„Köld vatnsgusa“ framan í skólasamfélagið í Laugardal Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. maí 2024 23:00 Björn Kristjánsson, kennari í Laugarlækjarskóla, segir ákvörðun skóla- og frístundarráðs bera vott um virðingarleysi. Vísir/Samsett Björn Kristjánsson, foreldri og kennari í Laugarlækjarskóla, segir ákvörðun Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar að stefna að byggingu nýs unglingaskóla í Laugardalnum kalda vatnsgusu framan í skólasamfélagið. Stefnan fari þvert á fyrri ákvörðun ráðsins sem var gerð í samráði við hagaðila og byggði á að skólarnir þrír í hverfinu héldu sér í núverandi mynd og byggt yrði við þá alla til að mæta auknum nemendafjölda. Virðingarleysi af hálfu borgaryfirvalda Björn segist sjá spennandi tækifæri í byggingu nýs skóla en að ákvörðunin beri vott um virðingarleysi af hálfu borgaryfirvalda þar sem foreldrar höfðu látið að sér kveða með undirskriftasöfnun til að koma í veg fyrir að farið yrði í þá vegferð sem nú stendur til. Í skýrslu starfshóps um undirbúning framkvæmda er varðar mótun skóla- og frístundastarfs í Laugardalnum til framtíðar sem kynnt var í gær kemur fram að forsendur hafi breyst frá ákvörðun ráðsins frá árinu 2022 og því hafi þurft að breyta um áætlun. Umfangsmikil viðhaldsþörf sé á byggingum skólanna þriggja og viðhaldsframkvæmdirnar samhliða byggingu viðbygginga séu taldar raska skólastarfi meira og í lengri tíma en upphaflega var gengið út frá. „Ég get ekki séð að það hafi neinar forsendur breyst í Laugardalnum. Hvorki nemendafjöldalega né skipulagslega. Fyrir mér virkar þetta eins og einhver fyrirsláttur til að koma í gegn einhverri hugmynd sem pólitíkin er spennt fyrir,“ segir Björn þó og segir það hafa legið fyrir í langan tíma hve umfangsmikil þörfin á viðhaldi bygginganna sé. Langt samráðsferli virt að vettugi Hann segir að það séu engar fréttir fyrir starfsmenn skólanna eða foreldra barna í skólunum að þörfin á framkvæmdum sé mikil. Fyrst og fremst stafar óánægja Björns af því að samráð borgarinnar við starfsfólk og foreldra hafi verið virt að vettugi. „Það sem maður er kannski fyrst og fremst ósáttur með er hvernig er farið að þessu. Það er farið í gegnum langt ferli þar sem eru teiknaðar upp einhverjar sviðsmyndir og kallað eftir samráði við skólasamfélagið við íbúasamfélagið og svo er tekin ákvörðun. Svo tveim árum seinna er með einu pennastriki sú ákvörðun felld úr gildi án þess að það sé haft neitt samráð við hagaðila í málinu, sem eru nemendur, starfsfólk og foreldrar,“ segir Björn. Nú sé búið að taka ákvörðun sem stangast á við þá sem tekin var fyrir tveimur árum síðan og á þeim tíma hafi húsnæðisvandamál skólahverfisins aðeins ágerst. Starfsfólk hafi þurft að fara í veikindaleyfi vegna myglu og skólarnir fengið að grotna enn frekar niður án þess að yfirvöld hafi aðhafst neitt. „Manni bara fallast hendur. Svo kemur þetta eins og köld vatnsgusa framan í fólk og þvert á það sem búið var að ákveða eftir samráð sem tók allt of langan tíma,“ segir Björn. Reykjavík Borgarstjórn Skóla- og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Foreldrar í Laugardal fagna ákvörðun skóla- og frístundaráðs Byggt verður við alla þrjá grunnskólana í Laugardal til að mæta fjölgun nemenda í hverfinu ef nýsamþykkt tillaga skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur nær fram að ganga. Þetta ákvað ráðið á fundi í dag. Foreldrar í hverfinu anda léttar eftir margra mánaða baráttu. 3. október 2022 23:30 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Stefnan fari þvert á fyrri ákvörðun ráðsins sem var gerð í samráði við hagaðila og byggði á að skólarnir þrír í hverfinu héldu sér í núverandi mynd og byggt yrði við þá alla til að mæta auknum nemendafjölda. Virðingarleysi af hálfu borgaryfirvalda Björn segist sjá spennandi tækifæri í byggingu nýs skóla en að ákvörðunin beri vott um virðingarleysi af hálfu borgaryfirvalda þar sem foreldrar höfðu látið að sér kveða með undirskriftasöfnun til að koma í veg fyrir að farið yrði í þá vegferð sem nú stendur til. Í skýrslu starfshóps um undirbúning framkvæmda er varðar mótun skóla- og frístundastarfs í Laugardalnum til framtíðar sem kynnt var í gær kemur fram að forsendur hafi breyst frá ákvörðun ráðsins frá árinu 2022 og því hafi þurft að breyta um áætlun. Umfangsmikil viðhaldsþörf sé á byggingum skólanna þriggja og viðhaldsframkvæmdirnar samhliða byggingu viðbygginga séu taldar raska skólastarfi meira og í lengri tíma en upphaflega var gengið út frá. „Ég get ekki séð að það hafi neinar forsendur breyst í Laugardalnum. Hvorki nemendafjöldalega né skipulagslega. Fyrir mér virkar þetta eins og einhver fyrirsláttur til að koma í gegn einhverri hugmynd sem pólitíkin er spennt fyrir,“ segir Björn þó og segir það hafa legið fyrir í langan tíma hve umfangsmikil þörfin á viðhaldi bygginganna sé. Langt samráðsferli virt að vettugi Hann segir að það séu engar fréttir fyrir starfsmenn skólanna eða foreldra barna í skólunum að þörfin á framkvæmdum sé mikil. Fyrst og fremst stafar óánægja Björns af því að samráð borgarinnar við starfsfólk og foreldra hafi verið virt að vettugi. „Það sem maður er kannski fyrst og fremst ósáttur með er hvernig er farið að þessu. Það er farið í gegnum langt ferli þar sem eru teiknaðar upp einhverjar sviðsmyndir og kallað eftir samráði við skólasamfélagið við íbúasamfélagið og svo er tekin ákvörðun. Svo tveim árum seinna er með einu pennastriki sú ákvörðun felld úr gildi án þess að það sé haft neitt samráð við hagaðila í málinu, sem eru nemendur, starfsfólk og foreldrar,“ segir Björn. Nú sé búið að taka ákvörðun sem stangast á við þá sem tekin var fyrir tveimur árum síðan og á þeim tíma hafi húsnæðisvandamál skólahverfisins aðeins ágerst. Starfsfólk hafi þurft að fara í veikindaleyfi vegna myglu og skólarnir fengið að grotna enn frekar niður án þess að yfirvöld hafi aðhafst neitt. „Manni bara fallast hendur. Svo kemur þetta eins og köld vatnsgusa framan í fólk og þvert á það sem búið var að ákveða eftir samráð sem tók allt of langan tíma,“ segir Björn.
Reykjavík Borgarstjórn Skóla- og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Foreldrar í Laugardal fagna ákvörðun skóla- og frístundaráðs Byggt verður við alla þrjá grunnskólana í Laugardal til að mæta fjölgun nemenda í hverfinu ef nýsamþykkt tillaga skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur nær fram að ganga. Þetta ákvað ráðið á fundi í dag. Foreldrar í hverfinu anda léttar eftir margra mánaða baráttu. 3. október 2022 23:30 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Foreldrar í Laugardal fagna ákvörðun skóla- og frístundaráðs Byggt verður við alla þrjá grunnskólana í Laugardal til að mæta fjölgun nemenda í hverfinu ef nýsamþykkt tillaga skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur nær fram að ganga. Þetta ákvað ráðið á fundi í dag. Foreldrar í hverfinu anda léttar eftir margra mánaða baráttu. 3. október 2022 23:30