„Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2026 23:03 Elliði Snær Viðarsson hefur skorað sextán mörk í síðustu tveimur leikjum Íslands á Evrópumótinu. Vísir/Vilhelm Elliði Snær Viðarsson hefur átt tvo mjög flotta leiki í sókninni í röð og verið markahæstur hjá íslenska landsliðinu í þeim báðum. Hann skoraði átta mörk úr níu skotum á móti Sviss og fylgdi því eftir með átta mörkum í níu skotum í sigrinum á Slóvenum. Elliði fékk líka hrós frá sérfræðingunum í Besta sætinu. Jóhann Gunnar Einarsson, Einar Jónsson og Stefán Árni Pálsson gerðu upp stórsigur Íslands á Slóvenum sem kom Íslandi í undanúrslit á Evrópumótinu í handbolta í fyrsta sinn í sextán ár. Það var full ástæða til að ræða frammistöðu Elliða á línunni.„Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til. Það er ekki hægt að segja annað og þetta er alveg magnaður leikmaður,“ sagði Jóhann Gunnar um Elliða. Stórir klumpar á meðan Elliði er frekar grannur „Ef þú stillir upp öllum línumönnunum í þessum liðum, þá sker hann sig dálítið út. Það munar svona þrjátíu, fjörtíu, fimmtíu kílóum á þessum hérna nútímalínumönnum í boltanum í dag og Elliða. Þetta eru alltaf svona stórir klumpar á meðan Elliði er frekar grannur, í flottu formi og er bara ótrúlega góður handboltamaður,“ sagði Jóhann. Jóhann er mjög ánægður með hvað Elliði og Gísli Þorgeir Kristjánsson eru farnir að ná vel saman. Í síðustu tveimur leikjum hefur Gísli átt sex stoðsendingar inn á línuna á Gísla. Tengir vel við Gísla „Hann er bara ótrúlega búinn að tengja rosalega við Gísla. Það er alveg búið að vera lykilatriði. Það er búið að vanta svo mikið í gegnum tíðina en gott línuspil eftir að Robbi Gunn [Róbert Gunnarsson] hætti, af því að hann og Snorri [Steinn Guðjónsson] voru frábærir saman. Þá svona datt þetta aðeins niður og við vorum alltaf að tala um að línumannsstaðan væri svona veikleiki. Nú er línumannsstaðan bara komin sterk inn og hann er búinn að vera frábær,“ sagði Jóhann. „Líka hvernig hans hlutverk í vörninni breyttist bara á einni nóttu eftir að Elvar [Örn Jónsson] meiddist. Hann var náttúrulega bara að hugsa sig sem bakvörð og var búinn að vera bara að spila það vel í undirbúningnum. Svo er hann bara kominn fremstur í vörnina sem krefst náttúrulega gríðarlegrar orku,“ sagði Jóhann. Búinn að spila enn meira en hann átti að gera „Fyrir utan þetta frávik, sem er leikurinn á móti Sviss og ég lofa því að þetta er síðasta skiptið sem við minnumst á þann leik, þá er hann búinn að vera ótrúlega góður í vörn. Arnar Freyr [Arnarsson], sem átti að bakka hann upp, er kannski ekkert búinn að eiga frábært mót, þannig að hann er búinn að jafnvel þurfa að spila enn þá meira en átti að gera,“ sagði Jóhann. „Hann er orðinn ótrúlega mikilvægur leikmaður, bæði í vörn og sókn hjá okkur. Kannski hélt maður að þetta yrði kannski svona Elvars-mót en þetta er orðið Elliði í vörn og sókn. Hann spilar ótrúlega mikið, er fljótur fram og það er ótrúleg orka í honum,“ sagði Jóhann. Hafði aldrei áhyggjur af línunni Einar Jónsson hefur aldrei haft miklar áhyggjur af línumannsstöðunni og talaði líka um það fyrir mótið. „Það hefur ekki verið vandamálið heldur bara sóknarleikurinn í heild sinni. Þá kemur bara aftur að því sem ég talaði um áðan sem er að sóknarleikurinnn hefur bara breyst að mörgu leyti. Þetta er byrjað að sinka miklu betur saman. Elliði er að tengja betur við Gísla. Þetta er orðið meira smurt heldur en þetta hefur verið. Heildarkonseptið er bara orðið miklu betra og þar af leiðandi þá opnast meira fyrir línuna,“ sagði Einar. Það má hlusta á meira um Elliða og aðra leikmenn íslenska liðsins í Besta sætinu en nýjasti þátturinn er aðgengilegur hér fyrir ofan sem og á hlaðvarpsveitum. EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Besta sætið Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn Sjá meira
Jóhann Gunnar Einarsson, Einar Jónsson og Stefán Árni Pálsson gerðu upp stórsigur Íslands á Slóvenum sem kom Íslandi í undanúrslit á Evrópumótinu í handbolta í fyrsta sinn í sextán ár. Það var full ástæða til að ræða frammistöðu Elliða á línunni.„Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til. Það er ekki hægt að segja annað og þetta er alveg magnaður leikmaður,“ sagði Jóhann Gunnar um Elliða. Stórir klumpar á meðan Elliði er frekar grannur „Ef þú stillir upp öllum línumönnunum í þessum liðum, þá sker hann sig dálítið út. Það munar svona þrjátíu, fjörtíu, fimmtíu kílóum á þessum hérna nútímalínumönnum í boltanum í dag og Elliða. Þetta eru alltaf svona stórir klumpar á meðan Elliði er frekar grannur, í flottu formi og er bara ótrúlega góður handboltamaður,“ sagði Jóhann. Jóhann er mjög ánægður með hvað Elliði og Gísli Þorgeir Kristjánsson eru farnir að ná vel saman. Í síðustu tveimur leikjum hefur Gísli átt sex stoðsendingar inn á línuna á Gísla. Tengir vel við Gísla „Hann er bara ótrúlega búinn að tengja rosalega við Gísla. Það er alveg búið að vera lykilatriði. Það er búið að vanta svo mikið í gegnum tíðina en gott línuspil eftir að Robbi Gunn [Róbert Gunnarsson] hætti, af því að hann og Snorri [Steinn Guðjónsson] voru frábærir saman. Þá svona datt þetta aðeins niður og við vorum alltaf að tala um að línumannsstaðan væri svona veikleiki. Nú er línumannsstaðan bara komin sterk inn og hann er búinn að vera frábær,“ sagði Jóhann. „Líka hvernig hans hlutverk í vörninni breyttist bara á einni nóttu eftir að Elvar [Örn Jónsson] meiddist. Hann var náttúrulega bara að hugsa sig sem bakvörð og var búinn að vera bara að spila það vel í undirbúningnum. Svo er hann bara kominn fremstur í vörnina sem krefst náttúrulega gríðarlegrar orku,“ sagði Jóhann. Búinn að spila enn meira en hann átti að gera „Fyrir utan þetta frávik, sem er leikurinn á móti Sviss og ég lofa því að þetta er síðasta skiptið sem við minnumst á þann leik, þá er hann búinn að vera ótrúlega góður í vörn. Arnar Freyr [Arnarsson], sem átti að bakka hann upp, er kannski ekkert búinn að eiga frábært mót, þannig að hann er búinn að jafnvel þurfa að spila enn þá meira en átti að gera,“ sagði Jóhann. „Hann er orðinn ótrúlega mikilvægur leikmaður, bæði í vörn og sókn hjá okkur. Kannski hélt maður að þetta yrði kannski svona Elvars-mót en þetta er orðið Elliði í vörn og sókn. Hann spilar ótrúlega mikið, er fljótur fram og það er ótrúleg orka í honum,“ sagði Jóhann. Hafði aldrei áhyggjur af línunni Einar Jónsson hefur aldrei haft miklar áhyggjur af línumannsstöðunni og talaði líka um það fyrir mótið. „Það hefur ekki verið vandamálið heldur bara sóknarleikurinn í heild sinni. Þá kemur bara aftur að því sem ég talaði um áðan sem er að sóknarleikurinnn hefur bara breyst að mörgu leyti. Þetta er byrjað að sinka miklu betur saman. Elliði er að tengja betur við Gísla. Þetta er orðið meira smurt heldur en þetta hefur verið. Heildarkonseptið er bara orðið miklu betra og þar af leiðandi þá opnast meira fyrir línuna,“ sagði Einar. Það má hlusta á meira um Elliða og aðra leikmenn íslenska liðsins í Besta sætinu en nýjasti þátturinn er aðgengilegur hér fyrir ofan sem og á hlaðvarpsveitum.
EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Besta sætið Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti