Ráðherra ber mikla ábyrgð Magnús Guðmundsson skrifar 23. júní 2024 11:00 Það er mikil andstaða við sjókvíaeldi í Seyðisfirði. 75% íbúa eru andvíg því og það er staðfest í skoðanakönnun Múlaþings. VÁ – félag um vernd fjarðar hefur ítrekað bent á Farice-1 strenginn og helgunarsvæði hans í firðinum. Það má ekki ganga yfir þennan mikilvæga innvið. Farice-1 strengurinn er ekki einkmál Seyðfirðinga. Hann þjónar netöryggi þeirra ekkert öðruvísi en annarra landsmanna og frændum okkar Færeyinga. Strengurinn er Færeyingum mikilvægur fyrir fjarskiptasamband við umheiminn. Forstjóri Farice ehf sendi athugasemd strax 2020 til Skipulagsstofnunar um það að sjókvíar ættu ekki að vera í nánd við helgnarsvæði strengsins. Í frétt RÚV, Fjarskipti Færeyinga við umheiminn í húfi, https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-06-21-fjarskipti-faereyinga-vid-umheiminn-i-hufi-416115 er m.a. rætt við Þorvarð framkvæmdastjóra Farice ehf. Ráðherra og burðarþolsmat Sigurður Ingi var sjávarútvegsráðherra árin 2014 – 2016 þegar flestir firðirnir fóru í burðarþolsmat. Ég veit ekki af hverju ráðherra ákvað ekki þá strax að friða Seyðisfjörð út af Farice-1 strengnum og helgunarsvæði hans. Strengurinn þjónar netöryggi tveggja þjóða við umheiminn. Seyðisfjörður fór í burðarþolsmat og svört skýrsla Ríkisendurskoðanda, sem kom út í janúar 2023 staðfestir að burðarþolsmat í Seyðisfirði er gert á röngum forsendum. Það tekur ekki tillit til annarrar starfsemi í firðinum. Staðreyndir úr skýrslunni breyttu engu. Enn er verið að vinna að því að setja sjókvíaeldi í Seyðisfjörð. Stjórnsýslan lætur almannahagsmuni víkja fyrir einkahagsmunum Kaldvíkur. Skipulagsvinnan Fyrsta apríl 2019 var fyrsti fundur Strandsvæðaráðs Austfjarða og starfsmanna Skipulagsstofnunar, sem voru fengnir til að aðstoða svæðisráðið við skipulagsvinnuna. Guðmundur Ingi Guðbrandsson sat sem umhverfis- og auðlindaráðherra og fór með skipulagsmál. Ráðherra og skipulagsyfirvöld kveiktu ekki á perunni með strenginn, og áfram er Seyðisfjörður inni í skipulaginu á röngum forsendum. Árið 2021 Ríkisstjórnin fékk nægjanlegt fylgi til að halda samstarfinu áfram. Nýju ráðuneyti háskóla- iðnaðar- og nýsköpunar var bætt við. Ráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, hefur ekki brugðist við beiðni Farice ehf um endurskoðun fjarskiptalaga til að tryggja öryggi sæstrengja. Ráðherra fjarskiptamála og þrír ráðherrar í Þjóðaröryggisráði, forsætisráðherra, utanríksráðherra og dómsmálaráðherra hafa engar áhyggjur af hugsanlegum skemmdum á strengnum, vegna manngerðrar ógnar. Ráðherrar koma hins vegar reglulega í fjölmiðla með miklar áhyggjur af netöryggi vegna ógna af hryðjuverkum og stríðsátökum. Eftir stólaskipti og uppstokkun ráðuneyta varð Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og fer með skipulags-, samgöngu og sveitarstjórnarmál. Þarna var komið tækifæri fyrir ráðherrann að leiðrétta mistökin, sem hann gerði sem sjávarútvegsráðherra þegar hann setti Seyðisfjörð í burðarþolsmat. Nei – áfram gakk, við ætlum ekki að virða almannahagsmuni og verja innviðina. Strandsvæðaskipulagsvinnunni lauk í desember 2022 án þess að tekin væri endanleg afstaða til Farice-1 og helgunarsvæðis hans, þrátt fyrir að fyrir lægju nægar og nauðsynlegar upplýsingar um að sjókvíaeldi komist ekki fyrir í Seyðisfirði vegna strengsins. Leyfisveitendum er ætlað að leita umsagnar Farice ehf. Það hefur verið gert og niðurstaða Farice ehf er á sama veg og áður. Sjókvíaeldi á ekki heima í nálægð við helgunarsvæði sæstrengsins. Sigurður Ingi innviðaráðherra samþykkti strandsvæðaskipulagið í mars 2023. Þá var kominn í ráðgjafarteymi ráðherrans skipulagsfræðingur, sem er annar af starfsmönnum Skipulagsstofnunar, sem mest vann skipulagið fyrir svæðisráð og innviðaráðherra. Þarna er vanhæfni starfsmannsins augljóst, hann metur eigin verk. Hvergi hefur skipulagsvinnan verið skilin eftir jafn illa unnin og ófrágengin eins og gert var í Seyðisfirði. Eins og áður kemur fram voru svæðisráð og Skipulagsstofnun fengin til að vinna strandsvæðaskipulag skv. skipulagslögum, og áttu að sjálfsögðu að klára verkið en ekki að skilja þrjú mikilvægustu atriðin eftir þ.a. Farice, ofanflóð og siglingaáhættumat. Fyrst svæðisráð og Skipulagsstofnun treystu sér ekki til að fullklára verkið átti innviðaráðherra ekki að samþykkja skipulagið. Kaldvík var aldrei aðili að vinnslu strandsvæðaskipulagsins en nú er úrvinnsla ofanflóðamats og áhættumats siglinga komin í þeirra hendur. Fyrirtækið mun aldrei bera ábyrgð á þessum áhættumötum ef eitthvað kemur uppá. Ráðherra og Skipulagsstofnun bera ábyrgð á skipulaginu og að fylgja því eftir. Þetta eru gjörsamlega óboðleg vinnubrögð hjá stjórnsýslunni. Sjö ráðuneyti koma að sjókvíaeldi í Seyðisfirði ef af því verður. Megi stjórnsýslunni ganga betur en hingað til að samhæfa vinnu stofnana til að gæta almannahagsmuna og taka þá alfarið fram fyrir hagsmuni gróðafyrirtækja. Það á og þarf að skila góðu búi og byggilegu landi til komandi kynslóða. Allir vilja hafa netöryggið í lagi hvar í flokki sem þeir standa og hvar í heiminum þeir búa. Ráðherrar ber mikla ábyrgð. Höfundur er félagsmaður í VÁ – félags um vernd fjarðar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Múlaþing Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjávarútvegur Mest lesið Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Það er mikil andstaða við sjókvíaeldi í Seyðisfirði. 75% íbúa eru andvíg því og það er staðfest í skoðanakönnun Múlaþings. VÁ – félag um vernd fjarðar hefur ítrekað bent á Farice-1 strenginn og helgunarsvæði hans í firðinum. Það má ekki ganga yfir þennan mikilvæga innvið. Farice-1 strengurinn er ekki einkmál Seyðfirðinga. Hann þjónar netöryggi þeirra ekkert öðruvísi en annarra landsmanna og frændum okkar Færeyinga. Strengurinn er Færeyingum mikilvægur fyrir fjarskiptasamband við umheiminn. Forstjóri Farice ehf sendi athugasemd strax 2020 til Skipulagsstofnunar um það að sjókvíar ættu ekki að vera í nánd við helgnarsvæði strengsins. Í frétt RÚV, Fjarskipti Færeyinga við umheiminn í húfi, https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-06-21-fjarskipti-faereyinga-vid-umheiminn-i-hufi-416115 er m.a. rætt við Þorvarð framkvæmdastjóra Farice ehf. Ráðherra og burðarþolsmat Sigurður Ingi var sjávarútvegsráðherra árin 2014 – 2016 þegar flestir firðirnir fóru í burðarþolsmat. Ég veit ekki af hverju ráðherra ákvað ekki þá strax að friða Seyðisfjörð út af Farice-1 strengnum og helgunarsvæði hans. Strengurinn þjónar netöryggi tveggja þjóða við umheiminn. Seyðisfjörður fór í burðarþolsmat og svört skýrsla Ríkisendurskoðanda, sem kom út í janúar 2023 staðfestir að burðarþolsmat í Seyðisfirði er gert á röngum forsendum. Það tekur ekki tillit til annarrar starfsemi í firðinum. Staðreyndir úr skýrslunni breyttu engu. Enn er verið að vinna að því að setja sjókvíaeldi í Seyðisfjörð. Stjórnsýslan lætur almannahagsmuni víkja fyrir einkahagsmunum Kaldvíkur. Skipulagsvinnan Fyrsta apríl 2019 var fyrsti fundur Strandsvæðaráðs Austfjarða og starfsmanna Skipulagsstofnunar, sem voru fengnir til að aðstoða svæðisráðið við skipulagsvinnuna. Guðmundur Ingi Guðbrandsson sat sem umhverfis- og auðlindaráðherra og fór með skipulagsmál. Ráðherra og skipulagsyfirvöld kveiktu ekki á perunni með strenginn, og áfram er Seyðisfjörður inni í skipulaginu á röngum forsendum. Árið 2021 Ríkisstjórnin fékk nægjanlegt fylgi til að halda samstarfinu áfram. Nýju ráðuneyti háskóla- iðnaðar- og nýsköpunar var bætt við. Ráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, hefur ekki brugðist við beiðni Farice ehf um endurskoðun fjarskiptalaga til að tryggja öryggi sæstrengja. Ráðherra fjarskiptamála og þrír ráðherrar í Þjóðaröryggisráði, forsætisráðherra, utanríksráðherra og dómsmálaráðherra hafa engar áhyggjur af hugsanlegum skemmdum á strengnum, vegna manngerðrar ógnar. Ráðherrar koma hins vegar reglulega í fjölmiðla með miklar áhyggjur af netöryggi vegna ógna af hryðjuverkum og stríðsátökum. Eftir stólaskipti og uppstokkun ráðuneyta varð Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og fer með skipulags-, samgöngu og sveitarstjórnarmál. Þarna var komið tækifæri fyrir ráðherrann að leiðrétta mistökin, sem hann gerði sem sjávarútvegsráðherra þegar hann setti Seyðisfjörð í burðarþolsmat. Nei – áfram gakk, við ætlum ekki að virða almannahagsmuni og verja innviðina. Strandsvæðaskipulagsvinnunni lauk í desember 2022 án þess að tekin væri endanleg afstaða til Farice-1 og helgunarsvæðis hans, þrátt fyrir að fyrir lægju nægar og nauðsynlegar upplýsingar um að sjókvíaeldi komist ekki fyrir í Seyðisfirði vegna strengsins. Leyfisveitendum er ætlað að leita umsagnar Farice ehf. Það hefur verið gert og niðurstaða Farice ehf er á sama veg og áður. Sjókvíaeldi á ekki heima í nálægð við helgunarsvæði sæstrengsins. Sigurður Ingi innviðaráðherra samþykkti strandsvæðaskipulagið í mars 2023. Þá var kominn í ráðgjafarteymi ráðherrans skipulagsfræðingur, sem er annar af starfsmönnum Skipulagsstofnunar, sem mest vann skipulagið fyrir svæðisráð og innviðaráðherra. Þarna er vanhæfni starfsmannsins augljóst, hann metur eigin verk. Hvergi hefur skipulagsvinnan verið skilin eftir jafn illa unnin og ófrágengin eins og gert var í Seyðisfirði. Eins og áður kemur fram voru svæðisráð og Skipulagsstofnun fengin til að vinna strandsvæðaskipulag skv. skipulagslögum, og áttu að sjálfsögðu að klára verkið en ekki að skilja þrjú mikilvægustu atriðin eftir þ.a. Farice, ofanflóð og siglingaáhættumat. Fyrst svæðisráð og Skipulagsstofnun treystu sér ekki til að fullklára verkið átti innviðaráðherra ekki að samþykkja skipulagið. Kaldvík var aldrei aðili að vinnslu strandsvæðaskipulagsins en nú er úrvinnsla ofanflóðamats og áhættumats siglinga komin í þeirra hendur. Fyrirtækið mun aldrei bera ábyrgð á þessum áhættumötum ef eitthvað kemur uppá. Ráðherra og Skipulagsstofnun bera ábyrgð á skipulaginu og að fylgja því eftir. Þetta eru gjörsamlega óboðleg vinnubrögð hjá stjórnsýslunni. Sjö ráðuneyti koma að sjókvíaeldi í Seyðisfirði ef af því verður. Megi stjórnsýslunni ganga betur en hingað til að samhæfa vinnu stofnana til að gæta almannahagsmuna og taka þá alfarið fram fyrir hagsmuni gróðafyrirtækja. Það á og þarf að skila góðu búi og byggilegu landi til komandi kynslóða. Allir vilja hafa netöryggið í lagi hvar í flokki sem þeir standa og hvar í heiminum þeir búa. Ráðherrar ber mikla ábyrgð. Höfundur er félagsmaður í VÁ – félags um vernd fjarðar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar