Opið bréf til Ásmundar Einars barnamálaráðherra Brynjar Bragi Einarsson skrifar 26. júní 2024 15:30 Ásmundur Einar Daðason, þú ert Mennta- og Barnamálaráðherra, þú ferð með yfirumsjón Mennta- og Barnamálaráðuneytisins og þú berð þar með ábyrgð á meginhlutverkum ráðuneytisins. Á vefsíðu stjórnarráðsins segir „Meginhlutverk mennta- og barnamálaráðuneytisins er að tryggja að menntun, aðbúnaður og réttindi barna á Íslandi séu ávallt í fyrirrúmi.“ Það er því deginum ljósara að það ert þú sem berð ábyrgð á því að réttindi barna á Íslandi séu ávallt í fyrirrúmi og það ert þú sem berð ábyrgð á því að Barnasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna sé virtur þegar að kemur að ákvörðunum stjórnvalda. Nú hefur endanlega verið ákveðið að vísa Yazan, ellefu ára palestínskum dreng sem glímir við vöðvarýrnunarsjúkdóminninn Duchenne, úr landi. Í síðustu viku vísaði kærunefnd útlendingamála máli hans frá og neitaði honum þar með endanlega um vernd hér á landi. Sú ákvörðun að vísa Yazan úr landi margbrýtur Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna og yrði brottvísunin að veruleika væru Íslensk stjórnvöld að brjóta lög enda hefur Barnasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna verið lögfestur á Íslandi síðan árið 2013. Í þriðju grein Barnasáttmálans segir að það skuli alltaf gera það sem barninu er fyrir bestu og það sé meðal annars hlutverk stjórnvalda að tryggja það að allar þær ákvarðanir sem varða börn séu teknar með þeirra hagsmuni að leiðarljósi. Það er ljóst að sú ákvörðun að vísa Yazan úr landi mun hafa verulega neikvæð áhrif á hans líf og mun hafa miklar og slæmar afleiðingar á heilsu hans og lífsgæði til frambúðar. Með því að brottvísa honum er mikil hætta á því að Yazan missi aðgang að þeirri lífsnauðsynlegu þjónustu sem hann fær hérlendis. Að sögn móður hans hrakar honum mjög hratt ef hann missir af einum tíma hjá sjúkraþjálfara eða lækni ef honum verður brottvísað missir hann líklegast alla slíka þjónustu í allt að 8-10 mánuði. Það er því augljóst að það að senda Yazan úr landi sé alls ekki honum fyrir bestu og því klárt brot á Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna. Í 23. grein Barnasáttmálans er fjallað um fötluð börn, þar segir að fötluð börn eigi rétt á því að lifa við aðstæður sem gera þeim kleift að lifa eins góðu lífi í samfélaginu og völ er á og að það sé skylda stjórnvalda að fjarlægja hindranir svo að öll börn geti orðið sjálfstæð og tekið þátt í samfélaginu með virkum hætti. Hér á Íslandi hefur Yazan aðgang að þjónustu sem eykur hans lífsgæði, hér hefur hann aðgang að heilbrigðisþjónustu, hér gengur hann í skóla, hér hefur hann eignast vini, hér líður honum vel. Ef honum yrði brottvísað væri stjórnvöld að brjóta á hans réttindum og í stað þess að fjarlægja hindranir í hans lífi, eins og þeim ber skylda til, eru stjórnvöld í raun að bæta við hindrunum í hans líf. 22. grein Barnasáttmálans fjallar um börn á flótta, þar kemur fram að þau börn sem hafa þurft að flýja heimaland sitt eigi rétt á vernd og stuðningi við það að nýta sér þau réttindi sem þau eiga samkvæmt Barnasáttmálanum í nýju landi. Er horft er til þessarar greinar er ljóst að Yazan á hér rétt á vernd, hann á rétt á því að stjórnvöld tryggi aðgang hans menntun, hann á rétt á því að stjórnvöld tryggi aðgang hans að heilbrigðisþjónustu, hann á rétt á öruggu og góðu lífi hér á Íslandi og það er skylda stjórnvalda að tryggja það að hér fái hann að nýta sér sín réttindi. Ég skora á þig, Ásmundur Einar, að beita þér af fullum þunga fyrir því að Yazan verði ekki brottvísað og tryggja þar með áframhaldandi aðgang hans að lífsnauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. Það er þín skylda sem Barnamálaráðherra að tryggja það að réttindi barna séu virt á Íslandi og er það á þinni ábyrgð að sjá til þess að stjórnvöld virði Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna og brjóti ekki á réttindum barna líkt og þessi ákvörðun gerir. Höfundur er formaður Ungmennaráðs UNICEF á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Réttindi barna Skóla- og menntamál Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason, þú ert Mennta- og Barnamálaráðherra, þú ferð með yfirumsjón Mennta- og Barnamálaráðuneytisins og þú berð þar með ábyrgð á meginhlutverkum ráðuneytisins. Á vefsíðu stjórnarráðsins segir „Meginhlutverk mennta- og barnamálaráðuneytisins er að tryggja að menntun, aðbúnaður og réttindi barna á Íslandi séu ávallt í fyrirrúmi.“ Það er því deginum ljósara að það ert þú sem berð ábyrgð á því að réttindi barna á Íslandi séu ávallt í fyrirrúmi og það ert þú sem berð ábyrgð á því að Barnasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna sé virtur þegar að kemur að ákvörðunum stjórnvalda. Nú hefur endanlega verið ákveðið að vísa Yazan, ellefu ára palestínskum dreng sem glímir við vöðvarýrnunarsjúkdóminninn Duchenne, úr landi. Í síðustu viku vísaði kærunefnd útlendingamála máli hans frá og neitaði honum þar með endanlega um vernd hér á landi. Sú ákvörðun að vísa Yazan úr landi margbrýtur Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna og yrði brottvísunin að veruleika væru Íslensk stjórnvöld að brjóta lög enda hefur Barnasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna verið lögfestur á Íslandi síðan árið 2013. Í þriðju grein Barnasáttmálans segir að það skuli alltaf gera það sem barninu er fyrir bestu og það sé meðal annars hlutverk stjórnvalda að tryggja það að allar þær ákvarðanir sem varða börn séu teknar með þeirra hagsmuni að leiðarljósi. Það er ljóst að sú ákvörðun að vísa Yazan úr landi mun hafa verulega neikvæð áhrif á hans líf og mun hafa miklar og slæmar afleiðingar á heilsu hans og lífsgæði til frambúðar. Með því að brottvísa honum er mikil hætta á því að Yazan missi aðgang að þeirri lífsnauðsynlegu þjónustu sem hann fær hérlendis. Að sögn móður hans hrakar honum mjög hratt ef hann missir af einum tíma hjá sjúkraþjálfara eða lækni ef honum verður brottvísað missir hann líklegast alla slíka þjónustu í allt að 8-10 mánuði. Það er því augljóst að það að senda Yazan úr landi sé alls ekki honum fyrir bestu og því klárt brot á Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna. Í 23. grein Barnasáttmálans er fjallað um fötluð börn, þar segir að fötluð börn eigi rétt á því að lifa við aðstæður sem gera þeim kleift að lifa eins góðu lífi í samfélaginu og völ er á og að það sé skylda stjórnvalda að fjarlægja hindranir svo að öll börn geti orðið sjálfstæð og tekið þátt í samfélaginu með virkum hætti. Hér á Íslandi hefur Yazan aðgang að þjónustu sem eykur hans lífsgæði, hér hefur hann aðgang að heilbrigðisþjónustu, hér gengur hann í skóla, hér hefur hann eignast vini, hér líður honum vel. Ef honum yrði brottvísað væri stjórnvöld að brjóta á hans réttindum og í stað þess að fjarlægja hindranir í hans lífi, eins og þeim ber skylda til, eru stjórnvöld í raun að bæta við hindrunum í hans líf. 22. grein Barnasáttmálans fjallar um börn á flótta, þar kemur fram að þau börn sem hafa þurft að flýja heimaland sitt eigi rétt á vernd og stuðningi við það að nýta sér þau réttindi sem þau eiga samkvæmt Barnasáttmálanum í nýju landi. Er horft er til þessarar greinar er ljóst að Yazan á hér rétt á vernd, hann á rétt á því að stjórnvöld tryggi aðgang hans menntun, hann á rétt á því að stjórnvöld tryggi aðgang hans að heilbrigðisþjónustu, hann á rétt á öruggu og góðu lífi hér á Íslandi og það er skylda stjórnvalda að tryggja það að hér fái hann að nýta sér sín réttindi. Ég skora á þig, Ásmundur Einar, að beita þér af fullum þunga fyrir því að Yazan verði ekki brottvísað og tryggja þar með áframhaldandi aðgang hans að lífsnauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. Það er þín skylda sem Barnamálaráðherra að tryggja það að réttindi barna séu virt á Íslandi og er það á þinni ábyrgð að sjá til þess að stjórnvöld virði Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna og brjóti ekki á réttindum barna líkt og þessi ákvörðun gerir. Höfundur er formaður Ungmennaráðs UNICEF á Íslandi
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun