Segja eldsupptök ekki tengjast veitingastaðnum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 26. júní 2024 16:28 Eldur kom upp í glerskála Turnsins á Höfðatorgi í dag. Vísir/Samsett Upp kom eldur í Turninum á Höfðatorgi um hádegisbilið í dag. Rýming gekk vel og var slökkviliðið fljótt á vettvang og náði tökum á eldinum. Guðríður María Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Múlakaffis sem rekur veitingastaðinn Intro á Höfðatorgi, segir eldsupptök ekki hafa tengst veitingastaðnum á nokkurn hátt. Eldsvoðinn var að mestu leyti einskorðaður við veitingastaðinn. „Það er alltaf áfall þegar upp kemur eldur í fyrirtækjum eða á heimilum en við hjá Intro viljum koma því skýrt á framfæri að eldsupptök tengjast veitingastaðnum ekki á nokkurn hátt,” segir Guðríður María. Eldhúsið slapp Í tilkynningu frá stjórnendum Múlakaffis segir að eldurinn hafi komið upp í lagnaleið sem liggur úr kjallara Turnsins upp í glerskálann á Höfðatorgi, sem gegnir hlutverki veitingasalar Intro. Glerskálinn og innanstokksmunir í honum urðu því fyrir töluverðu tjóni. „Það sem skiptir mestu máli er að rýming hússins gekk vel og allir eru óhultir. Nú erum við, líkt og aðrir rekstraraðilar á jarðhæð Turnsins, að meta stöðuna og næstu skref. Eldhúsið okkar varð sem betur fer ekki fyrir teljandi tjóni og unnið verður að því að koma því af stað sem allra fyrst enda eru fjölmargir viðskiptavinir orðnir vanir því að koma til okkar í hádeginu,” er haft eftir Guðríði í tilkynningunni. Fréttastofa hafði samband við Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóra sem sagði enn of snemmt að segja til um nákvæm upptök eldsins. Eldurinn hafi þó verið, eins og fram kom, afmarkaður við sal veitingastaðarins. Enn verið að meta tjón Fasteignafélagið Heimar hf. sem eiga Höfðatorg hrósar viðbragðsaðilum og starfsfólki í húsinu fyrir skjót viðbrögð. „Enn er verið að meta umfang tjónsins sem orðið hefur á jarðhæð hússins en fyrsta mat félagsins bendir til þess að það sé takmarkað við þetta afmarkaða svæði í húsinu. Heimar eru vel tryggðir fyrir tjónum af þessu tagi og hefur tryggingafélag Heima þegar hafist handa við að meta tjónið,“ segir í tilkynningu frá félaginu. Enn sé verið að meta umfang tjónsins á jarðhæðinni en fyrsta mat félagsins bendi til þess að það sé takmarkað við þetta afmarkaða svæði í húsinu. Ekki sé talið að bruninn hafi veruleg áhrif á afkomuhorfur félagsins. Eldsvoði á Höfðatorgi Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Sjá meira
„Það er alltaf áfall þegar upp kemur eldur í fyrirtækjum eða á heimilum en við hjá Intro viljum koma því skýrt á framfæri að eldsupptök tengjast veitingastaðnum ekki á nokkurn hátt,” segir Guðríður María. Eldhúsið slapp Í tilkynningu frá stjórnendum Múlakaffis segir að eldurinn hafi komið upp í lagnaleið sem liggur úr kjallara Turnsins upp í glerskálann á Höfðatorgi, sem gegnir hlutverki veitingasalar Intro. Glerskálinn og innanstokksmunir í honum urðu því fyrir töluverðu tjóni. „Það sem skiptir mestu máli er að rýming hússins gekk vel og allir eru óhultir. Nú erum við, líkt og aðrir rekstraraðilar á jarðhæð Turnsins, að meta stöðuna og næstu skref. Eldhúsið okkar varð sem betur fer ekki fyrir teljandi tjóni og unnið verður að því að koma því af stað sem allra fyrst enda eru fjölmargir viðskiptavinir orðnir vanir því að koma til okkar í hádeginu,” er haft eftir Guðríði í tilkynningunni. Fréttastofa hafði samband við Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóra sem sagði enn of snemmt að segja til um nákvæm upptök eldsins. Eldurinn hafi þó verið, eins og fram kom, afmarkaður við sal veitingastaðarins. Enn verið að meta tjón Fasteignafélagið Heimar hf. sem eiga Höfðatorg hrósar viðbragðsaðilum og starfsfólki í húsinu fyrir skjót viðbrögð. „Enn er verið að meta umfang tjónsins sem orðið hefur á jarðhæð hússins en fyrsta mat félagsins bendir til þess að það sé takmarkað við þetta afmarkaða svæði í húsinu. Heimar eru vel tryggðir fyrir tjónum af þessu tagi og hefur tryggingafélag Heima þegar hafist handa við að meta tjónið,“ segir í tilkynningu frá félaginu. Enn sé verið að meta umfang tjónsins á jarðhæðinni en fyrsta mat félagsins bendi til þess að það sé takmarkað við þetta afmarkaða svæði í húsinu. Ekki sé talið að bruninn hafi veruleg áhrif á afkomuhorfur félagsins.
Eldsvoði á Höfðatorgi Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Sjá meira