Séra Aldís Rut ráðin prestur við Grafarvogskirkjuprestakall Árni Sæberg skrifar 29. júní 2024 14:43 Séra Aldís Rut er nýr prestur í Grafarvogsprestakalli. Þjóðkirkjan Séra Aldís Rut Gísladóttir, prestur í Hafnarfjarðarkirkju, hefur verið ráðin prestur við Grafarvogskirkjuprestakalls. Prestakallið þarnast nýs prests frá og með 1. júlí, þegar séra Guðrún Karls Helgudóttir verður vígð til embættis biskups Íslands. Í tilkynningu á vef Þjóðkirkjunnar segir að biskup Íslands hafi nýlega auglýst eftir presti til þjónustu við Grafarvogsprestakall í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. Umsóknarfrestur hafi verið til miðnættis 11. júní. Sóknarmörk Grafarvogssóknar séu Elliðaár að vestan, Vesturlandsvegur að sunnan að borgarmörkum við Blikastaði. Í Grafarvogssókn sé ein sóknarkirkja, Grafarvogskirkja og Kirkjusel í Borgum í Spöng. Valnefnd hafi valið sr. Aldísi Rut Gísladóttur, prest í Hafnarfjarðarkirkju, til starfsins. Sr. Aldís Rut sé fædd á Sauðárkróki 5. febrúar 1989. Hún hafi verið alin upp í Glaumbæ í Skagafirði, yngst fjögurra systkina, en hún sé dóttir sr. Gísla Gunnarssonar vígslubiskups á Hólum og Þuríðar Kristjönu Þorbergsdóttur, sjúkraliða. Prestur og yogakennari Hún hafi lokið mag. theol prófi frá Háskóla Íslands árið 2017 og útskrifast með ágætiseinkunn. Sama ár hafi hún lokið yogakennaranámi. Auk þess sé hún með diplómagráðu í sálgæslu sem og mastersgráðu í guðfræð. Hún hafi þar fléttað saman tvö áhugamál í meistararitgerðinni þar sem hún fjallaði um sálgæsluna og Gamla testamentið. Einnig hafi hún hafið nám í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf árið 2021. Hefur verið innan kirkjunnar frá blautu barnsbeini Sr. Aldís Rut hafi vígst í Hóladómkirkju árið 2019 sem prestur við Langholtskirkju í Reykjavík og starfað þar til ársins 2022, en þá hafi hún hafið störf við Hafnarfjarðarkirkju í afleysingum og verið fastráðin þar í febrúar 2023. Hún hafi unnið frá unga aldri innan kirkjunnar og samhliða háskólanámi í guðfræði hafi hún verið í kirkjustarfi. Sr. Aldís Rut er gift Ívari Björnssyni, bílasmið og eru þau búsett í Grafarvogi. Þau eiga þrjú börn, tvo drengi og eina stúlku. Leggur áherslu á geðrækt og geðheilbrigði „Ég hef mikinn áhuga á helgihaldinu, sit í handbókarnefnd og legg mikla áherslu á að hafa helgihald fjölbreytt og málfar sem höfðar til allra. Ég hef einnig mikinn áhuga á starfi með foreldrum og ungum börnum þeirra, hef lengi verið með foreldramorgna og tel að það sé starf sem við getum eflt mjög mikið. Í nýrri fræðslustefnu þjóðkirkjunnar er mikið fjallað um geðrækt og geðheilbrigði og finnst mér frábært að við séum að leggja áherslu á það,“ er haft eftir sr. Aldísi Rut í tilkynningu. Hún segir vera til staðar einstakt tækifæri til að nálgast fólk á viðkvæmum, krefjandi, oft erfiðum en einnig gleðilegum tíma þegar fólk er með ung börn og hlúa ætti vel að þeim hópi. „Ég hef mikinn áhuga á fermingarstarfinu sem og barnastarfi og eins hef ég mikinn áhuga á sálgæslu, yoga og djúpslökun og hef leitt kyrrðardaga í Hafnarfjarðarkirkju ásamt Bylgju Dís Gunnarsdóttur samskipta- og æskulýðsfulltrúa og hafa þeir dagar heppnast einstaklega vel og verið vel sóttir.“ Þjóðkirkjan Reykjavík Vistaskipti Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira
Í tilkynningu á vef Þjóðkirkjunnar segir að biskup Íslands hafi nýlega auglýst eftir presti til þjónustu við Grafarvogsprestakall í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. Umsóknarfrestur hafi verið til miðnættis 11. júní. Sóknarmörk Grafarvogssóknar séu Elliðaár að vestan, Vesturlandsvegur að sunnan að borgarmörkum við Blikastaði. Í Grafarvogssókn sé ein sóknarkirkja, Grafarvogskirkja og Kirkjusel í Borgum í Spöng. Valnefnd hafi valið sr. Aldísi Rut Gísladóttur, prest í Hafnarfjarðarkirkju, til starfsins. Sr. Aldís Rut sé fædd á Sauðárkróki 5. febrúar 1989. Hún hafi verið alin upp í Glaumbæ í Skagafirði, yngst fjögurra systkina, en hún sé dóttir sr. Gísla Gunnarssonar vígslubiskups á Hólum og Þuríðar Kristjönu Þorbergsdóttur, sjúkraliða. Prestur og yogakennari Hún hafi lokið mag. theol prófi frá Háskóla Íslands árið 2017 og útskrifast með ágætiseinkunn. Sama ár hafi hún lokið yogakennaranámi. Auk þess sé hún með diplómagráðu í sálgæslu sem og mastersgráðu í guðfræð. Hún hafi þar fléttað saman tvö áhugamál í meistararitgerðinni þar sem hún fjallaði um sálgæsluna og Gamla testamentið. Einnig hafi hún hafið nám í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf árið 2021. Hefur verið innan kirkjunnar frá blautu barnsbeini Sr. Aldís Rut hafi vígst í Hóladómkirkju árið 2019 sem prestur við Langholtskirkju í Reykjavík og starfað þar til ársins 2022, en þá hafi hún hafið störf við Hafnarfjarðarkirkju í afleysingum og verið fastráðin þar í febrúar 2023. Hún hafi unnið frá unga aldri innan kirkjunnar og samhliða háskólanámi í guðfræði hafi hún verið í kirkjustarfi. Sr. Aldís Rut er gift Ívari Björnssyni, bílasmið og eru þau búsett í Grafarvogi. Þau eiga þrjú börn, tvo drengi og eina stúlku. Leggur áherslu á geðrækt og geðheilbrigði „Ég hef mikinn áhuga á helgihaldinu, sit í handbókarnefnd og legg mikla áherslu á að hafa helgihald fjölbreytt og málfar sem höfðar til allra. Ég hef einnig mikinn áhuga á starfi með foreldrum og ungum börnum þeirra, hef lengi verið með foreldramorgna og tel að það sé starf sem við getum eflt mjög mikið. Í nýrri fræðslustefnu þjóðkirkjunnar er mikið fjallað um geðrækt og geðheilbrigði og finnst mér frábært að við séum að leggja áherslu á það,“ er haft eftir sr. Aldísi Rut í tilkynningu. Hún segir vera til staðar einstakt tækifæri til að nálgast fólk á viðkvæmum, krefjandi, oft erfiðum en einnig gleðilegum tíma þegar fólk er með ung börn og hlúa ætti vel að þeim hópi. „Ég hef mikinn áhuga á fermingarstarfinu sem og barnastarfi og eins hef ég mikinn áhuga á sálgæslu, yoga og djúpslökun og hef leitt kyrrðardaga í Hafnarfjarðarkirkju ásamt Bylgju Dís Gunnarsdóttur samskipta- og æskulýðsfulltrúa og hafa þeir dagar heppnast einstaklega vel og verið vel sóttir.“
Þjóðkirkjan Reykjavík Vistaskipti Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira