Kristrún og félagar sækja atkvæði fyrir Verkamannaflokkinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. júlí 2024 13:17 Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar ásamt sjálfboðaliðum fyrir framboð Yuan Yang í nágrenni Reading, rétt utan við London. Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar er einnig í hópnum, annar frá hægri á mynd. Aðsend Búist er við stórsigri Verkamannaflokksins í þingkosningum í Bretlandi í dag en Íhaldsflokkurinn stendur ákaflega illa; ekki einu sinni forsætisráðherrann er öruggur um þingsæti. Formaður Samfylkingarinnar, sem er stödd úti í Bretlandi til að fylgjast með kosningum, segir greinilegt að Bretar vilji breytingar. Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands blés til þingkosninga með skömmum fyrirvara á dögunum. Kjörstaðir voru opnaðir klukkan sjö í morgun og verður svo lokað klukkan tíu í kvöld. Fastlega er búist við sigri Verkamannaflokksins með Keir Starmer í broddi fylkingar og jafnvel búist við stórsigri. Bjartsýnustu spár benda jafnvel til þess að flokkurinn gæti náð stærsta meirihluta á breska þinginu frá árinu 1832. Síðasta skoðannakönnun sem gerð var fyrir kjördag bendir til þess að sextán núverandi ráðherrar Íhaldsflokksins muni detta út af þingi. Þá er sjálfur forsætisráðherrann í hættu á því að komast ekki á þing. Nýr flokkur, hægriflokkurinn Reform, eða Umbótaflokkurinn er einnig að mælast vel á landsvísu. Mikil eftirvænting í loftinu Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar er stödd í London ásamt hópi íslenskra jafnaðarmanna. „Það er fyrst og fremst mikil eftirvænting í loftinu og fólk að vonast eftir breytingum. Við erum auðvitað að horfa upp á óvinsæla ríkisstjórn og mikil valdþreyta eftir fjórtán ár af forystu Íhaldsflokksins. En það er líka áþreifanlegt að fólk sér að það hafa orðið miklar breytingar á Verkamannaflokknum undir forystu Keirs Starmers,“ segir Kristrún. Fulltrúar Ungra jafnaðarmanna hafa einnig gert sér ferð til Bretlands og aðstoða þar yngri deild systurflokks síns, eins og Ryan Bogle hjá Ungliðahreyfingu Verkamannaflokksins greinir frá á X. Excellent to welcome @aufnorge from Norway and @ungjofn from Iceland to London this evening. 🇳🇴 🤝 🇮🇸 🤝 🇬🇧The world is looking to the UK tomorrow. With your help, we can deliver change! Get out, vote Labour, and help us make history. 🌹 pic.twitter.com/J4Uo5ZWwDP— Ryan Bogle (@RyanJBogle) July 3, 2024 Kristrún hefur ekki rekist á Starmer sjálfan, ekki enn þá að minnsta kosti, en hefur hitt aðra frambjóðendur á lykilsvæðum og rætt við fólk sem vinnur við stefnumótun Verkamannaflokksins. „Og við erum að fara í kvöld í kosningaveislu og vonandi vera þar sem Starmer verður í kvöld. En það er auðvitað mikið að gera hjá forystumanninum. Við erum líka búin að vera að hitta fólkið í landinu hérna, banka á dyr, hjálpa til við að sækja atkvæði heim og eiga samtalið við fólkið sem býr hérna. Og ekki bara í London heldur fólk líka í bæjum hérna á svæðinu.“ Kosningar í Bretlandi Bretland Samfylkingin Tengdar fréttir Bretar ganga að kjörborðinu Kjörstaðir hafa opnað í Bretlandi þar sem almenningur kýs í þingkosningum sem Rishi Sunak forsætisráðherra blés til með skömmum fyrirvara á dögunum. 4. júlí 2024 08:53 Fjórir handteknir við heimili Rishi Sunak Fjórir menn voru handteknir í Norður Jórvíkursýslu á Englandi í dag, nánar tiltekið á lóð Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands. Mennirnir eru grunaðir um að hafa farið á lóðina í leyfisleysi. 25. júní 2024 23:15 Lífvörður Sunaks veðjaði á hvenær yrði kosið Lögreglumaður sem gætir öryggis Rishis Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið handtekinn vegna gruns um veðmálasvindl. Honum er gefið að sök að hafa veðjað á það hvenær Bretar myndi ganga til kosninga. 19. júní 2024 20:08 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira
Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands blés til þingkosninga með skömmum fyrirvara á dögunum. Kjörstaðir voru opnaðir klukkan sjö í morgun og verður svo lokað klukkan tíu í kvöld. Fastlega er búist við sigri Verkamannaflokksins með Keir Starmer í broddi fylkingar og jafnvel búist við stórsigri. Bjartsýnustu spár benda jafnvel til þess að flokkurinn gæti náð stærsta meirihluta á breska þinginu frá árinu 1832. Síðasta skoðannakönnun sem gerð var fyrir kjördag bendir til þess að sextán núverandi ráðherrar Íhaldsflokksins muni detta út af þingi. Þá er sjálfur forsætisráðherrann í hættu á því að komast ekki á þing. Nýr flokkur, hægriflokkurinn Reform, eða Umbótaflokkurinn er einnig að mælast vel á landsvísu. Mikil eftirvænting í loftinu Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar er stödd í London ásamt hópi íslenskra jafnaðarmanna. „Það er fyrst og fremst mikil eftirvænting í loftinu og fólk að vonast eftir breytingum. Við erum auðvitað að horfa upp á óvinsæla ríkisstjórn og mikil valdþreyta eftir fjórtán ár af forystu Íhaldsflokksins. En það er líka áþreifanlegt að fólk sér að það hafa orðið miklar breytingar á Verkamannaflokknum undir forystu Keirs Starmers,“ segir Kristrún. Fulltrúar Ungra jafnaðarmanna hafa einnig gert sér ferð til Bretlands og aðstoða þar yngri deild systurflokks síns, eins og Ryan Bogle hjá Ungliðahreyfingu Verkamannaflokksins greinir frá á X. Excellent to welcome @aufnorge from Norway and @ungjofn from Iceland to London this evening. 🇳🇴 🤝 🇮🇸 🤝 🇬🇧The world is looking to the UK tomorrow. With your help, we can deliver change! Get out, vote Labour, and help us make history. 🌹 pic.twitter.com/J4Uo5ZWwDP— Ryan Bogle (@RyanJBogle) July 3, 2024 Kristrún hefur ekki rekist á Starmer sjálfan, ekki enn þá að minnsta kosti, en hefur hitt aðra frambjóðendur á lykilsvæðum og rætt við fólk sem vinnur við stefnumótun Verkamannaflokksins. „Og við erum að fara í kvöld í kosningaveislu og vonandi vera þar sem Starmer verður í kvöld. En það er auðvitað mikið að gera hjá forystumanninum. Við erum líka búin að vera að hitta fólkið í landinu hérna, banka á dyr, hjálpa til við að sækja atkvæði heim og eiga samtalið við fólkið sem býr hérna. Og ekki bara í London heldur fólk líka í bæjum hérna á svæðinu.“
Kosningar í Bretlandi Bretland Samfylkingin Tengdar fréttir Bretar ganga að kjörborðinu Kjörstaðir hafa opnað í Bretlandi þar sem almenningur kýs í þingkosningum sem Rishi Sunak forsætisráðherra blés til með skömmum fyrirvara á dögunum. 4. júlí 2024 08:53 Fjórir handteknir við heimili Rishi Sunak Fjórir menn voru handteknir í Norður Jórvíkursýslu á Englandi í dag, nánar tiltekið á lóð Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands. Mennirnir eru grunaðir um að hafa farið á lóðina í leyfisleysi. 25. júní 2024 23:15 Lífvörður Sunaks veðjaði á hvenær yrði kosið Lögreglumaður sem gætir öryggis Rishis Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið handtekinn vegna gruns um veðmálasvindl. Honum er gefið að sök að hafa veðjað á það hvenær Bretar myndi ganga til kosninga. 19. júní 2024 20:08 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira
Bretar ganga að kjörborðinu Kjörstaðir hafa opnað í Bretlandi þar sem almenningur kýs í þingkosningum sem Rishi Sunak forsætisráðherra blés til með skömmum fyrirvara á dögunum. 4. júlí 2024 08:53
Fjórir handteknir við heimili Rishi Sunak Fjórir menn voru handteknir í Norður Jórvíkursýslu á Englandi í dag, nánar tiltekið á lóð Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands. Mennirnir eru grunaðir um að hafa farið á lóðina í leyfisleysi. 25. júní 2024 23:15
Lífvörður Sunaks veðjaði á hvenær yrði kosið Lögreglumaður sem gætir öryggis Rishis Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið handtekinn vegna gruns um veðmálasvindl. Honum er gefið að sök að hafa veðjað á það hvenær Bretar myndi ganga til kosninga. 19. júní 2024 20:08