UNICEF skóli Laugardals við Kirkjuteig Tryggvi Scehving Thorsteinsson skrifar 12. júní 2024 13:01 Síðastliðinn fimmtudag útskrifaðist barnið mitt úr 6. bekk UNICEF skóla Laugardals. Skóla sem flaggar UNICEF fána og fána fjölbreytileikans á hverjum degi og hefur einkunnarorðin lífsgleði, nám, samvinna, kærleikur, ósk. Glaðbeittur steig nýskipaður skólastjórinn í pontu og lýsti flausturslegri skipulagningunni þar sem þetta væri nú í fyrsta skipti sem hann útskrifaði nemendur frá skólanum með tilheyrandi flissi úr sal. Að því loknu fór hann yfir dagskránna þar sem m.a. fjögur atriði væru í boði nemenda og að dagskráin myndi taka fljótt af. Í stuttu máli voru nemendaatriðin til fyrirmyndar og gaman að sjá svona hæfileikaríka krakka stíga á stokk. En bíddu við, hvar voru nemendurnir með fjölbreyttan bakgrunn? Hafa þeir ekkert fram að færa á þessum merku tímamótum í sjálfum UNICEF skóla Laugardals? Nú get ég alveg gert mér í hugarlund hvaða svör kæmu frá skólanum, "En við erum búin að reyna og reyna og það býður sig engin fram" o.s.frv. En hér erum við komin að kjarna málsins, börn með annan bakgrunn en meginþorri nemenda fá ekki sömu tækifæri í skólanum, þurfa að sitja undir haturorðræðu, niðrandi ummælum í tíma og ótíma og upplifa kynþáttafordóma í skólasamfélaginu. Jafnvel þau börn sem reyna að taka pláss, standa sig vel hvort sem það er á sviði íþrótta- eða í náminu sjálfu, verða fyrir barðinu á þessum fordómunum. Mögulega í meira mæli ef eitthvað er. Það alvarlegasta í þessu öllu saman er aðgerða- og viljaleysi skólayfirvalda og foreldrafélaga til að stöðva kynþáttafordómana sem virðast bara færast í aukana með sífellt fjölbreyttara samfélagi. Þau skortir þó ekki röddina yfirhöfuð, því þau eru alveg fær um að láta í sér heyra, sem sést bersýnilega á viðbrögðum þeirra þegar umræða um myglu, stækkun og safnskóla ber á góma. Þá er höndum tekið saman og málefninu ljáð kröftug rödd. Þegar umræðan um kynþátta- og menningarfordóma í skólasamfélaginu ber á góma er þögnin og afskiptaleysið þrúgandi. Í stað þess að viðurkenna vandann og gangast við honum eru viðbrögð skólayfirvalda og foreldrafélaga iðulega dræm og oft á köflum lituð af varnarviðbrögðum og særðu stolti. Getur verið að aðgerðar- og viljaleysi skólasamfélagsins til að takast á við fordóma, leiði til þess að sjálfsmynd þessara barna molni hægt og sígandi? Þau fá statt og stöðugt þau skilaboð að þau tilheyri ekki íslensku samfélagi og að vandamálin sem hrjá þau skipta einhvern veginn ekki nógu miklu máli til að aðrir láti þau sig varða. Því þegar öllu er á botninn hvolft er það hagur allra, líka nemenda sem eru hvít á hörund, að fá þau skilaboð úr umhverfinu að bera eigi virðingu og sýna öllum almenna kurteisi, sama hver bakgrunnur, húðlitur og/eða uppruni fólks er. En víkjum aftur að skólaslitinum. Það sem skólanum tókst einstaklega vel upp með var að þjónkast stigveldi elítunnar (háskóla, félagsmála, fyrirmynda o.s.frv.), fá réttu fulltrúana til flutnings á skemmtiatriðum við skólaslit og þar með senda þessi klassísku skilaboð til hinna sem ekki tilheyra. Nú spyrja örugglega margir sig af hverju ég standi í þessum skrifum en reyndin er sú að ég fylgdi 6 ára gömlu barni, lífsglöðu og fullu af sjálfstrausti í UNICEF skóla Laugardals. Á skólaslitunum á fimmtudaginn fylgdi ég sama barni út úr UNICEF-skóla Laugardals með brotna sjálfsmynd og fullt efasemda um sjálft sig eftir algjört andvaraleysi skólans við fordómum sem barnið hefur mætt. Við fórum heim og þar lagðist það upp í rúm og grét. Árið er 2024 og barnið er brúnt á hörund. Það er mín einlæga von að fleiri láti sér fordómana sem grassera í samfélaginu varða, jafnvel þótt þeir hafi ekki áhrif á þeirra eigin börn, saman getum við spornað við þessari óheillaþróun og gert íslenskt samfélag enn betra. Höfundur er áhugamaður um samfélag án kynþáttafordóma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Kynþáttafordómar Grunnskólar Mest lesið Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Ósnortin víðerni Kristín Bjarnadóttir Skoðun Landakot er ekki hjúkrunarheimili Steinunn Þórðardóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun Er sjókvíaeldi umhverfisvænt? Seinni hluti Pálmi Gunnarsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Norræn samvinna Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Síðastliðinn fimmtudag útskrifaðist barnið mitt úr 6. bekk UNICEF skóla Laugardals. Skóla sem flaggar UNICEF fána og fána fjölbreytileikans á hverjum degi og hefur einkunnarorðin lífsgleði, nám, samvinna, kærleikur, ósk. Glaðbeittur steig nýskipaður skólastjórinn í pontu og lýsti flausturslegri skipulagningunni þar sem þetta væri nú í fyrsta skipti sem hann útskrifaði nemendur frá skólanum með tilheyrandi flissi úr sal. Að því loknu fór hann yfir dagskránna þar sem m.a. fjögur atriði væru í boði nemenda og að dagskráin myndi taka fljótt af. Í stuttu máli voru nemendaatriðin til fyrirmyndar og gaman að sjá svona hæfileikaríka krakka stíga á stokk. En bíddu við, hvar voru nemendurnir með fjölbreyttan bakgrunn? Hafa þeir ekkert fram að færa á þessum merku tímamótum í sjálfum UNICEF skóla Laugardals? Nú get ég alveg gert mér í hugarlund hvaða svör kæmu frá skólanum, "En við erum búin að reyna og reyna og það býður sig engin fram" o.s.frv. En hér erum við komin að kjarna málsins, börn með annan bakgrunn en meginþorri nemenda fá ekki sömu tækifæri í skólanum, þurfa að sitja undir haturorðræðu, niðrandi ummælum í tíma og ótíma og upplifa kynþáttafordóma í skólasamfélaginu. Jafnvel þau börn sem reyna að taka pláss, standa sig vel hvort sem það er á sviði íþrótta- eða í náminu sjálfu, verða fyrir barðinu á þessum fordómunum. Mögulega í meira mæli ef eitthvað er. Það alvarlegasta í þessu öllu saman er aðgerða- og viljaleysi skólayfirvalda og foreldrafélaga til að stöðva kynþáttafordómana sem virðast bara færast í aukana með sífellt fjölbreyttara samfélagi. Þau skortir þó ekki röddina yfirhöfuð, því þau eru alveg fær um að láta í sér heyra, sem sést bersýnilega á viðbrögðum þeirra þegar umræða um myglu, stækkun og safnskóla ber á góma. Þá er höndum tekið saman og málefninu ljáð kröftug rödd. Þegar umræðan um kynþátta- og menningarfordóma í skólasamfélaginu ber á góma er þögnin og afskiptaleysið þrúgandi. Í stað þess að viðurkenna vandann og gangast við honum eru viðbrögð skólayfirvalda og foreldrafélaga iðulega dræm og oft á köflum lituð af varnarviðbrögðum og særðu stolti. Getur verið að aðgerðar- og viljaleysi skólasamfélagsins til að takast á við fordóma, leiði til þess að sjálfsmynd þessara barna molni hægt og sígandi? Þau fá statt og stöðugt þau skilaboð að þau tilheyri ekki íslensku samfélagi og að vandamálin sem hrjá þau skipta einhvern veginn ekki nógu miklu máli til að aðrir láti þau sig varða. Því þegar öllu er á botninn hvolft er það hagur allra, líka nemenda sem eru hvít á hörund, að fá þau skilaboð úr umhverfinu að bera eigi virðingu og sýna öllum almenna kurteisi, sama hver bakgrunnur, húðlitur og/eða uppruni fólks er. En víkjum aftur að skólaslitinum. Það sem skólanum tókst einstaklega vel upp með var að þjónkast stigveldi elítunnar (háskóla, félagsmála, fyrirmynda o.s.frv.), fá réttu fulltrúana til flutnings á skemmtiatriðum við skólaslit og þar með senda þessi klassísku skilaboð til hinna sem ekki tilheyra. Nú spyrja örugglega margir sig af hverju ég standi í þessum skrifum en reyndin er sú að ég fylgdi 6 ára gömlu barni, lífsglöðu og fullu af sjálfstrausti í UNICEF skóla Laugardals. Á skólaslitunum á fimmtudaginn fylgdi ég sama barni út úr UNICEF-skóla Laugardals með brotna sjálfsmynd og fullt efasemda um sjálft sig eftir algjört andvaraleysi skólans við fordómum sem barnið hefur mætt. Við fórum heim og þar lagðist það upp í rúm og grét. Árið er 2024 og barnið er brúnt á hörund. Það er mín einlæga von að fleiri láti sér fordómana sem grassera í samfélaginu varða, jafnvel þótt þeir hafi ekki áhrif á þeirra eigin börn, saman getum við spornað við þessari óheillaþróun og gert íslenskt samfélag enn betra. Höfundur er áhugamaður um samfélag án kynþáttafordóma.
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun