Fyrstu tölur frá Reykjavík ættu að gefa góða mynd af úrslitum Heimir Már Pétursson skrifar 28. maí 2024 19:15 Það er að mörgu að hyggja í undirbúningi og framkvæmd forsetakosninganna á laugardag. Stöð 2/Einar Fyrstu tölur frá Reykjavík eftir forsetakosningarnar á laugardag verða ekki birtar fyrr en um miðnætti. Skrifstofustjóri borgarstjórnar reiknar með að þá verði búið að telja um sextíu prósent atkvæða sem ætti að gefa nokkuð góða mynd að úrslitunum í borginni. Nú þegar fjórir dagar eru til forsetakosninga er undirbúningur í fullum gangi um allt land. Til að mynda er búið að setja upp kjörklefa í Ráðhúsinu í Reykjavík. En það er að mörgu öðru að hyggja þegar boðað er til kosninga. Helga Laxdal skrifstofustjóri borgarstjórnar reiknar með að fyrstu tölur frá Reykjavíkvík verði birtar um miðnætti.Stöð 2/Einar Helga Laxdal skrifstofustjóri borgarstjórnar fer fyrir undirbúningnum í Ráðhúsinu. Borgarstjórnarsalurinn var undirlagður af alls kyns kössum og gögnum þegar okkur bar að garði í dag. „Hérna erum við bara að undirbúa kjördag. Hér er verið að pakka niður kjörgögnum fyrir alla 25 kjörstaði Reykjavíkurborgar. Við kjósum í 90+ kjördeildum í ár,“ segir Helga pollróleg þótt stutt sé í kosningar enda með hóp af vönu fólki með sér. Í kassana væru sett nauðsynleg gögn eins og kjörskrá, skannar fyrir stafræn ökuskírteini, blíantar, innsigli, eyðublöð og ýmis sérmerkt umslög undir gögn. Þá fjölgar kjörstöðum um einn með tilkomu Fossvogsskóla. Íbúar í Fossvogi kjósa þar í stað Breiðagerðisskóla áður. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á höfuðborgarsvæðinu fer fram í Holtagörðum 1. Mun færri hafa kosið utankjörfundar nú en fjórum dögum fyrir forsetakosningarnar 2020.Vísir/Vilhelm Helga segir mikinn fjölda fólks koma að undirbúningi og framkvæmd kosninganna. „Það er mjög mikið af fólki. Við ráðum nokkur hundruð manns sem starfa á kjörstöðunum. Svo er þetta endalaust af starfsfólki Reykjavíkurborgar sem er að hjálpa til. Við erum með bílstjóra, náttúrlega allt umhverfis- og skipulagssvið sem skiltar og setur upp kjörstaðina sjálfa, alla kjörklefana. Þetta er risaframkvæmd,” segir skrifstofustjórinn. Utankjörfundaratkvæði verða talin síðustu að loknum kosningumVísir/Vilhelm Talið verður aðskilið frá Reykjavíkurkjördæmum norður og suður í Laugardalshöll. Fólki er heimilt að fylgjast með talningunni á staðnum og streymt verður frá henni. Byrjað verður að telja strax eftir að kjörstöðum hefur verið lokað klukkan tíu. Þá bíða allir í ofvæni eftir fyrstu tölum frá Reykjavík en gætu þurft að bíða nokkuð eftir þeim. „Við byrjum að flokka atkvæðin í innsigluðum sal. En við byrjum að telja klukkan tíu og gerum ráð fyrir að vera búin að telja 60 prósent atkvæða þegar við komum með fyrstu tölur um miðnætti,” segir Helga Laxdal. Fyrstu tölur ættu að gefa nokkuð góða mynd af úrslitunum í Reykjavík. Hins vegar værir áætlað að talningu verði ekki að fullu lokið fyrr en um klukkan fjögur á sunnudagsmorgun. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram í öllum kjördæmum landsins sem og í sendiráðum og hjá kjörræðismönnum Íslands víða um heim. Á höfuðborgarsvæðinu fer atkvæðagreiðslan fram í Holtagörðum 1, þar sem Bónus var áður með verslun, til klukkan tíu á kvöldin. Þar verður einnig opið á kjördag til klukkan 17:00. Þegar fólk kýs utankjörfundar stimplar það nafn þess sem á að kjósa með sérútbúnum stimplum með nöfnum frambjóðenda.Vísir/Vilhelm Sigríður Kristinsdóttir sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu segir kjörsókn öllu dræmari nú en fyrir forsetakosningarnar 2020. Nú síðdegis höfðu 22.119 kosið á landinu öllu og í sendiráðum, en fjórum dögum fyrir síðustu forsetakosningar höfðu 33.643 kosið. Síðdegis í dag höfðu 14.085 kosið á höfuðborgarsvæðinu á móti 25.700 á sama tíma fyrir kosningarnar 2020. Forsetakosningar 2024 Reykjavík Tengdar fréttir Vill kvittanir frá framboði Höllu Bjarki Jóhannsson kvikmyndagerðarmaður segist hafa beðið um kvittanir frá framboði Höllu Hrundar Logadóttur vegna myndefnis sem hann tók og framboð hennar hefur nýtt í auglýsingu. Hann hafi þó engin svör fengið. 27. maí 2024 22:56 Baráttan um Bessastaði gæti orðið gífurlega spennandi Forsetakosningarnar sem fara fram um helgina gætu orðið æsispennandi. Nokkur munur er á niðurstöðum skoðanakannanna, en samkvæmt nýjustu könnun Prósents eru þær Katrín Jakobsdóttir, Halla Hrund Logadóttir og Halla Tómasdóttir með lítið sem ekkert á milli sín í baráttunni um Bessastaði og Baldur Þórhallsson ekki langt undan. 27. maí 2024 22:18 Kosningaúrslit yfirleitt nálægt niðurstöðum kannana Mikill munur er á nýjustu könnun Prósents sem birt var í dag annars vegar og Maskínu og Gallups hins vegar sem birtar voru fyrir helgi. Framkvæmdastjóri Maskínu segir úrslit kosninga yfirleitt mjög nálægt niðurstöðum kannana. 27. maí 2024 12:02 Höllurnar taka forystuna en aðeins hársbreidd á milli þeirra og Katrínar Halla Hrund Logadóttir mælist með mest fylgi í nýrri könnun Prósents á fylgi forsetaframbjóðenda en afar litlu munar á henni og næstu tveimur. 27. maí 2024 06:33 Fólk sem ætlar að kjósa gegn Katrínu gæti lent í vandræðum Álitsgjafar segja spennandi kosningabaráttu fram undan nú þegar ein vika er eftir. Frambjóðendur muni þurfa hafa fyrir því að vinna Katrínu. Höllurnar séu að skipta um hlutverk. Þórhallur Gunnarsson, Viktor Orri Valgarðsson og Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir fóru yfir forsetakosningarnar og spáðu í spilin á Sprengisandi í dag. 26. maí 2024 12:42 Katrín að taka afgerandi forystu Katrín Jakobsdóttir mælist með 27 prósent fylgi fyrir komandi forsetakosningar í nýjasta þjóðarpúlsi Gallup. Það er talsvert meira en aðrir frambjóðendur, en enginn annar nær yfir tuttugu prósent. 24. maí 2024 16:51 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Sjá meira
Nú þegar fjórir dagar eru til forsetakosninga er undirbúningur í fullum gangi um allt land. Til að mynda er búið að setja upp kjörklefa í Ráðhúsinu í Reykjavík. En það er að mörgu öðru að hyggja þegar boðað er til kosninga. Helga Laxdal skrifstofustjóri borgarstjórnar reiknar með að fyrstu tölur frá Reykjavíkvík verði birtar um miðnætti.Stöð 2/Einar Helga Laxdal skrifstofustjóri borgarstjórnar fer fyrir undirbúningnum í Ráðhúsinu. Borgarstjórnarsalurinn var undirlagður af alls kyns kössum og gögnum þegar okkur bar að garði í dag. „Hérna erum við bara að undirbúa kjördag. Hér er verið að pakka niður kjörgögnum fyrir alla 25 kjörstaði Reykjavíkurborgar. Við kjósum í 90+ kjördeildum í ár,“ segir Helga pollróleg þótt stutt sé í kosningar enda með hóp af vönu fólki með sér. Í kassana væru sett nauðsynleg gögn eins og kjörskrá, skannar fyrir stafræn ökuskírteini, blíantar, innsigli, eyðublöð og ýmis sérmerkt umslög undir gögn. Þá fjölgar kjörstöðum um einn með tilkomu Fossvogsskóla. Íbúar í Fossvogi kjósa þar í stað Breiðagerðisskóla áður. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á höfuðborgarsvæðinu fer fram í Holtagörðum 1. Mun færri hafa kosið utankjörfundar nú en fjórum dögum fyrir forsetakosningarnar 2020.Vísir/Vilhelm Helga segir mikinn fjölda fólks koma að undirbúningi og framkvæmd kosninganna. „Það er mjög mikið af fólki. Við ráðum nokkur hundruð manns sem starfa á kjörstöðunum. Svo er þetta endalaust af starfsfólki Reykjavíkurborgar sem er að hjálpa til. Við erum með bílstjóra, náttúrlega allt umhverfis- og skipulagssvið sem skiltar og setur upp kjörstaðina sjálfa, alla kjörklefana. Þetta er risaframkvæmd,” segir skrifstofustjórinn. Utankjörfundaratkvæði verða talin síðustu að loknum kosningumVísir/Vilhelm Talið verður aðskilið frá Reykjavíkurkjördæmum norður og suður í Laugardalshöll. Fólki er heimilt að fylgjast með talningunni á staðnum og streymt verður frá henni. Byrjað verður að telja strax eftir að kjörstöðum hefur verið lokað klukkan tíu. Þá bíða allir í ofvæni eftir fyrstu tölum frá Reykjavík en gætu þurft að bíða nokkuð eftir þeim. „Við byrjum að flokka atkvæðin í innsigluðum sal. En við byrjum að telja klukkan tíu og gerum ráð fyrir að vera búin að telja 60 prósent atkvæða þegar við komum með fyrstu tölur um miðnætti,” segir Helga Laxdal. Fyrstu tölur ættu að gefa nokkuð góða mynd af úrslitunum í Reykjavík. Hins vegar værir áætlað að talningu verði ekki að fullu lokið fyrr en um klukkan fjögur á sunnudagsmorgun. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram í öllum kjördæmum landsins sem og í sendiráðum og hjá kjörræðismönnum Íslands víða um heim. Á höfuðborgarsvæðinu fer atkvæðagreiðslan fram í Holtagörðum 1, þar sem Bónus var áður með verslun, til klukkan tíu á kvöldin. Þar verður einnig opið á kjördag til klukkan 17:00. Þegar fólk kýs utankjörfundar stimplar það nafn þess sem á að kjósa með sérútbúnum stimplum með nöfnum frambjóðenda.Vísir/Vilhelm Sigríður Kristinsdóttir sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu segir kjörsókn öllu dræmari nú en fyrir forsetakosningarnar 2020. Nú síðdegis höfðu 22.119 kosið á landinu öllu og í sendiráðum, en fjórum dögum fyrir síðustu forsetakosningar höfðu 33.643 kosið. Síðdegis í dag höfðu 14.085 kosið á höfuðborgarsvæðinu á móti 25.700 á sama tíma fyrir kosningarnar 2020.
Forsetakosningar 2024 Reykjavík Tengdar fréttir Vill kvittanir frá framboði Höllu Bjarki Jóhannsson kvikmyndagerðarmaður segist hafa beðið um kvittanir frá framboði Höllu Hrundar Logadóttur vegna myndefnis sem hann tók og framboð hennar hefur nýtt í auglýsingu. Hann hafi þó engin svör fengið. 27. maí 2024 22:56 Baráttan um Bessastaði gæti orðið gífurlega spennandi Forsetakosningarnar sem fara fram um helgina gætu orðið æsispennandi. Nokkur munur er á niðurstöðum skoðanakannanna, en samkvæmt nýjustu könnun Prósents eru þær Katrín Jakobsdóttir, Halla Hrund Logadóttir og Halla Tómasdóttir með lítið sem ekkert á milli sín í baráttunni um Bessastaði og Baldur Þórhallsson ekki langt undan. 27. maí 2024 22:18 Kosningaúrslit yfirleitt nálægt niðurstöðum kannana Mikill munur er á nýjustu könnun Prósents sem birt var í dag annars vegar og Maskínu og Gallups hins vegar sem birtar voru fyrir helgi. Framkvæmdastjóri Maskínu segir úrslit kosninga yfirleitt mjög nálægt niðurstöðum kannana. 27. maí 2024 12:02 Höllurnar taka forystuna en aðeins hársbreidd á milli þeirra og Katrínar Halla Hrund Logadóttir mælist með mest fylgi í nýrri könnun Prósents á fylgi forsetaframbjóðenda en afar litlu munar á henni og næstu tveimur. 27. maí 2024 06:33 Fólk sem ætlar að kjósa gegn Katrínu gæti lent í vandræðum Álitsgjafar segja spennandi kosningabaráttu fram undan nú þegar ein vika er eftir. Frambjóðendur muni þurfa hafa fyrir því að vinna Katrínu. Höllurnar séu að skipta um hlutverk. Þórhallur Gunnarsson, Viktor Orri Valgarðsson og Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir fóru yfir forsetakosningarnar og spáðu í spilin á Sprengisandi í dag. 26. maí 2024 12:42 Katrín að taka afgerandi forystu Katrín Jakobsdóttir mælist með 27 prósent fylgi fyrir komandi forsetakosningar í nýjasta þjóðarpúlsi Gallup. Það er talsvert meira en aðrir frambjóðendur, en enginn annar nær yfir tuttugu prósent. 24. maí 2024 16:51 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Sjá meira
Vill kvittanir frá framboði Höllu Bjarki Jóhannsson kvikmyndagerðarmaður segist hafa beðið um kvittanir frá framboði Höllu Hrundar Logadóttur vegna myndefnis sem hann tók og framboð hennar hefur nýtt í auglýsingu. Hann hafi þó engin svör fengið. 27. maí 2024 22:56
Baráttan um Bessastaði gæti orðið gífurlega spennandi Forsetakosningarnar sem fara fram um helgina gætu orðið æsispennandi. Nokkur munur er á niðurstöðum skoðanakannanna, en samkvæmt nýjustu könnun Prósents eru þær Katrín Jakobsdóttir, Halla Hrund Logadóttir og Halla Tómasdóttir með lítið sem ekkert á milli sín í baráttunni um Bessastaði og Baldur Þórhallsson ekki langt undan. 27. maí 2024 22:18
Kosningaúrslit yfirleitt nálægt niðurstöðum kannana Mikill munur er á nýjustu könnun Prósents sem birt var í dag annars vegar og Maskínu og Gallups hins vegar sem birtar voru fyrir helgi. Framkvæmdastjóri Maskínu segir úrslit kosninga yfirleitt mjög nálægt niðurstöðum kannana. 27. maí 2024 12:02
Höllurnar taka forystuna en aðeins hársbreidd á milli þeirra og Katrínar Halla Hrund Logadóttir mælist með mest fylgi í nýrri könnun Prósents á fylgi forsetaframbjóðenda en afar litlu munar á henni og næstu tveimur. 27. maí 2024 06:33
Fólk sem ætlar að kjósa gegn Katrínu gæti lent í vandræðum Álitsgjafar segja spennandi kosningabaráttu fram undan nú þegar ein vika er eftir. Frambjóðendur muni þurfa hafa fyrir því að vinna Katrínu. Höllurnar séu að skipta um hlutverk. Þórhallur Gunnarsson, Viktor Orri Valgarðsson og Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir fóru yfir forsetakosningarnar og spáðu í spilin á Sprengisandi í dag. 26. maí 2024 12:42
Katrín að taka afgerandi forystu Katrín Jakobsdóttir mælist með 27 prósent fylgi fyrir komandi forsetakosningar í nýjasta þjóðarpúlsi Gallup. Það er talsvert meira en aðrir frambjóðendur, en enginn annar nær yfir tuttugu prósent. 24. maí 2024 16:51