vikunni og ætlum að taka stöðuna á honum,“ segir Guðmundur. Talsverður viðbúnaður var einnig í Héraðsdómi Reykjaness vegna Kourani, sem á yfir höfði sér sex til átta ára fangelsi fyrir hnífstunguna. Hann var áður dæmdur í fjórtán mánaða fangelsi fyrir líkamsárás og fleiri brot. Ekki náðist í Pál Winkel fangelsismálastjóra við vinnslu fréttarinnar.
Fangelsismál Dómsmál Mál Mohamad Kourani Tengdar fréttir Kourani sjái ekki eftir neinu og eigi skilið sex til átta ár í fangelsi Saksóknari krefst þess að Mohamad Kourani frá Sýrlandi verði dæmdur í sex til átta ára fangelsi fyrir hnífsstunguárás í OK Market í mars og fjölda annarra brota. Kourani neitar alfarið sök þótt stunguárásin sé til á upptöku. 4. júlí 2024 12:22 „Ef þessi maður kemst út úr fangelsi mun hann drepa barnið mitt“ Tveir menn sem urðu fyrir stunguárás í OK Market í Valshverfinu í Reykjavík í mars á þessu ári segjast vissir um að Mohamad Kourani hafi framið árásina, en hann er ákærður í málinu. 3. júlí 2024 14:30 „Ef þið haldið mér áfram í fangelsi þá verður vandamál“ „Ég kann ekki að gera árás með hníf. Ég er ekki ógnandi maður. Ég er bara venjulegur maður. Ef þið haldið mér áfram í fangelsi þá verður vandamál,“ sagði Mohamad Kourani fyrir dómi í dag en hann er meðal annars grunaður um að stinga tvo menn í OK Market í Valshverfinu í Reykjavík í mars á þessu ári. 3. júlí 2024 10:43 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Sjá meira
Kourani sjái ekki eftir neinu og eigi skilið sex til átta ár í fangelsi Saksóknari krefst þess að Mohamad Kourani frá Sýrlandi verði dæmdur í sex til átta ára fangelsi fyrir hnífsstunguárás í OK Market í mars og fjölda annarra brota. Kourani neitar alfarið sök þótt stunguárásin sé til á upptöku. 4. júlí 2024 12:22
„Ef þessi maður kemst út úr fangelsi mun hann drepa barnið mitt“ Tveir menn sem urðu fyrir stunguárás í OK Market í Valshverfinu í Reykjavík í mars á þessu ári segjast vissir um að Mohamad Kourani hafi framið árásina, en hann er ákærður í málinu. 3. júlí 2024 14:30
„Ef þið haldið mér áfram í fangelsi þá verður vandamál“ „Ég kann ekki að gera árás með hníf. Ég er ekki ógnandi maður. Ég er bara venjulegur maður. Ef þið haldið mér áfram í fangelsi þá verður vandamál,“ sagði Mohamad Kourani fyrir dómi í dag en hann er meðal annars grunaður um að stinga tvo menn í OK Market í Valshverfinu í Reykjavík í mars á þessu ári. 3. júlí 2024 10:43