Skólastjóradrama í Kóraskóla fær óvæntan endi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. maí 2024 13:50 Kóraskóli er staðsettur í íþróttahúsinu Kórnum þar sem HK heldur úti íþróttastarfi. Nokkrir nemendur lýstu yfir stuðningi við Arnór skólastjóra í mars. Vísir Inga Fjóla Sigurðardóttir aðstoðarskólastjóri Kóraskóla hefur verið ráðin skólastjóri Kóraskóla. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs Kópavogs frá því í gær en mikil ólga hefur verið meðal kennara í skólanum vegna ráðningu skólastjóra. Kóraskóli varð til þegar ákveðið var að skipta hinum fjölmenna Hörðuvallaskóla upp í tvo skóla. Á þriðja hundrað nemenda eru í Kóraskóla sem er fyrir nemendur á unglingastigi í Kórahverfinu í Kópavogi. Arnór Heiðarsson var ráðinn skólastjóri tímabundið til eins árs en hann var áður aðstoðarskólastjóri í Hólabrekkuskóla í Breiðholti í Reykjavík. Kennarar og nemendur ósáttir Kópavogsskóli auglýsti svo starf skólastjóra og fór svo að Heimir Eyvindarson var ráðinn skólastjóri. Uppi varð fótur og fit. Ekki gegn Heimi heldur voru fjölmargir kennarar ósáttir við að gengið hefði verið fram hjá Arnóri sem hefði unnið gott starf. Fram kom í frétt Vísis í mars að vonbrigðin hefðu verið mikil hjá stórum hluta kennara og nemenda að Arnór hefði ekki fengið fastráðningu. Þetta var staðan um miðjan mars en síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hótuðu kennarar uppsögn vegna stöðunnar og fór svo að Heimir Eyvindarson ákvað að hætta við að taka að sér starf skólastjóra. Þetta staðfestir Heimir við fréttastofu. Þá ákvað Kópavogsbær að auglýsa starfið upp á nýtt. Ekkert varð af því að Arnór sótti um starfið. Fékk annað starfstilboð „Sama dag og ákveðið var að auglýsa aftur þá var mér boðin önnur mjög spennandi staða sem ég ákvað að taka í ljósi aðstæðna,“ segir Arnór. Hann hefur hafið störf sem forstöðumaður fyrir þjónustu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. „Ég ákvað að hoppa á það. Þorði ekki að setja allt á línuna. Það er núna fyrst verið að ganga frá þessu. Ef ég hefði ekki fengið starfið þá væri ég atvinnulaus. Ég þorði því ekki alveg. Það var eina ástæðan fyrir því að ég ákvað að sækja ekki um,“ segir Arnór. Hann óskar Ingu Fjólu til hamingju með starfið. „Það er jákvætt að hún hafi fengið starfið og best fyrir skólann úr því sem komið var,“ segir Arnór og lætur vel af samstarfi þeirra Ingu Fjólu í allan vetur. Arnór segist ekki útiloka störf í skólasamfélaginu í framtíðinni en nú sé hann nýbyrjaður í nýju starfi sem á hug hans allan og þannig verði það líkast til næstu árin. Inga Fjóla vildi ekki tjá sig um ráðninguna þegar fréttastofa leitaði eftir viðbrögðum hennar. Kópavogur Grunnskólar Vistaskipti Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Kóraskóli varð til þegar ákveðið var að skipta hinum fjölmenna Hörðuvallaskóla upp í tvo skóla. Á þriðja hundrað nemenda eru í Kóraskóla sem er fyrir nemendur á unglingastigi í Kórahverfinu í Kópavogi. Arnór Heiðarsson var ráðinn skólastjóri tímabundið til eins árs en hann var áður aðstoðarskólastjóri í Hólabrekkuskóla í Breiðholti í Reykjavík. Kennarar og nemendur ósáttir Kópavogsskóli auglýsti svo starf skólastjóra og fór svo að Heimir Eyvindarson var ráðinn skólastjóri. Uppi varð fótur og fit. Ekki gegn Heimi heldur voru fjölmargir kennarar ósáttir við að gengið hefði verið fram hjá Arnóri sem hefði unnið gott starf. Fram kom í frétt Vísis í mars að vonbrigðin hefðu verið mikil hjá stórum hluta kennara og nemenda að Arnór hefði ekki fengið fastráðningu. Þetta var staðan um miðjan mars en síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hótuðu kennarar uppsögn vegna stöðunnar og fór svo að Heimir Eyvindarson ákvað að hætta við að taka að sér starf skólastjóra. Þetta staðfestir Heimir við fréttastofu. Þá ákvað Kópavogsbær að auglýsa starfið upp á nýtt. Ekkert varð af því að Arnór sótti um starfið. Fékk annað starfstilboð „Sama dag og ákveðið var að auglýsa aftur þá var mér boðin önnur mjög spennandi staða sem ég ákvað að taka í ljósi aðstæðna,“ segir Arnór. Hann hefur hafið störf sem forstöðumaður fyrir þjónustu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. „Ég ákvað að hoppa á það. Þorði ekki að setja allt á línuna. Það er núna fyrst verið að ganga frá þessu. Ef ég hefði ekki fengið starfið þá væri ég atvinnulaus. Ég þorði því ekki alveg. Það var eina ástæðan fyrir því að ég ákvað að sækja ekki um,“ segir Arnór. Hann óskar Ingu Fjólu til hamingju með starfið. „Það er jákvætt að hún hafi fengið starfið og best fyrir skólann úr því sem komið var,“ segir Arnór og lætur vel af samstarfi þeirra Ingu Fjólu í allan vetur. Arnór segist ekki útiloka störf í skólasamfélaginu í framtíðinni en nú sé hann nýbyrjaður í nýju starfi sem á hug hans allan og þannig verði það líkast til næstu árin. Inga Fjóla vildi ekki tjá sig um ráðninguna þegar fréttastofa leitaði eftir viðbrögðum hennar.
Kópavogur Grunnskólar Vistaskipti Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum