Húmor í kennslu: Við hlustum, skiljum og munum betur Sveinn Waage skrifar 11. júní 2024 16:31 Nýlega birtist svört skýrsla um alvarlega stöðu drengja í menntakerfinu, sem vakið hefur verðskuldaða athygli. Í tillögum um úrbætur er m.a. talað um að námsefni þurfi að vekja meiri áhuga. Vera fjölbreyttara og skemmtilegra. Í fyrirlestrinum Húmor Virkar sem var unninn upp úr samnefndu námskeiði í Opna Háskólanum í HR, er farið yfir margvíslega virkni húmors sem er studd af viðamiklum rannsóknum. Ein lykilástæða fyrir því að húmor er enn meira greindur í dag eru niðurstöður sem sýna virkni í atvinnulífinu og stjórnun. Sýna að húmor eykur skilvirkni og árangur. Og nei, þetta eru ekki einhverjar pælingar til gamans, heldur akademísk nálgun og rannsóknir sem fara m.a. fram í Stanford háskóla og Harvard. Líklega kannast fleiri við tengingar húmors og heilsu. Margir muna efir bíómyndinni „Patch Adams“ með Robin Williams sem fjallaði um téðan lækni og frumkvöðul sem rannsakaði áhrif húmors á bata langveikra barna. Við þekkjum líka gamla góða máltækið „Hláturinn lengir lífið“ sem ekki aðeins var svo satt þegar amma og afi sögðu það, heldur vísindalega sannreynt í dag. Önnur ólík virkni eins aukin athygli og vörn/skjöldur í erfiðum aðstæðum er eitthvað áheyrendur húmor Virkar tengja flestir við en ekki síður tengja þau við það sem eftirfarandi orð eiga að fjalla um; virkni húmors í kennslu og fræðslu. Á Heilsuþingi Heilbrigðisráðuneytisins á Hilton 2022 var flutt stutt útgáfa af fyrrgreindum fyrirlestri. Þema þingsins þetta árið var „Heilsulæsi“ - góðfúslega túlkað; hvernig fáum við fólk til að lesa, skilja og muna skilaboð um heilsu. Stutta svarið er; með húmor. Á sama hátt er húmor líka svarið við kröfu um fjölbreyttara og skemmtilegra námsefni. Því húmor er ekki bara skemmtilegur, heldur virkar hann til að ná betri tökum á náminu. Já virkar í alvöru talað. Ef við hugsum til baka erum við ekki flest öll að muna hvernig sumir kennarar náðu til okkar og aðrir ekki? Hvernig við náðum oftar en ekki að meðtaka námsefnið eftir því hvernig okkur leið í tímum? Munum við ekki hvernig var auðveldara var að læra það sem okkur leiddist ekki? Og svo loks hvernig skemmtilegra nám svo skilaði sér í árangri og betri einkunnum? Ef það var gaman, gekk betur. Nánast undantekningalaust. Í dag getum við, ekki aðeins með því að rifja upp okkar reynslu, heldur með niðurstöðum rannsókna og betri þekkingu fullyrt hvað gerist þegar húmor er til staðar í fræðslu og kennslu. Við HLUSTUM betur, við SKILJUM betur, við MUNUM betur og HVETUR okkur til að vilja vita meira. Þetta er ekkert smáræði þegar kemur að því að læra. Þetta er í rauninni allt sem skiptir máli. Við hljótum að vilja skoða þetta betur því húmor virkar sannarlega þegar kemur að fræðslu og kennslu. Já, húmor hirkar í fúlustu alvöru. Höfundur er markaðsstjóri og fyrirlesari sem hefur grandskoðað magnaða virkni húmors með námskeiðahaldi og fyrirlestrum undanfarin ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega birtist svört skýrsla um alvarlega stöðu drengja í menntakerfinu, sem vakið hefur verðskuldaða athygli. Í tillögum um úrbætur er m.a. talað um að námsefni þurfi að vekja meiri áhuga. Vera fjölbreyttara og skemmtilegra. Í fyrirlestrinum Húmor Virkar sem var unninn upp úr samnefndu námskeiði í Opna Háskólanum í HR, er farið yfir margvíslega virkni húmors sem er studd af viðamiklum rannsóknum. Ein lykilástæða fyrir því að húmor er enn meira greindur í dag eru niðurstöður sem sýna virkni í atvinnulífinu og stjórnun. Sýna að húmor eykur skilvirkni og árangur. Og nei, þetta eru ekki einhverjar pælingar til gamans, heldur akademísk nálgun og rannsóknir sem fara m.a. fram í Stanford háskóla og Harvard. Líklega kannast fleiri við tengingar húmors og heilsu. Margir muna efir bíómyndinni „Patch Adams“ með Robin Williams sem fjallaði um téðan lækni og frumkvöðul sem rannsakaði áhrif húmors á bata langveikra barna. Við þekkjum líka gamla góða máltækið „Hláturinn lengir lífið“ sem ekki aðeins var svo satt þegar amma og afi sögðu það, heldur vísindalega sannreynt í dag. Önnur ólík virkni eins aukin athygli og vörn/skjöldur í erfiðum aðstæðum er eitthvað áheyrendur húmor Virkar tengja flestir við en ekki síður tengja þau við það sem eftirfarandi orð eiga að fjalla um; virkni húmors í kennslu og fræðslu. Á Heilsuþingi Heilbrigðisráðuneytisins á Hilton 2022 var flutt stutt útgáfa af fyrrgreindum fyrirlestri. Þema þingsins þetta árið var „Heilsulæsi“ - góðfúslega túlkað; hvernig fáum við fólk til að lesa, skilja og muna skilaboð um heilsu. Stutta svarið er; með húmor. Á sama hátt er húmor líka svarið við kröfu um fjölbreyttara og skemmtilegra námsefni. Því húmor er ekki bara skemmtilegur, heldur virkar hann til að ná betri tökum á náminu. Já virkar í alvöru talað. Ef við hugsum til baka erum við ekki flest öll að muna hvernig sumir kennarar náðu til okkar og aðrir ekki? Hvernig við náðum oftar en ekki að meðtaka námsefnið eftir því hvernig okkur leið í tímum? Munum við ekki hvernig var auðveldara var að læra það sem okkur leiddist ekki? Og svo loks hvernig skemmtilegra nám svo skilaði sér í árangri og betri einkunnum? Ef það var gaman, gekk betur. Nánast undantekningalaust. Í dag getum við, ekki aðeins með því að rifja upp okkar reynslu, heldur með niðurstöðum rannsókna og betri þekkingu fullyrt hvað gerist þegar húmor er til staðar í fræðslu og kennslu. Við HLUSTUM betur, við SKILJUM betur, við MUNUM betur og HVETUR okkur til að vilja vita meira. Þetta er ekkert smáræði þegar kemur að því að læra. Þetta er í rauninni allt sem skiptir máli. Við hljótum að vilja skoða þetta betur því húmor virkar sannarlega þegar kemur að fræðslu og kennslu. Já, húmor hirkar í fúlustu alvöru. Höfundur er markaðsstjóri og fyrirlesari sem hefur grandskoðað magnaða virkni húmors með námskeiðahaldi og fyrirlestrum undanfarin ár.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun