Stúkan um varnarvandræði KR: „Það er ekkert sjálfstraust, menn eru farnir að efast um eigin getu“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 4. júní 2024 13:01 Það var hart barist á köflum í gær en varnarleikur KR var oft á tíðum ekki upp á marga fiska. Vísir/Anton Brink KR hefur átt í miklum varnarvandræðum að undanförnu og fengið á sig töluvert fleiri mörk en óskað var eftir. Fimm sinnum þurftu Vesturbæingar að tína boltann úr eigin neti í gær og Stúkan hefur áhyggjur af stöðu mála. „Það sem er búið að vera svolítið í gangi hjá KR-ingum er það, þeir eru bara með eitt plan og það er að pressa út um allan völl. Alveg sama hvernig staðan í leikjunum er, það er bara áfram pressa og þeim er ekkert að takast þessi pressa alltof vel upp,“ sagði Lárus Orri sérfræðingur í setti. Fyrsta markið sem KR fékk á sig var heldur klaufalegt, vörnin alltof ofarlega þegar markmaður Vals spyrnti fram, Tryggvi Hrafn fékk boltann og keyrði á illa staðsetta varnarmann og skaut í netið. „Það er þumalputtaregla í vörn að þegar maður er með bolta pressulaus, þá fellurðu niður, þeir gera það ekki. Það lítur út fyrir það, að mönnum líði illa í vörninni þarna i KR. Það er ekkert sjálfstraust, menn eru farnir að efast um eigin getu og getu liðsins til að verjast. Þetta hefur ekki litið vel út í þónokkuð langan tíma.“ Spila alltaf eins og lið sem þarf að sækja Það er einmitt ekki venjan að pressa af mikilli ákefð eftir að hafa skorað tvö mörk á skömmum tíma. Þá falla lið yfirleitt aðeins til baka og verja forystuna. „2-0 yfir á heimavelli og spila sem lið eins og það séu fimm mínútur eftir og þeir þurfi að sækja mark. Öskrað og gargað af bekknum, það verður að vera einhver skynsemi í þessu. Það má ekki bara vera einhvern ein aðferð, sem liðið virðist ekki ráða við.“ Vanir varnarmenn en illa skipulagt Varnarmenn KR eru engir aukvisar en leikplanið sem þjálfarinn leggur upp með er vandamál að mati þáttastjórnandans Guðmundar Benediktssonar. „Axel er stór og mikill hafsent en líður fáránlega illa með allt þetta pláss fyrir aftan sig. Að sama skapi færðu markmann, Guy Smit, sem að líður ekki vel að spila framarlega. Þegar þetta mætist þarna þá virðist bara verða óöryggi út um allt.“ Klippa: Stúkan ræðir varnarvandræði KR Umræðuna alla má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla KR Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti EM-Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
„Það sem er búið að vera svolítið í gangi hjá KR-ingum er það, þeir eru bara með eitt plan og það er að pressa út um allan völl. Alveg sama hvernig staðan í leikjunum er, það er bara áfram pressa og þeim er ekkert að takast þessi pressa alltof vel upp,“ sagði Lárus Orri sérfræðingur í setti. Fyrsta markið sem KR fékk á sig var heldur klaufalegt, vörnin alltof ofarlega þegar markmaður Vals spyrnti fram, Tryggvi Hrafn fékk boltann og keyrði á illa staðsetta varnarmann og skaut í netið. „Það er þumalputtaregla í vörn að þegar maður er með bolta pressulaus, þá fellurðu niður, þeir gera það ekki. Það lítur út fyrir það, að mönnum líði illa í vörninni þarna i KR. Það er ekkert sjálfstraust, menn eru farnir að efast um eigin getu og getu liðsins til að verjast. Þetta hefur ekki litið vel út í þónokkuð langan tíma.“ Spila alltaf eins og lið sem þarf að sækja Það er einmitt ekki venjan að pressa af mikilli ákefð eftir að hafa skorað tvö mörk á skömmum tíma. Þá falla lið yfirleitt aðeins til baka og verja forystuna. „2-0 yfir á heimavelli og spila sem lið eins og það séu fimm mínútur eftir og þeir þurfi að sækja mark. Öskrað og gargað af bekknum, það verður að vera einhver skynsemi í þessu. Það má ekki bara vera einhvern ein aðferð, sem liðið virðist ekki ráða við.“ Vanir varnarmenn en illa skipulagt Varnarmenn KR eru engir aukvisar en leikplanið sem þjálfarinn leggur upp með er vandamál að mati þáttastjórnandans Guðmundar Benediktssonar. „Axel er stór og mikill hafsent en líður fáránlega illa með allt þetta pláss fyrir aftan sig. Að sama skapi færðu markmann, Guy Smit, sem að líður ekki vel að spila framarlega. Þegar þetta mætist þarna þá virðist bara verða óöryggi út um allt.“ Klippa: Stúkan ræðir varnarvandræði KR Umræðuna alla má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla KR Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti EM-Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira