Palestína og Vestur-Sahara – Tvær vonlausar aðskilnaðarhreyfingar Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 27. júní 2024 14:00 Hversu margar þjóðir eru til? Þeirri spurningu er erfitt að svara nákvæmlega en nokkuð auðvelt að áætla gróflega. Vefsíða Sameinuðu þjóðanna nefnir yfir 5.000 ólíka hópa sem eru skilgreindir sem frumbyggjaþjóðir. Yfir 7.000 tungumál töluð í heiminum, en sérstök þjóðtunga er oft talin eitt helsta einkenni þjóðar. Sjálfstæð ríki heimsins eru hins vegar færri en 200. Það segir sig því sjálft að aðeins lítill minnihluti þjóða heimsins getur átt sér þjóðríki. Engu að síður rembast ákveðnar hreyfingar eins og rjúpan við staurinn við að galdra fram ný þjóðríki. Að minnsta kosti nokkrir tugir aðskilnaðarhreyfinga eru starfræktar í heiminum. Margar þeirra eru fjármagnaðar af ríkjum sem leitast við að grafa undan stöðugleika óvinaríkja sinna. Þeirra á meðal eru aðskilnaðarhreyfing Palestínumanna og undirdeildir hennar, til dæmis hryðjuverkasamtökin Hamas. Miðað við einhæfa fjölmiðlaumfjöllun undanfarin ár mætti halda að átökin fyrir botni Miðjarðarhafs væru einsdæmi á heimsvísu. En um allan heim geisa stríð sem fá ekki umfjöllun í almennum fjölmiðlum. Eitt þeirra er háð af aðskilnaðarhreyfingu sem líkist mjög þeirri palestínsku. Hún kallast Polisario-hreyfingin (e. The Polisario Front)og berst fyrir sjálfstæðu ríki í Vestur-Sahara. Hreyfingin er meðal annars fjármögnuð af Alsír og Suður-Afríku. Vestur-Sahara, fyrrum spænsk nýlenda sem er nú undir stjórn Marokkó, er aðeins viðurkennt sem sjálfstætt ríki af litlum hluta alþjóðasamfélagsins. Söguleg yfirráð Marokkó yfir svæðinu fyrir nýlendutímann eru vel skjalfest. Nokkrir ættbálkar Vestur-Sahara hafa auk þess fúslega viðurkennt yfirráð Marokkó yfir svæðinu. Íbúar strandlengjunnar líta á sig sem Marokkóbúa og telja Vestur-Sahara vera óaðskiljanlegan hluta af Marokkó. En ákveðinn hluti íbúa Vestur-Sahara er á öðru máli. Þeir hafa tekið upp nýja sjálfsmynd og, líkt og Palestínumenn, umbreytt landafræðilegu heiti yfir í þjóðernisheiti. Þeir kalla sig Sahrawi-fólkið og eru að upplagi blanda af berbískum og arabískum ættbálkum. Sahrawi-fólkið býr í eyðimörkinni, fjarri ströndinni sem liggur að verðmætustu auðlind landsins, fiskimiðum Atlantshafsins. Það hefur sýnt sig að lítið verður úr ríkjum sem eru snauð af náttúruauðlindum. Alþjóðasamfélagið gerir sér grein fyrir þessu og flest ríki heimsins, þeirra á meðal Ísland, viðurkenna ekki sjálfstæði Vestur-Sahara. Við nánari athugun má sjá að samnefnarar milli Sahrawi-fólksins og Palestínumanna eru fjölmargir. Aðskilnaðarhreyfingar Palestínumanna og Sahrawi-fólksins urðu til á seinni hluta síðustu aldar og byggðu meðal annars á andvestrænni sósíalískri hugmyndafræði. Báðir hópar eru að upplagi arabískumælandi múslimar. Fáni Vestur-Sahara er nánast alveg eins og palestínski fáninn, fyrir utan litlu stjörnuna og sigðmánann í miðjunni (Báðir fánarnir eru byggðir á fána Jórdaníu og pan-arabíska fánanum frá 1917). Ef Vestur-Sahara væri sjálfstætt ríki væri það lífvana og misheppnað, líklega á pari við Sómalíu og Afganistan. Ef alþjóðasamfélagið tæki sig saman um að vopnvæða Sahrawi-fólkið og styðja baráttu þess myndi Vestur-Sahara fuðra upp í varanlegri borgarastyrjöld. Það eina sem tryggir frið á svæðinu eru í raun hinir miklu yfirburðir yfirvalda í Marokkó. Yfirburðir þeirra eru einfaldlega það miklir að Polisario-hreyfingin ræðst ekki í stórtækar aðgerðir gegn þeim, heldur takmarkar sig við minniháttar skærur. Í upphafi greinarinnar var minnst á fjarlæg ríki sem grafa undan stöðugleika með fjármögnun aðskilnaðarhreyfinga. Í seinni tíð er þekktasta dæmið um þetta fjármögnun og vopnvæðing Íran á palestínskum aðskilnaðarhreyfingum. Á meðan alþjóðasamfélagið hunsar Polisario-hreyfinguna, tekur það virkan þátt í að fjármagna palestínskar hreyfingar og viðheldur þannig varanlegu stríði þeirra við Ísrael. Alþjóðasamfélagið gerir sér grein fyrir að vopnvæðing Sahrawi-fólksins myndi ekki stuðla að friði, heldur að stigmögnun átaka. Það virðist hins vegar ekki gera sér grein fyrir að það sama á við um Palestínumenn. Staðreyndin er sú að þeir munu aldrei eiga roð í Ísrael. Það eina sem fjármögnun og vopnvæðing palestínskra hreyfinga tryggir er að stríðsátökin muni aldrei taka enda. Í staðinn þurfa Palestínumenn að hverfa frá kröfunni um að yfirtaka landið „frá ánni að sjónum“. Í staðinn þarf að uppræta palestínsk samtök sem hafa það á stefnuskránni að útrýma Gyðingum. Því fyrr sem þessum markmiðum verður náð því fyrr verður von um frið. Höfundur er stjórnarmeðlimur MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Marokkó Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Hversu margar þjóðir eru til? Þeirri spurningu er erfitt að svara nákvæmlega en nokkuð auðvelt að áætla gróflega. Vefsíða Sameinuðu þjóðanna nefnir yfir 5.000 ólíka hópa sem eru skilgreindir sem frumbyggjaþjóðir. Yfir 7.000 tungumál töluð í heiminum, en sérstök þjóðtunga er oft talin eitt helsta einkenni þjóðar. Sjálfstæð ríki heimsins eru hins vegar færri en 200. Það segir sig því sjálft að aðeins lítill minnihluti þjóða heimsins getur átt sér þjóðríki. Engu að síður rembast ákveðnar hreyfingar eins og rjúpan við staurinn við að galdra fram ný þjóðríki. Að minnsta kosti nokkrir tugir aðskilnaðarhreyfinga eru starfræktar í heiminum. Margar þeirra eru fjármagnaðar af ríkjum sem leitast við að grafa undan stöðugleika óvinaríkja sinna. Þeirra á meðal eru aðskilnaðarhreyfing Palestínumanna og undirdeildir hennar, til dæmis hryðjuverkasamtökin Hamas. Miðað við einhæfa fjölmiðlaumfjöllun undanfarin ár mætti halda að átökin fyrir botni Miðjarðarhafs væru einsdæmi á heimsvísu. En um allan heim geisa stríð sem fá ekki umfjöllun í almennum fjölmiðlum. Eitt þeirra er háð af aðskilnaðarhreyfingu sem líkist mjög þeirri palestínsku. Hún kallast Polisario-hreyfingin (e. The Polisario Front)og berst fyrir sjálfstæðu ríki í Vestur-Sahara. Hreyfingin er meðal annars fjármögnuð af Alsír og Suður-Afríku. Vestur-Sahara, fyrrum spænsk nýlenda sem er nú undir stjórn Marokkó, er aðeins viðurkennt sem sjálfstætt ríki af litlum hluta alþjóðasamfélagsins. Söguleg yfirráð Marokkó yfir svæðinu fyrir nýlendutímann eru vel skjalfest. Nokkrir ættbálkar Vestur-Sahara hafa auk þess fúslega viðurkennt yfirráð Marokkó yfir svæðinu. Íbúar strandlengjunnar líta á sig sem Marokkóbúa og telja Vestur-Sahara vera óaðskiljanlegan hluta af Marokkó. En ákveðinn hluti íbúa Vestur-Sahara er á öðru máli. Þeir hafa tekið upp nýja sjálfsmynd og, líkt og Palestínumenn, umbreytt landafræðilegu heiti yfir í þjóðernisheiti. Þeir kalla sig Sahrawi-fólkið og eru að upplagi blanda af berbískum og arabískum ættbálkum. Sahrawi-fólkið býr í eyðimörkinni, fjarri ströndinni sem liggur að verðmætustu auðlind landsins, fiskimiðum Atlantshafsins. Það hefur sýnt sig að lítið verður úr ríkjum sem eru snauð af náttúruauðlindum. Alþjóðasamfélagið gerir sér grein fyrir þessu og flest ríki heimsins, þeirra á meðal Ísland, viðurkenna ekki sjálfstæði Vestur-Sahara. Við nánari athugun má sjá að samnefnarar milli Sahrawi-fólksins og Palestínumanna eru fjölmargir. Aðskilnaðarhreyfingar Palestínumanna og Sahrawi-fólksins urðu til á seinni hluta síðustu aldar og byggðu meðal annars á andvestrænni sósíalískri hugmyndafræði. Báðir hópar eru að upplagi arabískumælandi múslimar. Fáni Vestur-Sahara er nánast alveg eins og palestínski fáninn, fyrir utan litlu stjörnuna og sigðmánann í miðjunni (Báðir fánarnir eru byggðir á fána Jórdaníu og pan-arabíska fánanum frá 1917). Ef Vestur-Sahara væri sjálfstætt ríki væri það lífvana og misheppnað, líklega á pari við Sómalíu og Afganistan. Ef alþjóðasamfélagið tæki sig saman um að vopnvæða Sahrawi-fólkið og styðja baráttu þess myndi Vestur-Sahara fuðra upp í varanlegri borgarastyrjöld. Það eina sem tryggir frið á svæðinu eru í raun hinir miklu yfirburðir yfirvalda í Marokkó. Yfirburðir þeirra eru einfaldlega það miklir að Polisario-hreyfingin ræðst ekki í stórtækar aðgerðir gegn þeim, heldur takmarkar sig við minniháttar skærur. Í upphafi greinarinnar var minnst á fjarlæg ríki sem grafa undan stöðugleika með fjármögnun aðskilnaðarhreyfinga. Í seinni tíð er þekktasta dæmið um þetta fjármögnun og vopnvæðing Íran á palestínskum aðskilnaðarhreyfingum. Á meðan alþjóðasamfélagið hunsar Polisario-hreyfinguna, tekur það virkan þátt í að fjármagna palestínskar hreyfingar og viðheldur þannig varanlegu stríði þeirra við Ísrael. Alþjóðasamfélagið gerir sér grein fyrir að vopnvæðing Sahrawi-fólksins myndi ekki stuðla að friði, heldur að stigmögnun átaka. Það virðist hins vegar ekki gera sér grein fyrir að það sama á við um Palestínumenn. Staðreyndin er sú að þeir munu aldrei eiga roð í Ísrael. Það eina sem fjármögnun og vopnvæðing palestínskra hreyfinga tryggir er að stríðsátökin muni aldrei taka enda. Í staðinn þurfa Palestínumenn að hverfa frá kröfunni um að yfirtaka landið „frá ánni að sjónum“. Í staðinn þarf að uppræta palestínsk samtök sem hafa það á stefnuskránni að útrýma Gyðingum. Því fyrr sem þessum markmiðum verður náð því fyrr verður von um frið. Höfundur er stjórnarmeðlimur MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi.
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar