40 tungumál eru töluð í leik- og grunnskólum Árborgar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. maí 2024 20:05 Nú er hægt að fá bókina um Karíus og Baktus á hebresku lánaða á bókasafninu á Selfossi svo dæmi sé tekið. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nú er hægt að fá bókina um Karíus og Baktus á hebresku lánaða á bókasafninu á Selfossi og þar eru líka bókin um Litla prinsinn á arabísku lánuð út. Bókasafnið á nú nánast bækur á öllum þeim tungumálum, sem töluð er í grunn- og leikskólum Árborgar en þau eru fjörutíu talsins. Verkefnið kallast „Barnabókahetjur heimsins” og hófst á síðasta ári en tilgangur þess er að bókasafnið eigið bækur á öllum þeim tungumálum, sem töluð eru í leik- og grunnskólum sveitarfélagsins, eða 40 talsins og nú er það takmark að nást smátt og smátt. Af því tilefni klæddi starfsfólk sig upp í búninga nýlega og gladdist þannig með lánþegum safnsins. „Og markmiðið með þessu er náttúrulega að sýna fram á hvað Árborg er orðið fjölbreytilegt og æðislega skemmtilegt samfélag, litríkt og á bak við hvert einasta tungumál er náttúrulega heill menningarheimur, sem eru náttúrlega verðmæti , sem eru okkur öllum til góða,” segir Margrét Blöndal, deildarstjóri menningar- og upplýsingadeildar Árborgar. En hvaða bækur vekja hvað mesta athygli? „Við eigum til dæmis Karíus og Baktus á hebresku, það eru örugglega ekki margir sem hafa séð það. Við erum líka með Grískarbækur, við erum með japanskar já bara nefndu það.” 40 tungumál eru töluð í leik- og grunnskólum Árborgar og var því fagnað á bókasafninu á dögunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Margrét segir verkefnið „Barnabókahetjur heimsins” ótrúlega skemmtilegt og gefandi og að það hafi algjörlega slegið í gegn á bókasafninu. Mikil ánægja er með verkefnið „Barnabókahetjur heimsins" á bókasafninu á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, við viljum vera svona staður þar sem fólki finnst gott að koma og svona. Hér má flissa og hlægja og hoppa og skríkja, sem var nú ekki í gamla daga á bókasafninu á Akureyri get ég sagt þér,” segir Margrét skellihlæjandi. Karíus og Baktus eru alltaf í stuði en í þeirra hlutverkum eru þær Margrét Blöndal (t.h.) og Heiðrún D. Eyvindsdóttir, forstöðukona safnsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Bókaútgáfa Leikskólar Innflytjendamál Grunnskólar Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Sjá meira
Verkefnið kallast „Barnabókahetjur heimsins” og hófst á síðasta ári en tilgangur þess er að bókasafnið eigið bækur á öllum þeim tungumálum, sem töluð eru í leik- og grunnskólum sveitarfélagsins, eða 40 talsins og nú er það takmark að nást smátt og smátt. Af því tilefni klæddi starfsfólk sig upp í búninga nýlega og gladdist þannig með lánþegum safnsins. „Og markmiðið með þessu er náttúrulega að sýna fram á hvað Árborg er orðið fjölbreytilegt og æðislega skemmtilegt samfélag, litríkt og á bak við hvert einasta tungumál er náttúrulega heill menningarheimur, sem eru náttúrlega verðmæti , sem eru okkur öllum til góða,” segir Margrét Blöndal, deildarstjóri menningar- og upplýsingadeildar Árborgar. En hvaða bækur vekja hvað mesta athygli? „Við eigum til dæmis Karíus og Baktus á hebresku, það eru örugglega ekki margir sem hafa séð það. Við erum líka með Grískarbækur, við erum með japanskar já bara nefndu það.” 40 tungumál eru töluð í leik- og grunnskólum Árborgar og var því fagnað á bókasafninu á dögunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Margrét segir verkefnið „Barnabókahetjur heimsins” ótrúlega skemmtilegt og gefandi og að það hafi algjörlega slegið í gegn á bókasafninu. Mikil ánægja er með verkefnið „Barnabókahetjur heimsins" á bókasafninu á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, við viljum vera svona staður þar sem fólki finnst gott að koma og svona. Hér má flissa og hlægja og hoppa og skríkja, sem var nú ekki í gamla daga á bókasafninu á Akureyri get ég sagt þér,” segir Margrét skellihlæjandi. Karíus og Baktus eru alltaf í stuði en í þeirra hlutverkum eru þær Margrét Blöndal (t.h.) og Heiðrún D. Eyvindsdóttir, forstöðukona safnsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Bókaútgáfa Leikskólar Innflytjendamál Grunnskólar Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Sjá meira