Um 800 börn bíða eftir leikskólaplássi í Reykjavík Lovísa Arnardóttir skrifar 15. maí 2024 23:07 Hildur Björnsdóttir segir stöðuna versna ár frá ári á þessu kjörtímabili fyrir leikskólabörn og foreldra þeirra. Vísir/Vilhelm Nú þegar fyrstu úthlutun leikskólaplássa er lokið í Reykjavík lítur út fyrir að um 800 börn verði á biðlista þann 1. september. Af þeim eru 548 þeirra 12 til 17 mánaða og 255 18 mánaða og eldri. Inn í þessum tölum eru 40 börn sem bíða en eru með pláss á sjálfstætt starfandi leikskóla. „Auðvitað vonar maður að staðan nái eitthvað að batna ár frá ári, en það sem við erum að sjá núna er að þann 1. september verða ríflega 800 börn, 12 mánaða og eldri, á biðlista eftir leikskólaplássi og munu ekki komast inn. Það er verri staðan en við sáum fyrir ári síðan og verri staðan en fyrir tveimur árum. Vandinn er að versna ár frá ári á þessu kjörtímabili,“ segir Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hildur segir að nokkrum úthlutunarfösum sé lokið en að það líti út fyrir að þetta verði staðan í haust, að það verði 800 börn á bið. Reykjavíkurborg sendi frá sér í gær tilkynningu um innritun leikskólabarna í Reykjavík. Þar kom fram að þegar fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa er lokið hafi foreldrar 1.715 barna fengið boð og þegið vistun í leikskóla borgarinnar. Auk þeirra megi gera ráð fyrir að foreldrar um 350 barna einkarekinna leikskóla fái pláss og að mörg þeirra sem séu á bið hjá Reykjavík séu einnig á bið þar. Því eigi heildarmyndin enn eftir að skýrast. Hvött til að draga umsókn til baka hafi þau fengið pláss Foreldrar sem hafa þegið pláss á einum leikskóla eru í tilkynningunni hvattir til að draga til baka umsóknir sínar annar staðar svo að betri heildarmynd fáist af stöðunni. Þá kom fram að ný pláss eigi eftir að bætast við í haust þegar Ævintýraborg við Barónsstíg/Vörðuskóla opnar. Einingarnar séu komnar á lóðina og unnið að því að standsetja bæði hús og lóð fyrir leikskólastarf. Stefnt sé því að innritun hefjist í sumar. „Auðvitað fagnar maður því að stór hópur foreldra hefur fengið boð um leikskólapláss fyrir börnin sín. Maður óskar þeim til hamingju. Gott að fólk fái einhvern skýrleika í það en það er enn óvissa um það hvenær þessi leikskóladvöl hefst,“ segir Hildur og að borgin sé að gefa sér ríflega tíma til að hefja aðlögun. Aðlögun hefjist seinasta lagi 1. nóvember Gert sé ráð fyrir því að síðasta dagsetning sem foreldrar fá fyrir aðlögun barna sinna sé þann 30. september og að aðlögun hefjist í síðasta lagi þann 1. nóvember. Samkvæmt plani sé þó gert ráð fyrir að öll börn fari í aðlögum sem hafi verið úthlutað plássi og ef ekki tekst að manna verði tekið upp fáliðunarferli. „Þetta er verulega ríflegur tími og með fyrirvara um mönnun. Óvissan er þannig áfram töluvert mikil.“ Þá segir Hildur að útlit sé fyrir að meðalaldur leikskólabarna við inngöngu muni hækka í haust og vera um og yfir 22 mánuðir Leikskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Sveitarstjórnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Yngstu börnin innrituð í Garðabæ og Mosfellsbæ Á höfuðborgarsvæðinu er nú unnið að því að innrita börn í leikskóla fyrir bæði næsta haust og sum þetta vorið. Um er að ræða árganga barna sem fæddust árin 2022 og 2023 en misjafnt er eftir sveitarfélögum hversu langt þau ná inn í árið 2023. 22. mars 2024 06:46 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Sjá meira
„Auðvitað vonar maður að staðan nái eitthvað að batna ár frá ári, en það sem við erum að sjá núna er að þann 1. september verða ríflega 800 börn, 12 mánaða og eldri, á biðlista eftir leikskólaplássi og munu ekki komast inn. Það er verri staðan en við sáum fyrir ári síðan og verri staðan en fyrir tveimur árum. Vandinn er að versna ár frá ári á þessu kjörtímabili,“ segir Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hildur segir að nokkrum úthlutunarfösum sé lokið en að það líti út fyrir að þetta verði staðan í haust, að það verði 800 börn á bið. Reykjavíkurborg sendi frá sér í gær tilkynningu um innritun leikskólabarna í Reykjavík. Þar kom fram að þegar fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa er lokið hafi foreldrar 1.715 barna fengið boð og þegið vistun í leikskóla borgarinnar. Auk þeirra megi gera ráð fyrir að foreldrar um 350 barna einkarekinna leikskóla fái pláss og að mörg þeirra sem séu á bið hjá Reykjavík séu einnig á bið þar. Því eigi heildarmyndin enn eftir að skýrast. Hvött til að draga umsókn til baka hafi þau fengið pláss Foreldrar sem hafa þegið pláss á einum leikskóla eru í tilkynningunni hvattir til að draga til baka umsóknir sínar annar staðar svo að betri heildarmynd fáist af stöðunni. Þá kom fram að ný pláss eigi eftir að bætast við í haust þegar Ævintýraborg við Barónsstíg/Vörðuskóla opnar. Einingarnar séu komnar á lóðina og unnið að því að standsetja bæði hús og lóð fyrir leikskólastarf. Stefnt sé því að innritun hefjist í sumar. „Auðvitað fagnar maður því að stór hópur foreldra hefur fengið boð um leikskólapláss fyrir börnin sín. Maður óskar þeim til hamingju. Gott að fólk fái einhvern skýrleika í það en það er enn óvissa um það hvenær þessi leikskóladvöl hefst,“ segir Hildur og að borgin sé að gefa sér ríflega tíma til að hefja aðlögun. Aðlögun hefjist seinasta lagi 1. nóvember Gert sé ráð fyrir því að síðasta dagsetning sem foreldrar fá fyrir aðlögun barna sinna sé þann 30. september og að aðlögun hefjist í síðasta lagi þann 1. nóvember. Samkvæmt plani sé þó gert ráð fyrir að öll börn fari í aðlögum sem hafi verið úthlutað plássi og ef ekki tekst að manna verði tekið upp fáliðunarferli. „Þetta er verulega ríflegur tími og með fyrirvara um mönnun. Óvissan er þannig áfram töluvert mikil.“ Þá segir Hildur að útlit sé fyrir að meðalaldur leikskólabarna við inngöngu muni hækka í haust og vera um og yfir 22 mánuðir
Leikskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Sveitarstjórnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Yngstu börnin innrituð í Garðabæ og Mosfellsbæ Á höfuðborgarsvæðinu er nú unnið að því að innrita börn í leikskóla fyrir bæði næsta haust og sum þetta vorið. Um er að ræða árganga barna sem fæddust árin 2022 og 2023 en misjafnt er eftir sveitarfélögum hversu langt þau ná inn í árið 2023. 22. mars 2024 06:46 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Sjá meira
Yngstu börnin innrituð í Garðabæ og Mosfellsbæ Á höfuðborgarsvæðinu er nú unnið að því að innrita börn í leikskóla fyrir bæði næsta haust og sum þetta vorið. Um er að ræða árganga barna sem fæddust árin 2022 og 2023 en misjafnt er eftir sveitarfélögum hversu langt þau ná inn í árið 2023. 22. mars 2024 06:46