Séra Aldís Rut ráðin prestur við Grafarvogskirkjuprestakall Árni Sæberg skrifar 29. júní 2024 14:43 Séra Aldís Rut er nýr prestur í Grafarvogsprestakalli. Þjóðkirkjan Séra Aldís Rut Gísladóttir, prestur í Hafnarfjarðarkirkju, hefur verið ráðin prestur við Grafarvogskirkjuprestakalls. Prestakallið þarnast nýs prests frá og með 1. júlí, þegar séra Guðrún Karls Helgudóttir verður vígð til embættis biskups Íslands. Í tilkynningu á vef Þjóðkirkjunnar segir að biskup Íslands hafi nýlega auglýst eftir presti til þjónustu við Grafarvogsprestakall í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. Umsóknarfrestur hafi verið til miðnættis 11. júní. Sóknarmörk Grafarvogssóknar séu Elliðaár að vestan, Vesturlandsvegur að sunnan að borgarmörkum við Blikastaði. Í Grafarvogssókn sé ein sóknarkirkja, Grafarvogskirkja og Kirkjusel í Borgum í Spöng. Valnefnd hafi valið sr. Aldísi Rut Gísladóttur, prest í Hafnarfjarðarkirkju, til starfsins. Sr. Aldís Rut sé fædd á Sauðárkróki 5. febrúar 1989. Hún hafi verið alin upp í Glaumbæ í Skagafirði, yngst fjögurra systkina, en hún sé dóttir sr. Gísla Gunnarssonar vígslubiskups á Hólum og Þuríðar Kristjönu Þorbergsdóttur, sjúkraliða. Prestur og yogakennari Hún hafi lokið mag. theol prófi frá Háskóla Íslands árið 2017 og útskrifast með ágætiseinkunn. Sama ár hafi hún lokið yogakennaranámi. Auk þess sé hún með diplómagráðu í sálgæslu sem og mastersgráðu í guðfræð. Hún hafi þar fléttað saman tvö áhugamál í meistararitgerðinni þar sem hún fjallaði um sálgæsluna og Gamla testamentið. Einnig hafi hún hafið nám í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf árið 2021. Hefur verið innan kirkjunnar frá blautu barnsbeini Sr. Aldís Rut hafi vígst í Hóladómkirkju árið 2019 sem prestur við Langholtskirkju í Reykjavík og starfað þar til ársins 2022, en þá hafi hún hafið störf við Hafnarfjarðarkirkju í afleysingum og verið fastráðin þar í febrúar 2023. Hún hafi unnið frá unga aldri innan kirkjunnar og samhliða háskólanámi í guðfræði hafi hún verið í kirkjustarfi. Sr. Aldís Rut er gift Ívari Björnssyni, bílasmið og eru þau búsett í Grafarvogi. Þau eiga þrjú börn, tvo drengi og eina stúlku. Leggur áherslu á geðrækt og geðheilbrigði „Ég hef mikinn áhuga á helgihaldinu, sit í handbókarnefnd og legg mikla áherslu á að hafa helgihald fjölbreytt og málfar sem höfðar til allra. Ég hef einnig mikinn áhuga á starfi með foreldrum og ungum börnum þeirra, hef lengi verið með foreldramorgna og tel að það sé starf sem við getum eflt mjög mikið. Í nýrri fræðslustefnu þjóðkirkjunnar er mikið fjallað um geðrækt og geðheilbrigði og finnst mér frábært að við séum að leggja áherslu á það,“ er haft eftir sr. Aldísi Rut í tilkynningu. Hún segir vera til staðar einstakt tækifæri til að nálgast fólk á viðkvæmum, krefjandi, oft erfiðum en einnig gleðilegum tíma þegar fólk er með ung börn og hlúa ætti vel að þeim hópi. „Ég hef mikinn áhuga á fermingarstarfinu sem og barnastarfi og eins hef ég mikinn áhuga á sálgæslu, yoga og djúpslökun og hef leitt kyrrðardaga í Hafnarfjarðarkirkju ásamt Bylgju Dís Gunnarsdóttur samskipta- og æskulýðsfulltrúa og hafa þeir dagar heppnast einstaklega vel og verið vel sóttir.“ Þjóðkirkjan Reykjavík Vistaskipti Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Sjá meira
Í tilkynningu á vef Þjóðkirkjunnar segir að biskup Íslands hafi nýlega auglýst eftir presti til þjónustu við Grafarvogsprestakall í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. Umsóknarfrestur hafi verið til miðnættis 11. júní. Sóknarmörk Grafarvogssóknar séu Elliðaár að vestan, Vesturlandsvegur að sunnan að borgarmörkum við Blikastaði. Í Grafarvogssókn sé ein sóknarkirkja, Grafarvogskirkja og Kirkjusel í Borgum í Spöng. Valnefnd hafi valið sr. Aldísi Rut Gísladóttur, prest í Hafnarfjarðarkirkju, til starfsins. Sr. Aldís Rut sé fædd á Sauðárkróki 5. febrúar 1989. Hún hafi verið alin upp í Glaumbæ í Skagafirði, yngst fjögurra systkina, en hún sé dóttir sr. Gísla Gunnarssonar vígslubiskups á Hólum og Þuríðar Kristjönu Þorbergsdóttur, sjúkraliða. Prestur og yogakennari Hún hafi lokið mag. theol prófi frá Háskóla Íslands árið 2017 og útskrifast með ágætiseinkunn. Sama ár hafi hún lokið yogakennaranámi. Auk þess sé hún með diplómagráðu í sálgæslu sem og mastersgráðu í guðfræð. Hún hafi þar fléttað saman tvö áhugamál í meistararitgerðinni þar sem hún fjallaði um sálgæsluna og Gamla testamentið. Einnig hafi hún hafið nám í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf árið 2021. Hefur verið innan kirkjunnar frá blautu barnsbeini Sr. Aldís Rut hafi vígst í Hóladómkirkju árið 2019 sem prestur við Langholtskirkju í Reykjavík og starfað þar til ársins 2022, en þá hafi hún hafið störf við Hafnarfjarðarkirkju í afleysingum og verið fastráðin þar í febrúar 2023. Hún hafi unnið frá unga aldri innan kirkjunnar og samhliða háskólanámi í guðfræði hafi hún verið í kirkjustarfi. Sr. Aldís Rut er gift Ívari Björnssyni, bílasmið og eru þau búsett í Grafarvogi. Þau eiga þrjú börn, tvo drengi og eina stúlku. Leggur áherslu á geðrækt og geðheilbrigði „Ég hef mikinn áhuga á helgihaldinu, sit í handbókarnefnd og legg mikla áherslu á að hafa helgihald fjölbreytt og málfar sem höfðar til allra. Ég hef einnig mikinn áhuga á starfi með foreldrum og ungum börnum þeirra, hef lengi verið með foreldramorgna og tel að það sé starf sem við getum eflt mjög mikið. Í nýrri fræðslustefnu þjóðkirkjunnar er mikið fjallað um geðrækt og geðheilbrigði og finnst mér frábært að við séum að leggja áherslu á það,“ er haft eftir sr. Aldísi Rut í tilkynningu. Hún segir vera til staðar einstakt tækifæri til að nálgast fólk á viðkvæmum, krefjandi, oft erfiðum en einnig gleðilegum tíma þegar fólk er með ung börn og hlúa ætti vel að þeim hópi. „Ég hef mikinn áhuga á fermingarstarfinu sem og barnastarfi og eins hef ég mikinn áhuga á sálgæslu, yoga og djúpslökun og hef leitt kyrrðardaga í Hafnarfjarðarkirkju ásamt Bylgju Dís Gunnarsdóttur samskipta- og æskulýðsfulltrúa og hafa þeir dagar heppnast einstaklega vel og verið vel sóttir.“
Þjóðkirkjan Reykjavík Vistaskipti Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent