Hin hljóða millistétt Bjarki Ómarsson skrifar 13. júní 2024 14:30 Um þessar mundir standa yfir kjarasamningsviðræður ýmissa stéttarfélaga háskólamenntaðra. Koma þær í kjölfar samninga Breiðfylkingarinnar og SA. Fyrrnefndar samningaviðræður fara ekki hátt í fjölmiðlum og þykja greinilega ekki nógu mikið fréttaefni. Ætla má að áhugaleysi fjölmiðla endurspegli það álit, sem er furðu almennt, að ekki þurfi að hækka launin hjá háskólamenntuðum, sem geti fullvel þegið það sama og aðrir hafa samið um. Þessi hópur fólks myndar kjarnann í millistéttinni og heyrist minnst í þegar kemur að kjarasamningsviðræðum. Þó er það nú þannig að á Íslandi er launamunur milli háskólamenntaðra og ófaglærðra 17%, sem er minnsti munur í samanburðarlöndum. Næst á eftir er Danmörk með 25% mun og þar á eftir Noregur með 36% mun. Þessi munur er talsvert hærri í öðrum löndum og mestur á Ítalíu, 71%. Frá árinu 2000 – 2021 jókst kaupmáttur fólks sem er aðeins með grunnmenntun um 44% en á sama tíma jókst kaupmáttur fólks með meistarapróf úr háskóla einungis um 1%. Hjá verkfræðingum er staðan enn verri því á sama tíma var kaupmáttaraukning þeirra -1%. Kaupmáttur verkfræðinga dróst semsagt saman um 1%. Þessi munur eftir menntunarstigi skýrist að miklu leyti af krónutöluhækkunum síðustu nokkurra kjarasamninga, sem voru vægast sagt óhagstæðir háskólamenntuðum. Háskólamenntun er ekki metin mikils á Íslandi og það letur ungt fólk til náms. Enda skiljanlegt að það vilji ekki stofna til milljóna skulda í námslánum fyrir ekki meiri umbun en þetta. En er það þróun sem við sem samfélag viljum sjá? Það er tími til kominn að háskólamenntaðir láti í sér heyra og sætti sig ekki lengur við að kjör þeirra séu skert öðrum hópum til hagsbóta. Höfundur er í stjórn Kjaradeildar Verkfræðingafélags Íslands. (Heimild: Hagstofan og Hagfræðistofnun Íslands). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Stéttarfélög Skóla- og menntamál Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Eldra fólk, þolendur ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Landakot er ekki hjúkrunarheimili Steinunn Þórðardóttir Skoðun Er sjókvíaeldi umhverfisvænt? Seinni hluti Pálmi Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendur ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir standa yfir kjarasamningsviðræður ýmissa stéttarfélaga háskólamenntaðra. Koma þær í kjölfar samninga Breiðfylkingarinnar og SA. Fyrrnefndar samningaviðræður fara ekki hátt í fjölmiðlum og þykja greinilega ekki nógu mikið fréttaefni. Ætla má að áhugaleysi fjölmiðla endurspegli það álit, sem er furðu almennt, að ekki þurfi að hækka launin hjá háskólamenntuðum, sem geti fullvel þegið það sama og aðrir hafa samið um. Þessi hópur fólks myndar kjarnann í millistéttinni og heyrist minnst í þegar kemur að kjarasamningsviðræðum. Þó er það nú þannig að á Íslandi er launamunur milli háskólamenntaðra og ófaglærðra 17%, sem er minnsti munur í samanburðarlöndum. Næst á eftir er Danmörk með 25% mun og þar á eftir Noregur með 36% mun. Þessi munur er talsvert hærri í öðrum löndum og mestur á Ítalíu, 71%. Frá árinu 2000 – 2021 jókst kaupmáttur fólks sem er aðeins með grunnmenntun um 44% en á sama tíma jókst kaupmáttur fólks með meistarapróf úr háskóla einungis um 1%. Hjá verkfræðingum er staðan enn verri því á sama tíma var kaupmáttaraukning þeirra -1%. Kaupmáttur verkfræðinga dróst semsagt saman um 1%. Þessi munur eftir menntunarstigi skýrist að miklu leyti af krónutöluhækkunum síðustu nokkurra kjarasamninga, sem voru vægast sagt óhagstæðir háskólamenntuðum. Háskólamenntun er ekki metin mikils á Íslandi og það letur ungt fólk til náms. Enda skiljanlegt að það vilji ekki stofna til milljóna skulda í námslánum fyrir ekki meiri umbun en þetta. En er það þróun sem við sem samfélag viljum sjá? Það er tími til kominn að háskólamenntaðir láti í sér heyra og sætti sig ekki lengur við að kjör þeirra séu skert öðrum hópum til hagsbóta. Höfundur er í stjórn Kjaradeildar Verkfræðingafélags Íslands. (Heimild: Hagstofan og Hagfræðistofnun Íslands).
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar